„Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. mars 2025 17:26 Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, segir uppsagnirnar mikið reiðarslag fyrir samfélag Húnabyggðar. Það verði áskorun að finna atvinnutækifæri fyrir þá sem misstu vinnuna. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Húnabyggðar segir uppsögn Kjarnafæðis Norðlenska á 23 starfsmönnum í starfsstöð sinni á Blönduósi vera reiðarslag fyrir samfélagið. Sveitarfélagið ætlar sér að reyna að finna lausnir til að hjálpa þeim sem misstu vinnuna. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Húnabyggðar sem birtist síðdegis og er bæði á íslensku og pólsku. „Eins og öllum er kunnugt hefur Kjarnafæði Norðlenska ákveðið að segja upp 23 starfsmönnum í starfsstöð sinni á Blönduósi og um leið var tilkynnt að í haust verði ekki slátrað fé í sláturhúsinu á Blönduósi,“ segir í tilkynningunni en greint var frá fréttunum á mánudag. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, sagði uppsagnirnar hluta af hagræðingaraðgerðum fyrirtækisins vegna þungs reksturs félagsins í fyrra. Áætlað sé að færa þá starfsemi sem hefur verið utan sláturtíðar í starfsstöð SAH á Blönduósi til annarra starfsstöðva fyrirtækisins. Starfsemin samofin sögu samfélagsins „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag, starfsemin hér, ekki síst undir merkjum SAH sem hefur spilað lykilhlutverk í atvinnulífi svæðisins í áratugi,“ segir í tilkynningu sveitarstjórnarinnar. Sölufélag Austur Húnvetninga byggði fyrsta sláturhús félagsins á Blönduósi árið 1908 og hefur síðan þá verið samfelld starfsemi á Blönduósi. Sölufélagið og Kjarnafæði stofnuðu SAH Afurðir ehf. þann 1. janúar 2006 og hefur það séð um rekstur sláturhússins síðan. Saga sláturhúss SAH Afurða sé því samofin sögu þéttbýlisins og dreifbýlisins að sögn sveitarstjórnarinnar og því hluti af menningarsögulegum arfi Austur Húnvetninga. „Við munum leggja okkur fram við að tala við þetta fólk og stjórnendur Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi með það að markmiði að skilja stöðu þeirra og sjá hvort að sveitarfélagið geti á einhvern hátt hjálpað til,“ segir einnig í tilkynningunni. Víðfeðm ruðningsáhrif uppsagnanna Ruðningsáhrif uppsagnanna séu víðfeðm. Ýmiss konar þjónusta við fyrirtækið, svo sem störf bílstjóra og þjónusta við tímabundna starfsmenn, verði fyrir áhrifum. „Þá eru það allir þeir bændur sem leggja afurðir sínar inn á afurðastöðina, en mikil ánægja hefur ríkt hjá þeim með þá þjónustu sem þeir hafa fengið, stutt er að fara og boðleiðir sömuleiðis stuttar,“ segir í tilkynningunni. Sláturhúsið er greinilega komið til ára sinna ef eitthvað er að marka myndir af Já.is. Sveitarfélagið segist ekki vera beinn aðili að uppsögnunum og komi með engum hætti að starfsemi Kjarnafæði Norðlenska. „En ábyrgð okkar snýr að íbúum okkar og þeirra vellíðan og ef það er eitthvað sem við getum gert þá munum reyna hvað við getum til að finna lausnir og aðferðir til að hjálpa því fólki sem misst hefur vinnuna,“ segir í tilkynningunni. Þess ber að geta að samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. janúar 2024 búa 1.263 í Húnabyggð. Þeir 23 sem misstu vinnuna í uppsögnunum eru því um 1,8 prósent af íbúafjölda sveitarfélagsins. Húnabyggð Matvælaframleiðsla Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Húnabyggðar sem birtist síðdegis og er bæði á íslensku og pólsku. „Eins og öllum er kunnugt hefur Kjarnafæði Norðlenska ákveðið að segja upp 23 starfsmönnum í starfsstöð sinni á Blönduósi og um leið var tilkynnt að í haust verði ekki slátrað fé í sláturhúsinu á Blönduósi,“ segir í tilkynningunni en greint var frá fréttunum á mánudag. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, sagði uppsagnirnar hluta af hagræðingaraðgerðum fyrirtækisins vegna þungs reksturs félagsins í fyrra. Áætlað sé að færa þá starfsemi sem hefur verið utan sláturtíðar í starfsstöð SAH á Blönduósi til annarra starfsstöðva fyrirtækisins. Starfsemin samofin sögu samfélagsins „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag, starfsemin hér, ekki síst undir merkjum SAH sem hefur spilað lykilhlutverk í atvinnulífi svæðisins í áratugi,“ segir í tilkynningu sveitarstjórnarinnar. Sölufélag Austur Húnvetninga byggði fyrsta sláturhús félagsins á Blönduósi árið 1908 og hefur síðan þá verið samfelld starfsemi á Blönduósi. Sölufélagið og Kjarnafæði stofnuðu SAH Afurðir ehf. þann 1. janúar 2006 og hefur það séð um rekstur sláturhússins síðan. Saga sláturhúss SAH Afurða sé því samofin sögu þéttbýlisins og dreifbýlisins að sögn sveitarstjórnarinnar og því hluti af menningarsögulegum arfi Austur Húnvetninga. „Við munum leggja okkur fram við að tala við þetta fólk og stjórnendur Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi með það að markmiði að skilja stöðu þeirra og sjá hvort að sveitarfélagið geti á einhvern hátt hjálpað til,“ segir einnig í tilkynningunni. Víðfeðm ruðningsáhrif uppsagnanna Ruðningsáhrif uppsagnanna séu víðfeðm. Ýmiss konar þjónusta við fyrirtækið, svo sem störf bílstjóra og þjónusta við tímabundna starfsmenn, verði fyrir áhrifum. „Þá eru það allir þeir bændur sem leggja afurðir sínar inn á afurðastöðina, en mikil ánægja hefur ríkt hjá þeim með þá þjónustu sem þeir hafa fengið, stutt er að fara og boðleiðir sömuleiðis stuttar,“ segir í tilkynningunni. Sláturhúsið er greinilega komið til ára sinna ef eitthvað er að marka myndir af Já.is. Sveitarfélagið segist ekki vera beinn aðili að uppsögnunum og komi með engum hætti að starfsemi Kjarnafæði Norðlenska. „En ábyrgð okkar snýr að íbúum okkar og þeirra vellíðan og ef það er eitthvað sem við getum gert þá munum reyna hvað við getum til að finna lausnir og aðferðir til að hjálpa því fólki sem misst hefur vinnuna,“ segir í tilkynningunni. Þess ber að geta að samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. janúar 2024 búa 1.263 í Húnabyggð. Þeir 23 sem misstu vinnuna í uppsögnunum eru því um 1,8 prósent af íbúafjölda sveitarfélagsins.
Húnabyggð Matvælaframleiðsla Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira