Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar 6. mars 2025 09:33 Hvað kemur í hugann þegar þú heyrir talað um sálfélagslegt öryggi? Það getur verið gott að horfa þar til afstöðu okkar og viðhorfa áður en við höldum lengra en ég vona að lesturinn muni vekja þig til umhugsunar um andlega líðan og öryggi starfsfólks á þínum vinnustað. Byrjaðu á því að spyrja þig að þessum lykilspurningum: Er unnið eftir skýrum starfslýsingum á þínum vinnustað? Er til skýr viðbragðsáætlun við einelti, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og ofbeldi (EKKO) á þínum vinnustað? Þykir það sjálfsagt að starfsfólk leiti í stuðning ef það þarf á því að halda? Er almenn vitneskja um einkenni streitu, kvíða og þunglyndis og er vinnustaðurinn meðvitaður um forvarnir gagnvart þessum þáttum? Ganga stjórnendur í takt varðandi ábyrgðardreifingu og skýr fyrirmæli? Sýna stjórnendur gott fordæmi í samskiptum og þegar kemur að vinnulagi? Þetta er sannarlega ekki tæmandi listi en ef einhverjum af þessum atriðum er ábótavant þá liggja fyrir spennandi sóknartækifæri. Sálfélagslegt öryggi skapast þegar starfsfólk upplifir að það geti verið opið og heiðarlegt án ótta við afleiðingar, ímynd eða stöðu sína á vinnustaðnum. Það að tryggja sálfélagslegt öryggi á vinnustað getur bæði verið kostnaðarsamt og tímafrekt. En þá er vert að hafa í huga að kostnaðurinn sem hlýst af uppbyggingu á sálfélagslegu öryggi er mun minni en þegar vinnustaðir þurfa að fara í viðgerðarferli þegar áhættuþættir gera vart við sig. Það er nefnilega ekki hægt að tryggja öryggi og vellíðan eftir á. Sálfélagslegt öryggi er lykilþáttur í því að byggja upp heilbrigt, árangursríkt og sjálfbært vinnuumhverfi. Þegar starfsfólk upplifir öryggi, virðingu og sanngjarnt viðmót á vinnustað, hefur það jákvæð áhrif á bæði starfsfólkið og vinnustaðinn. Rannsóknir sýna að vinnustaðir sem leggja áherslu á heilbrigðan starfsanda og öflugar forvarnir gegn einelti, áreitni og streitu sjá minni starfsmannaveltu, færri veikindafjarvistir og aukna framleiðni. Starfsánægja eykst og samskipti verða betri sem eykur líkur á jákvæðum áhrifum á alla þætti starfseminnar. Á móti kemur þá sýna rannsóknir að streita, samskiptavandi og vanlíðan á vinnustað getur haft verulegan kostnað í för með sér vegna skertrar starfsgetu, tíðari mistaka, lakari frammistöðu starfsfólks og jafnvel veikindaleyfa. Með því að fjárfesta í sálfélagslegu öryggi og virkja þannig eftirlitskerfi aukast líkur á að koma auga á falinn kostnað sem fylgir langvinnri streitu, starfsmannaveltu, lögfræðilegum deilum og starfsóánægju. Heilbrigt og jákvætt vinnuumhverfi eykur tryggð starfsfólks, sem skilar sér í minni þjálfunarkostnaði og meiri skilvirkni. Að hlúa að öryggi er því ekki eingöngu siðferðilega rétt, það er líka arðbær fjárfesting. En hver er ávinningurinn? Minni starfsmannavelta og veikindafjarvistir Streita og vanlíðan á vinnustað eru algengar ástæður fyrir veikindaleyfum og uppsögnum. Öruggt starfsumhverfi eykur starfsánægju, sem dregur úr brotthvarfi og sparar kostnað við nýráðningar og þjálfun. Aukinn árangur og framleiðni Þegar starfsfólk finnur fyrir trausti og öryggi er það líklegra til að leggja sig fram og skila betri vinnu. Minni áhyggjur af samskiptum og árekstrum þýðir að starfsfólk getur