Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2025 23:33 Það hefur verið erfitt að vera stuðningmaður Manchester United síðustu mánuði. Getty/James Baylis Einn stærsti stuðningsmannaklúbbur Manchester United vill senda skýr skilaboð til eiganda félagsins á næsta heimaleik liðsins sem verður á móti Arsenal á Old Trafford. Stuðningsmannaklúbburinn „The 1958“ sendi frá sér yfirlýsingu í dag um að það yrði skipulögð hópganga fyrir leik en um leið að allir stuðningsmenn United ættu að sameinast í því að mæta í svörtu á leikinn. Það eru eiginlega bara slæmar fréttir af Manchester United þessa dagana. Félagið að skera niður á öllum stöðum, segja upp fólki og minnka fríðindi annarra. Þá gengur auðvitað ekkert inn á vellinum og það stefnir í versta tímabilið í sögu þess í ensku úrvalsdeildinni. Ruben Amorim tók við liðinu af Erik ten Hag í október en vont hefur bara orðið verra undir hans stjórn. Það kostaði 14,5 milljónir punda að reka Ten Hag eða meira en tvo og hálfan milljarð. United er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og féll úr enska bikarnum um síðustu helgi. „Félagið er hægt og rólega að deyja fyrir framan augu okkar, bæði innan sem utan vallar. Sökin skrifast algjörlega á núverandi eigandafyrikomulag,“ sagði Steve Crompton frá The 1958 í yfirlýsingu sem ESPN fjallaði um. „Það blasir við fjárhagslegt harmagedón hjá félaginu. Skuldir eru leiðin til glötunar. Sir Matt Busby myndi snúa sér í gröfinni yfir núverandi stjórnarháttum hjá stórkostlegasta fótboltafélagi heims. Það er verið að knésetja þetta félag og það er að verða að aðhlátursefni,“ sagði Crompton. „Félagið er á leiðinni afturábak og það er líklegt að þetta eigi bara eftir að verða verra. Við hverjum stuðningsmenn til að standa upp, sameinast og hittast klukkan þrjú á sunnudaginn þegar við ætlum að ganga saman og mótmæla Glazer bræðrum og meðvitaðri árás félagsins á menningu stuðningsfólks félagsins,“ sagði Crompton. United supporters urged to wear black against Arsenal ‘to symbolise how the club is slowly dying’ #mufc pic.twitter.com/YgZwDUYf4Y— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) March 4, 2025 Enski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Stuðningsmannaklúbburinn „The 1958“ sendi frá sér yfirlýsingu í dag um að það yrði skipulögð hópganga fyrir leik en um leið að allir stuðningsmenn United ættu að sameinast í því að mæta í svörtu á leikinn. Það eru eiginlega bara slæmar fréttir af Manchester United þessa dagana. Félagið að skera niður á öllum stöðum, segja upp fólki og minnka fríðindi annarra. Þá gengur auðvitað ekkert inn á vellinum og það stefnir í versta tímabilið í sögu þess í ensku úrvalsdeildinni. Ruben Amorim tók við liðinu af Erik ten Hag í október en vont hefur bara orðið verra undir hans stjórn. Það kostaði 14,5 milljónir punda að reka Ten Hag eða meira en tvo og hálfan milljarð. United er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og féll úr enska bikarnum um síðustu helgi. „Félagið er hægt og rólega að deyja fyrir framan augu okkar, bæði innan sem utan vallar. Sökin skrifast algjörlega á núverandi eigandafyrikomulag,“ sagði Steve Crompton frá The 1958 í yfirlýsingu sem ESPN fjallaði um. „Það blasir við fjárhagslegt harmagedón hjá félaginu. Skuldir eru leiðin til glötunar. Sir Matt Busby myndi snúa sér í gröfinni yfir núverandi stjórnarháttum hjá stórkostlegasta fótboltafélagi heims. Það er verið að knésetja þetta félag og það er að verða að aðhlátursefni,“ sagði Crompton. „Félagið er á leiðinni afturábak og það er líklegt að þetta eigi bara eftir að verða verra. Við hverjum stuðningsmenn til að standa upp, sameinast og hittast klukkan þrjú á sunnudaginn þegar við ætlum að ganga saman og mótmæla Glazer bræðrum og meðvitaðri árás félagsins á menningu stuðningsfólks félagsins,“ sagði Crompton. United supporters urged to wear black against Arsenal ‘to symbolise how the club is slowly dying’ #mufc pic.twitter.com/YgZwDUYf4Y— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) March 4, 2025
Enski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira