Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Lovísa Arnardóttir skrifar 6. mars 2025 13:17 Hildur segir nauðsynlegt að ekki sé aðeins unnið að tímabundinni lausn fyrir skóla Hjallastefnunnar. Vísir/Einar og RAX Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir brýnt að finna langtímalausn fyrir skóla Hjallastefnunnar í Reykjavík. Unnið sé að því að koma starfsemi skólans fyrir í húsnæði við Engjateig auk þess að halda skólastarfi áfram úti í Skógarhlíð þar sem skólinn hefur verið síðustu þrjú ár. Fjallað var um mál Hjallastefnunnar að hennar beiðni á fundi borgarráðs í morgun. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram bókun við lok umræðunnar. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks þakka að málefni Hjallastefnunnar hafi verið sett á dagskrá borgarráðs að þeirra beiðni. Leggja fulltrúarnir ríka áherslu á að borgarráð finni án tafar bæði tímabundna lausn á skólastarfi Hjallastefnunnar, en ekki síst framtíðarlausn. Fulltrúunum hugnast vel sú lausn að Hjallastefnunni verði úthlutað lóð að Leynimýri til uppbyggingar á framtíðar skólahúsnæði í samstarfi við einkaaðila, en þó með stuðningi borgarinnar. Leggja fulltrúarnir ríka lausn á að málið verði klárað án tafar í góðu samstarfi við forsvarsfólk Hjallastefnunnar,“ segir í bókuninni. Neyðarfundur með foreldrum Fjallað var um það í síðustu viku að skólinn boðaði til neyðarfundar og hvatti foreldra leikskólabarna til að sækja um fyrir börn sín í leikskólum borgarinnar og foreldra grunnskólana til að færa börn sín i grunnskóla borgarinnar því ekki væri tryggt húsnæði fyrir næsta skólaár. Alma Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra skólans, sagði í svari til fréttastofu fyrir helgi að borgin hefði sent skólanum formlega staðfestingu um stuðning við fjármögnun á auknu, tímabundnu húsnæði sem og að tryggja leið að varanlegri lausn hið fyrsta. Þá sagði hún það skýran vilja beggja aðila að skólastarf verði tryggt. Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs borgarinnar, sagði í viðtali fyrir helgi nokkrar staðsetningar til skoðunar. Hildur segir áríðandi að sett verði fram framtíðarlausn fyrir skólann, ekki bara tímabundin lausn. „Í þeim efnum eru nokkrar sviðsmyndir en að mínu mati væri langskynsamlegast að úthluta Hjallastefnunni lóðinni að Leynimýri, við Öskjuhlíðina, þar sem hægt væri að byggja upp skólahúsnæði fyrir bæði leik- og grunnskólastarfið. Einkaaðilar kæmu þá að uppbyggingunni en borgin myndi veita húsnæðisstuðning,“ segir Hildur. Það sé sömuleiðis lausn sem skólanum hugnist vel. Við Engjateig er að finna tón- og listdansskóla, sendiráð Bandaríkjanna, veitingastaði og verslanir. Stutt er í Laugardalinn. Google Maps Hún segist óttast að þó svo að skólanum verði komið fyrir í Engjateig muni svo aftur koma upp sama staða eftir fimm ár þegar skólinn þarf svo að fara þaðan. „Að þessari tímabundnu lausn verði riggað upp að Engjateig, með fimm ára leigusamning, og svo bara spái enginn í framhaldið. Áður en við vitum af er skólastarfið aftur komið í öngstræti. Þetta er orðin svo löng sorgarsaga og málin alltaf leyst með tímabundnum plástrum en skortir allt þor til að taka af skarið um framtíðarlausnina. Við höfum áður séð borgina bregðast við húsnæðisvanda Hjallastefnunnar með bráðabirgðalausnum og síðan ekki söguna meir. Þess vegna erum við stödd í þessum vanda núna,“ segir Hildur. Það sé áríðandi að langtímalausn sé tryggð. „Ég legg mjög áherslu á að þessar ákvarðanir verði teknar fljótt og hratt. Það tekur tíma að byggja nýtt skólahúsnæði leita fjárfesta sem geta tekið þátt í þessu með Hjallastefnunni.“ Húsnæðið við Engjateig 3 hýsti áður Hugverkastofuna. Vísir/RAX Grunnskólinn við Engjateig Hildur segir það enn til skoðunar hvernig starfseminni verður skipt niður. Líklegt sé að starfsemi leikskólans verði áfram í Skógarhlíð en starfsemi skólans verði flutt í Engjateig. „Það er útfærsluatriði og það á eftir að leysa úr því.“ „Það þarf að bregðast við þessari stöðu hratt. Það er óviðunandi og óþægilegt fyrir foreldra að vera í þessari óvissu. Þetta er mikilvæg starfsemi í borginni. Borgin getur sannarlega ekki tekið við þessum 200 leikskólabörnum sem eru í Hjallastefnunni og því er brýt að það verði leyst úr þessu hratt og örugglega.“ Reykjavík Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Kennarar og foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík voru í gær kölluð á neyðarfund vegna mögulegrar fyrirhugaðrar lokunar skólans. Á meðan fundi stóð hafði fulltrúi frá borginni samband og sagði meirihlutann hafa fundað um málið. Foreldrar og kennarar vilja varanlegt húsnæði. Skólinn sé alveg sprunginn eins og hann er. 28. febrúar 2025 08:54 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Fjallað var um mál Hjallastefnunnar að hennar beiðni á fundi borgarráðs í morgun. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram bókun við lok umræðunnar. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks þakka að málefni Hjallastefnunnar hafi verið sett á dagskrá borgarráðs að þeirra beiðni. Leggja fulltrúarnir ríka áherslu á að borgarráð finni án tafar bæði tímabundna lausn á skólastarfi Hjallastefnunnar, en ekki síst framtíðarlausn. Fulltrúunum hugnast vel sú lausn að Hjallastefnunni verði úthlutað lóð að Leynimýri til uppbyggingar á framtíðar skólahúsnæði í samstarfi við einkaaðila, en þó með stuðningi borgarinnar. Leggja fulltrúarnir ríka lausn á að málið verði klárað án tafar í góðu samstarfi við forsvarsfólk Hjallastefnunnar,“ segir í bókuninni. Neyðarfundur með foreldrum Fjallað var um það í síðustu viku að skólinn boðaði til neyðarfundar og hvatti foreldra leikskólabarna til að sækja um fyrir börn sín í leikskólum borgarinnar og foreldra grunnskólana til að færa börn sín i grunnskóla borgarinnar því ekki væri tryggt húsnæði fyrir næsta skólaár. Alma Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra skólans, sagði í svari til fréttastofu fyrir helgi að borgin hefði sent skólanum formlega staðfestingu um stuðning við fjármögnun á auknu, tímabundnu húsnæði sem og að tryggja leið að varanlegri lausn hið fyrsta. Þá sagði hún það skýran vilja beggja aðila að skólastarf verði tryggt. Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs borgarinnar, sagði í viðtali fyrir helgi nokkrar staðsetningar til skoðunar. Hildur segir áríðandi að sett verði fram framtíðarlausn fyrir skólann, ekki bara tímabundin lausn. „Í þeim efnum eru nokkrar sviðsmyndir en að mínu mati væri langskynsamlegast að úthluta Hjallastefnunni lóðinni að Leynimýri, við Öskjuhlíðina, þar sem hægt væri að byggja upp skólahúsnæði fyrir bæði leik- og grunnskólastarfið. Einkaaðilar kæmu þá að uppbyggingunni en borgin myndi veita húsnæðisstuðning,“ segir Hildur. Það sé sömuleiðis lausn sem skólanum hugnist vel. Við Engjateig er að finna tón- og listdansskóla, sendiráð Bandaríkjanna, veitingastaði og verslanir. Stutt er í Laugardalinn. Google Maps Hún segist óttast að þó svo að skólanum verði komið fyrir í Engjateig muni svo aftur koma upp sama staða eftir fimm ár þegar skólinn þarf svo að fara þaðan. „Að þessari tímabundnu lausn verði riggað upp að Engjateig, með fimm ára leigusamning, og svo bara spái enginn í framhaldið. Áður en við vitum af er skólastarfið aftur komið í öngstræti. Þetta er orðin svo löng sorgarsaga og málin alltaf leyst með tímabundnum plástrum en skortir allt þor til að taka af skarið um framtíðarlausnina. Við höfum áður séð borgina bregðast við húsnæðisvanda Hjallastefnunnar með bráðabirgðalausnum og síðan ekki söguna meir. Þess vegna erum við stödd í þessum vanda núna,“ segir Hildur. Það sé áríðandi að langtímalausn sé tryggð. „Ég legg mjög áherslu á að þessar ákvarðanir verði teknar fljótt og hratt. Það tekur tíma að byggja nýtt skólahúsnæði leita fjárfesta sem geta tekið þátt í þessu með Hjallastefnunni.“ Húsnæðið við Engjateig 3 hýsti áður Hugverkastofuna. Vísir/RAX Grunnskólinn við Engjateig Hildur segir það enn til skoðunar hvernig starfseminni verður skipt niður. Líklegt sé að starfsemi leikskólans verði áfram í Skógarhlíð en starfsemi skólans verði flutt í Engjateig. „Það er útfærsluatriði og það á eftir að leysa úr því.“ „Það þarf að bregðast við þessari stöðu hratt. Það er óviðunandi og óþægilegt fyrir foreldra að vera í þessari óvissu. Þetta er mikilvæg starfsemi í borginni. Borgin getur sannarlega ekki tekið við þessum 200 leikskólabörnum sem eru í Hjallastefnunni og því er brýt að það verði leyst úr þessu hratt og örugglega.“
Reykjavík Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Kennarar og foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík voru í gær kölluð á neyðarfund vegna mögulegrar fyrirhugaðrar lokunar skólans. Á meðan fundi stóð hafði fulltrúi frá borginni samband og sagði meirihlutann hafa fundað um málið. Foreldrar og kennarar vilja varanlegt húsnæði. Skólinn sé alveg sprunginn eins og hann er. 28. febrúar 2025 08:54 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Kennarar og foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík voru í gær kölluð á neyðarfund vegna mögulegrar fyrirhugaðrar lokunar skólans. Á meðan fundi stóð hafði fulltrúi frá borginni samband og sagði meirihlutann hafa fundað um málið. Foreldrar og kennarar vilja varanlegt húsnæði. Skólinn sé alveg sprunginn eins og hann er. 28. febrúar 2025 08:54