Það eru sautján mánuðir síðan að Neymar var síðast með landsliðinu en það var einmitt í þeim leik sem hann sleit krossband í október 2023.
Neymar hefur skorað 79 mörk í 128 landsleikjum fyrir Brasilíu og er markahæsti leikmaðurinn í sögu brasilíska landsliðsins.
He's 𝐛𝐚𝐜𝐤 🇧🇷
— B/R Football (@brfootball) March 6, 2025
Neymar has been named to the Brazil squad that will face Colombia and Argentina in the upcoming international break
He last featured for the Seleção in October 2023. pic.twitter.com/zuhjDwTETs
Hann hefur lýst yfir áhuga sínum að spila á heimsmeistaramótinu á næsta ári en keppnin fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Komandi leikir eru á móti Kólumbíu og Argentínu.
Neymar er nú 33 ára gamall og að spila með æskufélagi sínu Santos í Brasilíu. Hann hefur skoraði beint úr hornspyrnu og beint úr aukaspyrnu í síðustu leikjum liðsins. Hann hefur alls skorað þrjú mörk í síðustu fjórum leikjum Santos.
„Ánægður að vera kominn til baka,“ skrifaði Neymar á samfélagsmiðla sína.
„Það er engin þörf á því að tala um það sem Neymar stendur fyrir. Hann er samt enn að komast í sitt besta form en við skiljum það og tökum mið af því. Við trúum samt að hæfileikar hans geti hjálpað okkur þótt að hann sé ekki í betri æfingu. Hann er líka leikmaður sem liðsfélagar hans í landsliðinu töluðum um að þeir vildu sjá í hópnum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Dorival Júnior.
Brasilíska landsliðið hefur ekki verið sannfærandi í þessari undankeppni HM án Neymar. Liðið er bara í fimmta sæti í Suðurameríkuriðlinum, sjö stigum á eftir toppliði Argentínu. Brassarnir hafa unnið fimm leiki og tapað fjórum í undankeppninni.
🚨🇧🇷 Neymar Jr, back as part of Brazil squad for the upcoming international games. pic.twitter.com/DH308dWqxL
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 6, 2025