einbeitt sér betur að verkefnum sínum og afköstin aukast. Betri samskipti og góð vinnustaðamenning Öryggi í samskiptum stuðlar að opinskárri og heiðarlegri umræðu. Þegar fólk þorir að tjá sig án ótta við neikvæðar afleiðingar skapast lausnamiðað vinnuumhverfi. Minni streita og minni líkur á kulnun Að vinna í umhverfi þar sem stjórnendur láta sig hugarfar, tilfinningar og samskipti varða, má draga úr líkum á skaðlegri streitu og mögulegri kulnun. Það að skapa jafnvægi milli vinnu og einkalífs, skilar sér í ánægðara og heilbrigðara starfsfólki. Skýrari ábyrgð og meira traust Þegar starfsfólk veit að á það er hlustað og að markvisst er unnið gegn neikvæðum samskiptum eykst traust gagnvart stjórnendum og vinnustaðnum. Skýrir verkferlar og ábyrgðarsvið draga úr óvissu og lágmarka árekstra. Fjárhagslegur ávinningur Minni starfsmannavelta, færri veikindaleyfi og aukin framleiðni spara fyrirtækjum háar upphæðir. Fyrirtæki með sterka vinnustaðamenningu eiga auðveldara með að laða að og halda í hæfileikaríkt starfsfólk. Eftir þessa yfirferð þá kann að hljóma flókið og yfirgripsmikið verkefni að tryggja sálfélagslegt öryggi á vinnustað. Og raunin er að vissulega getur það verið það. Innan sálfélagslegra þátta eru mjög margar breytur sem erfitt getur verið að hafa stjórn á, hugsanir, hegðun og tilfinningar sem og ýmsar ytri breytur. En hugsanlega liggur svarið þar. Ef við þekkjum ytri breytur í starfsumhverfi erum við betur í stakk búin til að tryggja öryggi starfsfólks með réttum inngripum. Þekkingin kemur til með markvissum greiningum þar sem áhættuþættir sem kunna að leynast á vinnustaðnum eru metnir. Með þekkingu á ytri breytum, eða áhættuþáttum, verða inngrip markvissari og hægt er að mæta fólki og styðja það til vellíðunar. Það er því mikilvægt að efla sálfélagslegt öryggi með greiningum, til dæmis í formi áhættumats sem er til þess fallið að meta stöðu og bæta sálfélagslega þætti í vinnuumhverfinu. Áhættumat felur í sér ítarlega greiningu á samskiptum, stjórnun, vinnuskipulagi og öðrum þáttum sem hafa áhrif á andlega og félagslega líðan starfsfólks. Með því að kortleggja þessa þætti er ljósi varpað á mögulegar hættur og lausnir skoðaðar sem stuðla að betri vinnustaðamenningu. Þetta ferli er ekki aðeins nauðsynlegt til að uppfylla lagalegar kröfur, heldur einnig til að skapa umhverfi þar sem starfsfólki líður vel. Þegar starfsfólk upplifir sálfélagslegt öryggi á vinnustað og hefur þekkingu á sínum þörfum, þá hafi það jákvæð áhrif á árangur vinnustaðar og áhugahvöt og hamingju starfsfólks. Með okkar sérsniðna áhættumati og ráðgjöf hjálpum við fyrirtækjum að ná þessum markmiðum og tryggja sálfélagslegt öryggi á vinnustað. Það er lykillinn að langtímaárangri í nútíma vinnuumhverfi. Eru þitt fyrirtæki tilbúið að taka næsta skref í átt að betri og öruggari vinnustað? Höfundur er sálfræðingur hjá Auðnast. Heimildir: Verkuil, B., Atasayi, S., & Molendijk, M. L. (2015). Workplace bullying and mental health: A meta-analysis on cross-sectional and longitudinal data. PLOS ONE, 10(8), e0135225. https://doi.org/10.1371/journal.pone.0135225 Chen, B., Wang, L., & Li, B. (2022). Work stress, mental health, and employee performance. Frontiers in Psychology, 13, 1006580. https://doi.org/10.3389/fpsyg.2022.1006580 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað kemur í hugann þegar þú heyrir talað um sálfélagslegt öryggi? Það getur verið gott að horfa þar til afstöðu okkar og viðhorfa áður en við höldum lengra en ég vona að lesturinn muni vekja þig til umhugsunar um andlega líðan og öryggi starfsfólks á þínum vinnustað. Byrjaðu á því að spyrja þig að þessum lykilspurningum: Er unnið eftir skýrum starfslýsingum á þínum vinnustað? Er til skýr viðbragðsáætlun við einelti, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og ofbeldi (EKKO) á þínum vinnustað? Þykir það sjálfsagt að starfsfólk leiti í stuðning ef það þarf á því að halda? Er almenn vitneskja um einkenni streitu, kvíða og þunglyndis og er vinnustaðurinn meðvitaður um forvarnir gagnvart þessum þáttum? Ganga stjórnendur í takt varðandi ábyrgðardreifingu og skýr fyrirmæli? Sýna stjórnendur gott fordæmi í samskiptum og þegar kemur að vinnulagi? Þetta er sannarlega ekki tæmandi listi en ef einhverjum af þessum atriðum er ábótavant þá liggja fyrir spennandi sóknartækifæri. Sálfélagslegt öryggi skapast þegar starfsfólk upplifir að það geti verið opið og heiðarlegt án ótta við afleiðingar, ímynd eða stöðu sína á vinnustaðnum. Það að tryggja sálfélagslegt öryggi á vinnustað getur bæði verið kostnaðarsamt og tímafrekt. En þá er vert að hafa í huga að kostnaðurinn sem hlýst af uppbyggingu á sálfélagslegu öryggi er mun minni en þegar vinnustaðir þurfa að fara í viðgerðarferli þegar áhættuþættir gera vart við sig. Það er nefnilega ekki hægt að tryggja öryggi og vellíðan eftir á. Sálfélagslegt öryggi er lykilþáttur í því að byggja upp heilbrigt, árangursríkt og sjálfbært vinnuumhverfi. Þegar starfsfólk upplifir öryggi, virðingu og sanngjarnt viðmót á vinnustað, hefur það jákvæð áhrif á bæði starfsfólkið og vinnustaðinn. Rannsóknir sýna að vinnustaðir sem leggja áherslu á heilbrigðan starfsanda og öflugar forvarnir gegn einelti, áreitni og streitu sjá minni starfsmannaveltu, færri veikindafjarvistir og aukna framleiðni. Starfsánægja eykst og samskipti verða betri sem eykur líkur á jákvæðum áhrifum á alla þætti starfseminnar. Á móti kemur þá sýna rannsóknir að streita, samskiptavandi og vanlíðan á vinnustað getur haft verulegan kostnað í för með sér vegna skertrar starfsgetu, tíðari mistaka, lakari frammistöðu starfsfólks og jafnvel veikindaleyfa. Með því að fjárfesta í sálfélagslegu öryggi og virkja þannig eftirlitskerfi aukast líkur á að koma auga á falinn kostnað sem fylgir langvinnri streitu, starfsmannaveltu, lögfræðilegum deilum og starfsóánægju. Heilbrigt og jákvætt vinnuumhverfi eykur tryggð starfsfólks, sem skilar sér í minni þjálfunarkostnaði og meiri skilvirkni. Að hlúa að öryggi er því ekki eingöngu siðferðilega rétt, það er líka arðbær fjárfesting. En hver er ávinningurinn? Minni starfsmannavelta og veikindafjarvistir Streita og vanlíðan á vinnustað eru algengar ástæður fyrir veikindaleyfum og uppsögnum. Öruggt starfsumhverfi eykur starfsánægju, sem dregur úr brotthvarfi og sparar kostnað við nýráðningar og þjálfun. Aukinn árangur og framleiðni Þegar starfsfólk finnur fyrir trausti og öryggi er það líklegra til að leggja sig fram og skila betri vinnu. Minni áhyggjur af samskiptum og árekstrum þýðir að starfsfólk getur einbeitt sér betur að verkefnum sínum og