Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar 6. mars 2025 14:03 Leikskólar hafa komið sér upp góðum aðferðum við að taka við nýjum börnum. Ferlið er kallað aðlögun. Ung börn sem hafa aldrei verið á leikskóla fyrr, eru skiljanlega óörugg fyrst þegar ætlunin er að skilja þau eftir á leikskóla, án foreldra. Fyrstu dagana á leikskólanum þarf því foreldri að fylgja með. Til að byrja með hangir barnið í foreldrinu, með óljósan grun og óöryggi um að vera skilið eftir. En smám saman öðlast barnið vaxandi öryggi. Það grípur til leikfangs, og eða færir sig örlítið frá foreldrinu. Öryggishringurinn stækkar og barnið byrjar að kanna leikskólann. En í þessu ferli, aðlöguninni, skiptir mestu máli að foreldrið sýni enga óþolinmæði. Það kann vissulega að vera freistandi fyrir upptekið foreldrið að ætla sér að hraða aðlögunarferlinu, ýta barninu af stað, yfirgefa það fyrr en áætlað var. En það eru mistök. Barnið getur auðveldlega hrokkið í baklás, allt hið áunna öryggi hverfur og það er allt eins líklegt að aðlögunin taki enn lengri tíma fyrir vikið. Nei, það sem foreldrið vill gera er að halda rólegri nærveru, vera örugg höfn fyrir barnið, sem barnið getur kannað leikskólaumhverfið sitt út frá. Og þannig gerist það að smám saman öðlast barnið það öryggi og það sjálfstraust sem það þarf til að kanna heiminn og finna frelsi sitt á leikskólanum. Þegar það gerist, þá telst barn aðlagað: Þegar það hefur í senn fundið öryggi til að vera og hugrekki til að kanna. Lífsins aðlögun En aðlögun fer fram víðar en á leikskólanum. Já, kannski má segja að aðlögun á leikskóla sé eins og smækkuð mynd af þeirri aðlögun sem fer fram í lífinu öllu. Fólk hefur fengið mismunandi vöggugjöf í þeim efnum. Sum okkar muna eftir því að hafa ekki fundið öryggi sitt í lífinu. Kannski voru aðstæður á heimili slíkar að þær sköpuðu lítið öryggi, eða bara öryggi upp að vissu marki. Og svo er annað og það er að við erum mismunandi að uppleggi, komum með mismunandi tilhneigingar inn í þennan heim. Sama hvert upplegg okkar er, og okkar fyrstu aðstæður, þá breytir það ekki því að við þörfnumst öll aðlögunar. Og þá aðlögunar í þessum skilningi leikskólans: Við þurfum á því að halda að geta fundið öryggi okkar í að rata um heiminn, og takast á við lífsins áskoranir. En nú vandast málið ef við sjálf erum orðin fullorðin, ekki satt? Hvar ætlum við þá að finna öryggi okkar þegar foreldri okkar vakir ekki lengur yfir hverju skrefi okkar? Hvernig ætlum við þá að aðlagast að heimi og aðstæðum sem eiga það til að breytast? Eins og börnin þá upplifir fullorðið fólk ótta og óöryggi við mismunandi og breytilegar aðstæður lífsins. En hvað gerir það þá? Hvernig mætir það sjálfu sér þá? Bregst það við gagnvart sjálfu sér eins og þolinmótt og myndugt foreldri. Eða sýnir það sjálfu sér óþolinmæði, hryssingsheit, skilningsleysi, fyrirlitningu? Hvernig bregst þú við lífsins áskorunum? Og hvernig gengur aðlögunin? Við erum ekki ein Í gegnum aldirnar hefur sá menningarheimur sem við lifum og hrærumst í haft þann skilning að að baki allri veröldinni sé myndugt foreldri sem sé Guð. Jesús Kristur lýsir í ritningunum hvernig sá Guð er eins og hirðir sem elskar hvert einasta lamb í hjörð sinni, og eins og faðir sem tekur á móti hverju týndu barni sem snýr sér aftur til hans. Það getur ekki annað verið, en að það hjálpi aðlögun okkar í lífinu að sjá og skilja að það er elskandi og skapandi hugur að baki öllu, sem veitir okkur öryggi til að vera frjáls, kanna heiminn og verða öðrum að gagni. Aðlögun í þessum skilningi snýst því fyrst og fremst um að vera í sambandi við veruleikann. Bæði veruleika okkar daglega lífs, og veruleikann sem er að baki öllum veruleika. Við erum ekki ein. Höfundur er prestur við Kópavogskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Leikskólar hafa komið sér upp góðum aðferðum við að taka við nýjum börnum. Ferlið er kallað aðlögun. Ung börn sem hafa aldrei verið á leikskóla fyrr, eru skiljanlega óörugg fyrst þegar ætlunin er að skilja þau eftir á leikskóla, án foreldra. Fyrstu dagana á leikskólanum þarf því foreldri að fylgja með. Til að byrja með hangir barnið í foreldrinu, með óljósan grun og óöryggi um að vera skilið eftir. En smám saman öðlast barnið vaxandi öryggi. Það grípur til leikfangs, og eða færir sig örlítið frá foreldrinu. Öryggishringurinn stækkar og barnið byrjar að kanna leikskólann. En í þessu ferli, aðlöguninni, skiptir mestu máli að foreldrið sýni enga óþolinmæði. Það kann vissulega að vera freistandi fyrir upptekið foreldrið að ætla sér að hraða aðlögunarferlinu, ýta barninu af stað, yfirgefa það fyrr en áætlað var. En það eru mistök. Barnið getur auðveldlega hrokkið í baklás, allt hið áunna öryggi hverfur og það er allt eins líklegt að aðlögunin taki enn lengri tíma fyrir vikið. Nei, það sem foreldrið vill gera er að halda rólegri nærveru, vera örugg höfn fyrir barnið, sem barnið getur kannað leikskólaumhverfið sitt út frá. Og þannig gerist það að smám saman öðlast barnið það öryggi og það sjálfstraust sem það þarf til að kanna heiminn og finna frelsi sitt á leikskólanum. Þegar það gerist, þá telst barn aðlagað: Þegar það hefur í senn fundið öryggi til að vera og hugrekki til að kanna. Lífsins aðlögun En aðlögun fer fram víðar en á leikskólanum. Já, kannski má segja að aðlögun á leikskóla sé eins og smækkuð mynd af þeirri aðlögun sem fer fram í lífinu öllu. Fólk hefur fengið mismunandi vöggugjöf í þeim efnum. Sum okkar muna eftir því að hafa ekki fundið öryggi sitt í lífinu. Kannski voru aðstæður á heimili slíkar að þær sköpuðu lítið öryggi, eða bara öryggi upp að vissu marki. Og svo er annað og það er að við erum mismunandi að uppleggi, komum með mismunandi tilhneigingar inn í þennan heim. Sama hvert upplegg okkar er, og okkar fyrstu aðstæður, þá breytir það ekki því að við þörfnumst öll aðlögunar. Og þá aðlögunar í þessum skilningi leikskólans: Við þurfum á því að halda að geta fundið öryggi okkar í að rata um heiminn, og takast á við lífsins áskoranir. En nú vandast málið ef við sjálf erum orðin fullorðin, ekki satt? Hvar ætlum við þá að finna öryggi okkar þegar foreldri okkar vakir ekki lengur yfir hverju skrefi okkar? Hvernig ætlum við þá að aðlagast að heimi og aðstæðum sem eiga það til að breytast? Eins og börnin þá upplifir fullorðið fólk ótta og óöryggi við mismunandi og breytilegar aðstæður lífsins. En hvað gerir það þá? Hvernig mætir það sjálfu sér þá? Bregst það við gagnvart sjálfu sér eins og þolinmótt og myndugt foreldri. Eða sýnir það sjálfu sér óþolinmæði, hryssingsheit, skilningsleysi, fyrirlitningu? Hvernig bregst þú við lífsins áskorunum? Og hvernig gengur aðlögunin? Við erum ekki ein Í gegnum aldirnar hefur sá menningarheimur sem við lifum og hrærumst í haft þann skilning að að baki allri veröldinni sé myndugt foreldri sem sé Guð. Jesús Kristur lýsir í ritningunum hvernig sá Guð er eins og hirðir sem elskar hvert einasta lamb í hjörð sinni, og eins og faðir sem tekur á móti hverju týndu barni sem snýr sér aftur til hans. Það getur ekki annað verið, en að það hjálpi aðlögun okkar í lífinu að sjá og skilja að það er elskandi og skapandi hugur að baki öllu, sem veitir okkur öryggi til að vera frjáls, kanna heiminn og verða öðrum að gagni. Aðlögun í þessum skilningi snýst því fyrst og fremst um að vera í sambandi við veruleikann. Bæði veruleika okkar daglega lífs, og veruleikann sem er að baki öllum veruleika. Við erum ekki ein. Höfundur er prestur við Kópavogskirkju.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun