Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2025 09:01 „Öll viljum við lifa lengi, en ekkert okkar vill verða gamalt.“ - Benjamin Franklin Alzheimer sjúkdómurinn er algengasta orsök heilabilunar en heilabilunarsjúkdómar eru þó fleiri, til dæmis Lewy sjúkdómur, æðakölkun og framheilabilun. Megin áhættuþáttur heilabilunar er hækkandi aldur og með öldrun þjóða valda heilabilunarsjúkdómar mikilli sjúkdómsbyrði. Það er því til mikils að vinna ef tekst að fækka eða seinka tilfellum því þetta eru erfiðir, langvinnir og ólæknandi sjúkdómar. Mögulegar forvarnir heilabilunar komust í fréttir hérlendis sumarið 2024 þegar læknatímaritið Lancet birti yfirlit um áhættuþætti heilabilunar. Þetta var ekki fyrsta fræðilega yfirlitið sinnar tegundar, en í því kom fram að koma megi í veg fyrir, eða seinka, meira en 45% heilabilunartilfella með því að huga meðal annars að menntun, reglulegri hreyfingu, félagslegum tengslum og áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Umræða um þessa áhættuþætti mætti vera mun meiri og ætti að beinast að fólki á öllum aldri því einn veigamesti verndandi áhættuþátturinn, menntun, kemur til sögunnar snemma á ævinni. Heilsufarsþættir eins og hár blóðþrýstingur valda ekki usla fyrr en mun síðar. Svo vitnað sé beint í grein Barnett o.fl. frá 2013: “Hin síðari ár hefur vísindalegur skilningur breyst úr því að telja heilabilun öldrunarsjúkdóm sem ekki er hægt að koma í veg fyrir, í að líta á hana sem ævilangt sjúkdómsferli þar sem þættir eins og næring og menntun hafa áhrif,frá allra fyrsta æviskeiði.” Höfundar segja með réttu að hugræn heilsa, og þar með forvarnir heilabilunar, hefjist við getnað! Það er sennilega ekki ofarlega í huga ungs fólks að hugsa um heilabilun. En það er sannarlega lífstíðarverkefni að efla heilann og auka þannig það sem við köllum hugrænan forða og heilaforða. Þannig getum við best tekist á við þær áskoranir sem við mætum á lífsleiðinni, hvort sem er á formi heilabilunarsjúkdóma eða öðru. Menn hafa verið misjafnlega bjartsýnir á það, í gegnum tíðina, hvers sé að vænta þegar við eldumst og lengi vel efuðust sumir um að heilinn væri breytanlegur og að hægt væri að efla hann og styrkja. Því miður heyrist enn það viðhorf að það sé næsta eðilegt að missa minnið þegar aldurinn færist yfir. Í rannsókn sem undirrituð gerði hérlendis ásamt öðrum árið 2022 á þekkingu almennings á heilabilun kom í ljós að þótt fólk þekkti ágætlega einkenni heilabilunar vissi það mun minna um mikilvægi þess að sinna forvörnum. Einungis 50% þeirra rúmlega 800 Íslendinga sem tóku þátt í rannsókninni töldu að hægt væri að hafa áhrif á líkurnar á að þróa með sér heilabilunarsjúkdóm. Þarna kemur því fram það viðhorf að það sé kannski ekki við elli kellingu ráðið og hugræn skerðing sé óhjákvæmileg. Einungis 8% þekktu mikilvægi menntunar sem vernandi þáttar þótt rannsóknir hafi sýnt að hann er einna mikilvægasti þátturinn. Enda leggur góð menntun grunninn að mörgu öðru sem tengist heilbrigðum lífsstíl. Í ljósi þeirrar byrði sem heilabilun er fyrir einstaklinga og samfélög ætti það að vera forgangsmál að almenningur þekki mikilvægi þess að hlúa að heilahreysti frá bernsku. Til þess þarf samfélagslegt átak og fræðslu til að breyta viðhorfi til þess hvað felst í eðlilegri öldrun og að allir verði meðvitaðir um að menntun fyrir alla, nærandi félagsleg samskipti og almenn hreysti alla ævi efli heilahreysti. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er prófessor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í klínískri taugasálfræði á Minnismóttöku LSH-Landakoti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Öll viljum við lifa lengi, en ekkert okkar vill verða gamalt.“ - Benjamin Franklin Alzheimer sjúkdómurinn er algengasta orsök heilabilunar en heilabilunarsjúkdómar eru þó fleiri, til dæmis Lewy sjúkdómur, æðakölkun og framheilabilun. Megin áhættuþáttur heilabilunar er hækkandi aldur og með öldrun þjóða valda heilabilunarsjúkdómar mikilli sjúkdómsbyrði. Það er því til mikils að vinna ef tekst að fækka eða seinka tilfellum því þetta eru erfiðir, langvinnir og ólæknandi sjúkdómar. Mögulegar forvarnir heilabilunar komust í fréttir hérlendis sumarið 2024 þegar læknatímaritið Lancet birti yfirlit um áhættuþætti heilabilunar. Þetta var ekki fyrsta fræðilega yfirlitið sinnar tegundar, en í því kom fram að koma megi í veg fyrir, eða seinka, meira en 45% heilabilunartilfella með því að huga meðal annars að menntun, reglulegri hreyfingu, félagslegum tengslum og áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Umræða um þessa áhættuþætti mætti vera mun meiri og ætti að beinast að fólki á öllum aldri því einn veigamesti verndandi áhættuþátturinn, menntun, kemur til sögunnar snemma á ævinni. Heilsufarsþættir eins og hár blóðþrýstingur valda ekki usla fyrr en mun síðar. Svo vitnað sé beint í grein Barnett o.fl. frá 2013: “Hin síðari ár hefur vísindalegur skilningur breyst úr því að telja heilabilun öldrunarsjúkdóm sem ekki er hægt að koma í veg fyrir, í að líta á hana sem ævilangt sjúkdómsferli þar sem þættir eins og næring og menntun hafa áhrif,frá allra fyrsta æviskeiði.” Höfundar segja með réttu að hugræn heilsa, og þar með forvarnir heilabilunar, hefjist við getnað! Það er sennilega ekki ofarlega í huga ungs fólks að hugsa um heilabilun. En það er sannarlega lífstíðarverkefni að efla heilann og auka þannig það sem við köllum hugrænan forða og heilaforða. Þannig getum við best tekist á við þær áskoranir sem við mætum á lífsleiðinni, hvort sem er á formi heilabilunarsjúkdóma eða öðru. Menn hafa verið misjafnlega bjartsýnir á það, í gegnum tíðina, hvers sé að vænta þegar við eldumst og lengi vel efuðust sumir um að heilinn væri breytanlegur og að hægt væri að efla hann og styrkja. Því miður heyrist enn það viðhorf að það sé næsta eðilegt að missa minnið þegar aldurinn færist yfir. Í rannsókn sem undirrituð gerði hérlendis ásamt öðrum árið 2022 á þekkingu almennings á heilabilun kom í ljós að þótt fólk þekkti ágætlega einkenni heilabilunar vissi það mun minna um mikilvægi þess að sinna forvörnum. Einungis 50% þeirra rúmlega 800 Íslendinga sem tóku þátt í rannsókninni töldu að hægt væri að hafa áhrif á líkurnar á að þróa með sér heilabilunarsjúkdóm. Þarna kemur því fram það viðhorf að það sé kannski ekki við elli kellingu ráðið og hugræn skerðing sé óhjákvæmileg. Einungis 8% þekktu mikilvægi menntunar sem vernandi þáttar þótt rannsóknir hafi sýnt að hann er einna mikilvægasti þátturinn. Enda leggur góð menntun grunninn að mörgu öðru sem tengist heilbrigðum lífsstíl. Í ljósi þeirrar byrði sem heilabilun er fyrir einstaklinga og samfélög ætti það að vera forgangsmál að almenningur þekki mikilvægi þess að hlúa að heilahreysti frá bernsku. Til þess þarf samfélagslegt átak og fræðslu til að breyta viðhorfi til þess hvað felst í eðlilegri öldrun og að allir verði meðvitaðir um að menntun fyrir alla, nærandi félagsleg samskipti og almenn hreysti alla ævi efli heilahreysti. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er prófessor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í klínískri taugasálfræði á Minnismóttöku LSH-Landakoti.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun