Tveir níu pílna leikir á sama kvöldinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2025 10:32 Rob Cross og Luke Humphries náðu báðir níu pílna leik á fimmta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti. getty/Zac Goodwin Svokallaðir níu pílna leikir sjást ekki oft en að tveir slíkir komi á sama kvöldinu er afar sjaldgæft. En það gerðist á fimmta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílu í gær. Heimsmeistarinn Luke Littler stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa unnið Nathan Aspinall í úrslitaleiknum, 6-3. Rob Cross og Luke Humphries stálu hins vegar senunni með tveimur níu pílna leikjum. Til glöggvunar þá er níu pílna leikur það þegar keppendur taka út 501, upphafstöluna í hverjum legg, með aðeins níu pílum. Í viðureigninni gegn Cross í átta manna úrslitunum náði Humphries níu pílna leik. Hann tapaði þó viðureigninni, 6-4. Þetta var fyrsti níu pílna leikurinn í úrvalsdeildinni í vetur. Í undanúrslitunum mætti Cross Aspinall og náði þá sjálfur níu pílna leik. Hann tapaði þó viðureigninni, 6-5. Níu pílna leikina má sjá hér fyrir neðan. NINE-DARTER FROM HUMPHRIES!!!!LUKE HUMPHRIES STRIKES PERFECT IN BRIGHTON!!! INCREDIBLE SCENES!!! 📺 https://t.co/CxOorrFXK9 #PLDarts25 pic.twitter.com/dJB92w23jj— PDC Darts (@OfficialPDC) March 6, 2025 CROSS COMPLETES THE NINE-DARTER!THAT IS ASTONISHING!After being on the receiving end of a nine-darter against Luke Humphries earlier in the night, Cross achieves perfection against Nathan Aspinall!📺 https://t.co/CxOorrFXK9 #PLDarts25 pic.twitter.com/Ug8YREAtdK— PDC Darts (@OfficialPDC) March 6, 2025 Cross og Humphries fengu báðir gullpílur frá styrktaraðila úrvalsdeildarinnar, BetMGM, fyrir að ná níu pílna leikjunum. Gullpílurnar eru metnar á þrjátíu þúsund pund, eða 5,3 milljónir íslenskra króna. Eftir fyrstu fimm keppniskvöldin er Humphries efstur í úrvalsdeildinni með fimmtán stig. Littler kemur þar á eftir með þrettán stig. Næsta keppniskvöld verður í Nottingham á fimmtudaginn í næstu viku. Pílukast Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Luke Littler stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa unnið Nathan Aspinall í úrslitaleiknum, 6-3. Rob Cross og Luke Humphries stálu hins vegar senunni með tveimur níu pílna leikjum. Til glöggvunar þá er níu pílna leikur það þegar keppendur taka út 501, upphafstöluna í hverjum legg, með aðeins níu pílum. Í viðureigninni gegn Cross í átta manna úrslitunum náði Humphries níu pílna leik. Hann tapaði þó viðureigninni, 6-4. Þetta var fyrsti níu pílna leikurinn í úrvalsdeildinni í vetur. Í undanúrslitunum mætti Cross Aspinall og náði þá sjálfur níu pílna leik. Hann tapaði þó viðureigninni, 6-5. Níu pílna leikina má sjá hér fyrir neðan. NINE-DARTER FROM HUMPHRIES!!!!LUKE HUMPHRIES STRIKES PERFECT IN BRIGHTON!!! INCREDIBLE SCENES!!! 📺 https://t.co/CxOorrFXK9 #PLDarts25 pic.twitter.com/dJB92w23jj— PDC Darts (@OfficialPDC) March 6, 2025 CROSS COMPLETES THE NINE-DARTER!THAT IS ASTONISHING!After being on the receiving end of a nine-darter against Luke Humphries earlier in the night, Cross achieves perfection against Nathan Aspinall!📺 https://t.co/CxOorrFXK9 #PLDarts25 pic.twitter.com/Ug8YREAtdK— PDC Darts (@OfficialPDC) March 6, 2025 Cross og Humphries fengu báðir gullpílur frá styrktaraðila úrvalsdeildarinnar, BetMGM, fyrir að ná níu pílna leikjunum. Gullpílurnar eru metnar á þrjátíu þúsund pund, eða 5,3 milljónir íslenskra króna. Eftir fyrstu fimm keppniskvöldin er Humphries efstur í úrvalsdeildinni með fimmtán stig. Littler kemur þar á eftir með þrettán stig. Næsta keppniskvöld verður í Nottingham á fimmtudaginn í næstu viku.
Pílukast Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ Sjá meira