afköstin aukast. Betri samskipti og góð vinnustaðamenning Öryggi í samskiptum stuðlar að opinskárri og heiðarlegri umræðu. Þegar fólk þorir að tjá sig án ótta við neikvæðar afleiðingar skapast lausnamiðað vinnuumhverfi. Minni streita og minni líkur á kulnun Að vinna í umhverfi þar sem stjórnendur láta sig hugarfar, tilfinningar og samskipti varða, má draga úr líkum á skaðlegri streitu og mögulegri kulnun. Það að skapa jafnvægi milli vinnu og einkalífs, skilar sér í ánægðara og heilbrigðara starfsfólki. Skýrari ábyrgð og meira traust Þegar starfsfólk veit að á það er hlustað og að markvisst er unnið gegn neikvæðum samskiptum eykst traust gagnvart stjórnendum og vinnustaðnum. Skýrir verkferlar og ábyrgðarsvið draga úr óvissu og lágmarka árekstra. Fjárhagslegur ávinningur Minni starfsmannavelta, færri veikindaleyfi og aukin framleiðni spara fyrirtækjum háar upphæðir. Fyrirtæki með sterka vinnustaðamenningu eiga auðveldara með að laða að og halda í hæfileikaríkt starfsfólk. Eftir þessa yfirferð þá kann að hljóma flókið og yfirgripsmikið verkefni að tryggja sálfélagslegt öryggi á vinnustað. Og raunin er að vissulega getur það verið það. Innan sálfélagslegra þátta eru mjög margar breytur sem erfitt getur verið að hafa stjórn á, hugsanir, hegðun og tilfinningar sem og ýmsar ytri breytur. En hugsanlega liggur svarið þar. Ef við þekkjum ytri breytur í starfsumhverfi erum við betur í stakk búin til að tryggja öryggi starfsfólks með réttum inngripum. Þekkingin kemur til með markvissum greiningum þar sem áhættuþættir sem kunna að leynast á vinnustaðnum eru metnir. Með þekkingu á ytri breytum, eða áhættuþáttum, verða inngrip markvissari og hægt er að mæta fólki og styðja það til vellíðunar. Það er því mikilvægt að efla sálfélagslegt öryggi með greiningum, til dæmis í formi áhættumats sem er til þess fallið að meta stöðu og bæta sálfélagslega þætti í vinnuumhverfinu. Áhættumat felur í sér ítarlega greiningu á samskiptum, stjórnun, vinnuskipulagi og öðrum þáttum sem hafa áhrif á andlega og félagslega líðan starfsfólks. Með því að kortleggja þessa þætti er ljósi varpað á mögulegar hættur og lausnir skoðaðar sem stuðla að betri vinnustaðamenningu. Þetta ferli er ekki aðeins nauðsynlegt til að uppfylla lagalegar kröfur, heldur einnig til að skapa umhverfi þar sem starfsfólki líður vel. Þegar starfsfólk upplifir sálfélagslegt öryggi á vinnustað og hefur þekkingu á sínum þörfum, þá hafi það jákvæð áhrif á árangur vinnustaðar og áhugahvöt og hamingju starfsfólks. Með okkar sérsniðna áhættumati og ráðgjöf hjálpum við fyrirtækjum að ná þessum markmiðum og tryggja sálfélagslegt öryggi á vinnustað. Það er lykillinn að langtímaárangri í nútíma vinnuumhverfi. Eru þitt fyrirtæki tilbúið að taka næsta skref í átt að betri og öruggari vinnustað? Höfundur er sálfræðingur hjá Auðnast. Heimildir: Verkuil, B., Atasayi, S., & Molendijk, M. L. (2015). Workplace bullying and mental health: A meta-analysis on cross-sectional and longitudinal data. PLOS ONE, 10(8), e0135225. https://doi.org/10.1371/journal.pone.0135225 Chen, B., Wang, L., & Li, B. (2022). Work stress, mental health, and employee performance. Frontiers in Psychology, 13, 1006580. https://doi.org/10.3389/fpsyg.2022.1006580
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar