Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar 10. mars 2025 09:32 Stundum missum við sjón þó ekkert sé að augunum. Heilatengd sjónskerðing er regnhlífarheiti yfir alla þá sjónrænu kvilla sem koma til vegna skaða á sjónúrvinnslustöðvum heilans. Þegar ekkert bjátar á greina augun ljós og senda boð aftur til heila sem vinnur úr uppýsingunum. Þessi úrvinnsla heilans framkallar meðvitaða upplifun okkar á því sem við horfum á, eða sjón í daglegu tali. Þegar skaði verður á heilastöðvum sem sjá um sjónúrvinnslu verður til sjónskerðing, jafnvel þó ekkert sé að augunum. Heilatengd sjónskerðing getur verið meðfædd eða komið í kjölfar sjúkdóma eða slysa. Birtingamyndir hennar eru margvíslegar, allt frá algerri blindu eða skertu sjónsviði að annarskonar vanda, til dæmis erfiðleikum við að skilja hvað horft er á, að greina í sundur og þekkja hluti, eða að greina hluti frá bakgrunninum, að fókusera á og fylgja hlutum eftir með augunum og að sjá eða skynja fleiri en einn hlut í einu. Sumir hafa það sem kallast blindrasýn, en þá geta þeir t.d. rétt út höndina og gripið það sem að þeim er rétt, jafnvel þó þeir hafi enga meðvitaða upplifun af því að sjá hvað er að gerast. Annað dæmi um heilatengda sjónskerðingu er andlitsblinda, en það er það þegar fólk á erfitt með að greina í sundur og þekkja andlit. Þegar andlitsblinda er mikil getur fólk átt erfitt með að þekkja börnin sín í sjón eða jafnvel eigin spegilmynd. Þrátt fyrir heitið andlitsblinda þá sjá andlitsblindir alveg andlit, erfiðleikar þeirra felast í að greina á milli mismunandi andlita. Upplifun andlitsblindra og erfiðleikar við að greina á milli fólks út frá andlitinu einu saman hefur verið líkt við það að reyna að þekkja fólk í sundur með því að horfa aðeins á olnboga þess eða hné. Heilatengd sjónskerðing getur verið afar dulið vandamál og oft getur reynst erfitt að greina hana. Erfiðleikar eins og að rekast mikið utan í hluti og hrasa eru þá oft skrifaðir á klaufaskap og vandamál við lestur, stærðfræði eða annað nám skrifuð á lesblindu eða almenna námsörðugleika. Þar sem börn með heilatengda sjónskerðingu eiga mörg hver erfitt með að þekkja andlit, halda augnsambandi og skilja látbragð eru þau jafnframt oft ranglega talin vera einhverf. Margvíslegar birtingarmyndir hennar auka svo flækjustig við greiningu enn frekar og greining fæst því oft seint. Dagbjört Andrésdóttir fæddist með heilatengda sjónskerðingu og er sjón hennar í dag metin um 4%. Hún fékk þó ekki greiningu fyrr en hún var orðin 26 ára gömul. Af tilefni Alþjóðlegu heilavikunnar (e. International Brain Awareness Week) sem í ár er haldin dagana 10.-16. mars, mun Dagbjört fræða gesti í Háskólanum í Reykjavík stuttlega um heilatengda sjónskerðingu. Í kjölfarið verður sýnd heimildamynd um líf hennar, Acting Normal with CVI, eftir Bjarneyju Lúðvíksdóttur og Elínu Sigurðardóttur. Viðburðurinn verður haldinn miðvikudaginn 12. mars klukkan 16:15-17:45, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er lektor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Heimildir: Dutton, G.N. & Bax, M. (2010). Visual impairment in children due to damage to the brain. Clinics in Developmental Medicine No 186. MacKeith Press, London. Fazzi E., Signorini S.G., Bova, S.M., La Piana, R., Ondei, P., Bertone, C., Misefari, W., Bianchi, P.E., (2007). Spectrum of visual disorders in children with cerebral visual impairment. Journal of Child Neurology, 22, 294-301 Good, W. V., Jan, J. E., DeSa, L., Barkovich, A. J., & Groenveld, M. (1994). Cortical visual impairment in children. Survey of ophthalmology, 38(4), 351-364. Hoyt, C. S. (2003). Visual function in the brain-damaged child. Eye, 17(3), 369-384. