Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar 6. mars 2025 14:03 Leikskólar hafa komið sér upp góðum aðferðum við að taka við nýjum börnum. Ferlið er kallað aðlögun. Ung börn sem hafa aldrei verið á leikskóla fyrr, eru skiljanlega óörugg fyrst þegar ætlunin er að skilja þau eftir á leikskóla, án foreldra. Fyrstu dagana á leikskólanum þarf því foreldri að fylgja með. Til að byrja með hangir barnið í foreldrinu, með óljósan grun og óöryggi um að vera skilið eftir. En smám saman öðlast barnið vaxandi öryggi. Það grípur til leikfangs, og eða færir sig örlítið frá foreldrinu. Öryggishringurinn stækkar og barnið byrjar að kanna leikskólann. En í þessu ferli, aðlöguninni, skiptir mestu máli að foreldrið sýni enga óþolinmæði. Það kann vissulega að vera freistandi fyrir upptekið foreldrið að ætla sér að hraða aðlögunarferlinu, ýta barninu af stað, yfirgefa það fyrr en áætlað var. En það eru mistök. Barnið getur auðveldlega hrokkið í baklás, allt hið áunna öryggi hverfur og það er allt eins líklegt að aðlögunin taki enn lengri tíma fyrir vikið. Nei, það sem foreldrið vill gera er að halda rólegri nærveru, vera örugg höfn fyrir barnið, sem barnið getur kannað leikskólaumhverfið sitt út frá. Og þannig gerist það að smám saman öðlast barnið það öryggi og það sjálfstraust sem það þarf til að kanna heiminn og finna frelsi sitt á leikskólanum. Þegar það gerist, þá telst barn aðlagað: Þegar það hefur í senn fundið öryggi til að vera og hugrekki til að kanna. Lífsins aðlögun En aðlögun fer fram víðar en á leikskólanum. Já, kannski má segja að aðlögun á leikskóla sé eins og smækkuð mynd af þeirri aðlögun sem fer fram í lífinu öllu. Fólk hefur fengið mismunandi vöggugjöf í þeim efnum. Sum okkar muna eftir því að hafa ekki fundið öryggi sitt í lífinu. Kannski voru aðstæður á heimili slíkar að þær sköpuðu lítið öryggi, eða bara öryggi upp að vissu marki. Og svo er annað og það er að við erum mismunandi að uppleggi, komum með mismunandi tilhneigingar inn í þennan heim. Sama hvert upplegg okkar er, og okkar fyrstu aðstæður, þá breytir það ekki því að við þörfnumst öll aðlögunar. Og þá aðlögunar í þessum skilningi leikskólans: Við þurfum á því að halda að geta fundið öryggi okkar í að rata um heiminn, og takast á við lífsins áskoranir. En nú vandast málið ef við sjálf erum orðin fullorðin, ekki satt? Hvar ætlum við þá að finna öryggi okkar þegar foreldri okkar vakir ekki lengur yfir hverju skrefi okkar? Hvernig ætlum við þá að aðlagast að heimi og aðstæðum sem eiga það til að breytast? Eins og börnin þá upplifir fullorðið fólk ótta og óöryggi við mismunandi og breytilegar aðstæður lífsins. En hvað gerir það þá? Hvernig mætir það sjálfu sér þá? Bregst það við gagnvart sjálfu sér eins og þolinmótt og myndugt foreldri. Eða sýnir það sjálfu sér óþolinmæði, hryssingsheit, skilningsleysi, fyrirlitningu? Hvernig bregst þú við lífsins áskorunum? Og hvernig gengur aðlögunin? Við erum ekki ein Í gegnum aldirnar hefur sá menningarheimur sem við lifum og hrærumst í haft þann skilning að að baki allri veröldinni sé myndugt foreldri sem sé Guð. Jesús Kristur lýsir í ritningunum hvernig sá Guð er eins og hirðir sem elskar hvert einasta lamb í hjörð sinni, og eins og faðir sem tekur á móti hverju týndu barni sem snýr sér aftur til hans. Það getur ekki annað verið, en að það hjálpi aðlögun okkar í lífinu að sjá og skilja að það er elskandi og skapandi hugur að baki öllu, sem veitir okkur öryggi til að vera frjáls, kanna heiminn og verða öðrum að gagni. Aðlögun í þessum skilningi snýst því fyrst og fremst um að vera í sambandi við veruleikann. Bæði veruleika okkar daglega lífs, og veruleikann sem er að baki öllum veruleika. Við erum ekki ein. Höfundur er prestur við Kópavogskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Leikskólar hafa komið sér upp góðum aðferðum við að taka við nýjum börnum. Ferlið er kallað aðlögun. Ung börn sem hafa aldrei verið á leikskóla fyrr, eru skiljanlega óörugg fyrst þegar ætlunin er að skilja þau eftir á leikskóla, án foreldra. Fyrstu dagana á leikskólanum þarf því foreldri að fylgja með. Til að byrja með hangir barnið í foreldrinu, með óljósan grun og óöryggi um að vera skilið eftir. En smám saman öðlast barnið vaxandi öryggi. Það grípur til leikfangs, og eða færir sig örlítið frá foreldrinu. Öryggishringurinn stækkar og barnið byrjar að kanna leikskólann. En í þessu ferli, aðlöguninni, skiptir mestu máli að foreldrið sýni enga óþolinmæði. Það kann vissulega að vera freistandi fyrir upptekið foreldrið að ætla sér að hraða aðlögunarferlinu, ýta barninu af stað, yfirgefa það fyrr en áætlað var. En það eru mistök. Barnið getur auðveldlega hrokkið í baklás, allt hið áunna öryggi hverfur og það er allt eins líklegt að aðlögunin taki enn lengri tíma fyrir vikið. Nei, það sem foreldrið vill gera er að halda rólegri nærveru, vera örugg höfn fyrir barnið, sem barnið getur kannað leikskólaumhverfið sitt út frá. Og þannig gerist það að smám saman öðlast barnið það öryggi og það sjálfstraust sem það þarf til að kanna heiminn og finna frelsi sitt á leikskólanum. Þegar það gerist, þá telst barn aðlagað: Þegar það hefur í senn fundið öryggi til að vera og hugrekki til að kanna. Lífsins aðlögun En aðlögun fer fram víðar en á leikskólanum. Já, kannski má segja að aðlögun á leikskóla sé eins og smækkuð mynd af þeirri aðlögun sem fer fram í lífinu öllu. Fólk hefur fengið mismunandi vöggugjöf í þeim efnum. Sum okkar muna eftir því að hafa ekki fundið öryggi sitt í lífinu. Kannski voru aðstæður á heimili slíkar að þær sköpuðu lítið öryggi, eða bara öryggi upp að vissu marki. Og svo er annað og það er að við erum mismunandi að uppleggi, komum með mismunandi tilhneigingar inn í þennan heim. Sama hvert upplegg okkar er, og okkar fyrstu aðstæður, þá breytir það ekki því að við þörfnumst öll aðlögunar. Og þá aðlögunar í þessum skilningi leikskólans: Við þurfum á því að halda að geta fundið öryggi okkar í að rata um heiminn, og takast á við lífsins áskoranir. En nú vandast málið ef við sjálf erum orðin fullorðin, ekki satt? Hvar ætlum við þá að finna öryggi okkar þegar foreldri okkar vakir ekki lengur yfir hverju skrefi okkar? Hvernig ætlum við þá að aðlagast að heimi og aðstæðum sem eiga það til að breytast? Eins og börnin þá upplifir fullorðið fólk ótta og óöryggi við mismunandi og breytilegar aðstæður lífsins. En hvað gerir það þá? Hvernig mætir það sjálfu sér þá? Bregst það við gagnvart sjálfu sér eins og þolinmótt og myndugt foreldri. Eða sýnir það sjálfu sér óþolinmæði, hryssingsheit, skilningsleysi, fyrirlitningu? Hvernig bregst þú við lífsins áskorunum? Og hvernig gengur aðlögunin? Við erum ekki ein Í gegnum aldirnar hefur sá menningarheimur sem við lifum og hrærumst í haft þann skilning að að baki allri veröldinni sé myndugt foreldri sem sé Guð. Jesús Kristur lýsir í ritningunum hvernig sá Guð er eins og hirðir sem elskar hvert einasta lamb í hjörð sinni, og eins og faðir sem tekur á móti hverju týndu barni sem snýr sér aftur til hans. Það getur ekki annað verið, en að það hjálpi aðlögun okkar í lífinu að sjá og skilja að það er elskandi og skapandi hugur að baki öllu, sem veitir okkur öryggi til að vera frjáls, kanna heiminn og verða öðrum að gagni. Aðlögun í þessum skilningi snýst því fyrst og fremst um að vera í sambandi við veruleikann. Bæði veruleika okkar daglega lífs, og veruleikann sem er að baki öllum veruleika. Við erum ekki ein. Höfundur er prestur við Kópavogskirkju.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun