Sport

Hafnaði risasamningi Risanna og verður á­fram Hrútur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
 Matthew Stafford ætlar að klára ferilinn í LA.
 Matthew Stafford ætlar að klára ferilinn í LA. vísir/getty

Eftir mikið japl, jaml og fuður síðustu misserin er orðið ljóst að leikstjórnandinn Matthew Stafford þarf ekki að flytja neitt.

Nokkur lið höfðu borið víurnar í þennan reynda og öfluga leikmann og lið hans, LA Rams, var svo sannarlega til í að hlusta á tilboð.

NY Giants var það lið sem komst næst því að hreppa hinn 37 ára gamla Stafford. Það var til í að greiða það sem Rams vildi og þess utan bauð mun betri samning en Stafford er með hjá Hrútunum.

Risasamningur Risanna var þó ekki nóg til þess að draga Stafford yfir á austurströndina. Hann ákvað frekar að skrifa undir nýjan samning við Rams. Mikill skellur fyrir Giants.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×