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stundum missum við sjón þó ekkert sé að augunum. Heilatengd sjónskerðing er regnhlífarheiti yfir alla þá sjónrænu kvilla sem koma til vegna skaða á sjónúrvinnslustöðvum heilans. Þegar ekkert bjátar á greina augun ljós og senda boð aftur til heila sem vinnur úr uppýsingunum. Þessi úrvinnsla heilans framkallar meðvitaða upplifun okkar á því sem við horfum á, eða sjón í daglegu tali. Þegar skaði verður á heilastöðvum sem sjá um sjónúrvinnslu verður til sjónskerðing, jafnvel þó ekkert sé að augunum. Heilatengd sjónskerðing getur verið meðfædd eða komið í kjölfar sjúkdóma eða slysa. Birtingamyndir hennar eru margvíslegar, allt frá algerri blindu eða skertu sjónsviði að annarskonar vanda, til dæmis erfiðleikum við að skilja hvað horft er á, að greina í sundur og þekkja hluti, eða að greina hluti frá bakgrunninum, að fókusera á og fylgja hlutum eftir með augunum og að sjá eða skynja fleiri en einn hlut í einu. Sumir hafa það sem kallast blindrasýn, en þá geta þeir t.d. rétt út höndina og gripið það sem að þeim er rétt, jafnvel þó þeir hafi enga meðvitaða upplifun af því að sjá hvað er að gerast. Annað dæmi um heilatengda sjónskerðingu er andlitsblinda, en það er það þegar fólk á erfitt með að greina í sundur og þekkja andlit. Þegar andlitsblinda er mikil getur fólk átt erfitt með að þekkja börnin sín í sjón eða jafnvel eigin spegilmynd. Þrátt fyrir heitið andlitsblinda þá sjá andlitsblindir alveg andlit, erfiðleikar þeirra felast í að greina á milli mismunandi andlita. Upplifun andlitsblindra og erfiðleikar við að greina á milli fólks út frá andlitinu einu saman hefur verið líkt við það að reyna að þekkja fólk í sundur með því að horfa aðeins á olnboga þess eða hné. Heilatengd sjónskerðing getur verið afar dulið vandamál og oft getur reynst erfitt að greina hana. Erfiðleikar eins og að rekast mikið utan í hluti og hrasa eru þá oft skrifaðir á klaufaskap og vandamál við lestur, stærðfræði eða annað nám skrifuð á lesblindu eða almenna námsörðugleika. Þar sem börn með heilatengda sjónskerðingu eiga mörg hver erfitt með að þekkja andlit, halda augnsambandi og skilja látbragð eru þau jafnframt oft ranglega talin vera einhverf. Margvíslegar birtingarmyndir hennar auka svo flækjustig við greiningu enn frekar og greining fæst því oft seint. Dagbjört Andrésdóttir fæddist með heilatengda sjónskerðingu og er sjón hennar í dag metin um 4%. Hún fékk þó ekki greiningu fyrr en hún var orðin 26 ára gömul. Af tilefni Alþjóðlegu heilavikunnar (e. International Brain Awareness Week) sem í ár er haldin dagana 10.-16. mars, mun Dagbjört fræða gesti í Háskólanum í Reykjavík stuttlega um heilatengda sjónskerðingu. Í kjölfarið verður sýnd heimildamynd um líf hennar, Acting Normal with CVI, eftir Bjarneyju Lúðvíksdóttur og Elínu Sigurðardóttur. Viðburðurinn verður haldinn miðvikudaginn 12. mars klukkan 16:15-17:45, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er lektor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Heimildir: Dutton, G.N. & Bax, M. (2010). Visual impairment in children due to damage to the brain. Clinics in Developmental Medicine No 186. MacKeith Press, London. Fazzi E., Signorini S.G., Bova, S.M., La Piana, R., Ondei, P., Bertone, C., Misefari, W., Bianchi, P.E., (2007). Spectrum of visual disorders in children with cerebral visual impairment. Journal of Child Neurology, 22, 294-301 Good, W. V., Jan, J. E., DeSa, L., Barkovich, A. J., & Groenveld, M. (1994). Cortical visual impairment in children. Survey of ophthalmology, 38(4), 351-364. Hoyt, C. S. (2003). Visual function in the brain-damaged child. Eye, 17(3), 369-384.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun