Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Jakob Bjarnar og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 4. mars 2025 13:40 Eftir afgerandi stuðningsyfirlýsingu við Úkraínu situr Þorgerður Katrín undir árásum á X, þar ganga glósurnar yfir hana: Rússneski herinn getur farið að pakka saman því sá íslenski er á leiðinni. vísir/vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist standa við yfirlýsingar sínar varðandi Úkraínu og hefur ekki í hyggju að rifa seglin. Þorgerður Katrín er óvænt orðin ein helsta stjarnan á X eftir að hún skrifaði, í kjölfar frægs fundar Donald Trump Bandaríkjaforseta og Volodymyrs Zelenskyy forseta Úkraínu það að Ísland stæði með Úkraínu. „Þið eruð ekki ein. Af öllu hjarta styður Ísland Úkraínu í leit þeirra að friði og réttlæti gegn ólögmætri árás Rússa.“ Þorgerður Katrín er ekki blámerkt á X, en þannig merkir Elon Musk eigandi miðilsins þá sem hafa keypt sér sérstaka dreifingu á samfélagsmiðlinum. Síðast var Þorgerður Katrín með 17 læk en nú bregður svo við að hún er 63 þúsund læk, tæplega fjögur þúsund svör og 6.700 manns hafa dreift færslunni. Rússneski herinn búinn – íslenski herinn er á leiðinni Og ekki eru svörin jákvæð heldur fyrst og síðast háðsk. „Oh, no,“ segir Michael Brasher. „Örlög rússneska hersins eru ráðin. Íslenski herinn er á leið til bjargar.“ Og þannig gengur dælan og er reyndar ótrúlegt að lesa sumar athugasemdirnar. Iceland stands with Ukraine. You are not alone. We wholeheartedly support Ukraine in their quest for just and lasting peace against the unprovoked and unlawful Russian aggression.— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 28, 2025 Fréttamaður fréttastofu spurði Þorgerði Katrínu út í málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, út í þessi neikvæðu viðbrögð. Er þetta til marks um að erfitt geti reynst fyrir Ísland að vera með svona yfirlýsingar? „Nei, síður en svo. Ég held að það skipti miklu máli að Ísland standi við og standi með þeim gildum sem við höfum staðið með í gegnum tíðina.“ Verið að reyna að hræða úr okkur líftóruna Þorgerður Katrín sagði sem dæmi að Ísland hefði ekki gefið út yfirlýsingar á borð við viðurkenningu á sjálfstæði Eistrasaltsríkjanna og Krótatíu, en við vorum fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði þeirra, ef samfélagsmiðlar hefðu ráðið för. „Það er verið að reyna að hræða úr okkur líftóruna. Nei, það sem við höfum, eitt af því er röddin okkar.“ Þorgerður Katrín lýsti því jafnframt yfir að henni hafi þótt vænt um að Ísland væri í þeim hópi ríkja sem Úkraína dró sérstaklega fram þegar nefnt var að yfirlýsingin hefði skipt miklu máli. „Við vitum það að það eru nettröll og ég hef verið vöruð við því á fundum með hinum og þessum á síðustu vikum, að við megum búast við því að fókusinn fari meira á okkur þegar við erum að taka svona eindregna afstöðu með Úkraínu. Líka í öðrum alþjóðlegum málum sem lönd hafa skoðanir á en við erum ekkert að láta nein nettröll hrekja okkur af leið. Fyrst og síðast stöndum við með lýðræðinu, mannréttindum og friði.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfélagsmiðlar Úkraína Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stöðva vopnasendingar til Úkraínu hefur vakið hörð viðbrögð í Evrópu. Ákvörðun var tekin án nokkurs samráðs. 4. mars 2025 10:52 „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. 2. mars 2025 20:07 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Þorgerður Katrín er óvænt orðin ein helsta stjarnan á X eftir að hún skrifaði, í kjölfar frægs fundar Donald Trump Bandaríkjaforseta og Volodymyrs Zelenskyy forseta Úkraínu það að Ísland stæði með Úkraínu. „Þið eruð ekki ein. Af öllu hjarta styður Ísland Úkraínu í leit þeirra að friði og réttlæti gegn ólögmætri árás Rússa.“ Þorgerður Katrín er ekki blámerkt á X, en þannig merkir Elon Musk eigandi miðilsins þá sem hafa keypt sér sérstaka dreifingu á samfélagsmiðlinum. Síðast var Þorgerður Katrín með 17 læk en nú bregður svo við að hún er 63 þúsund læk, tæplega fjögur þúsund svör og 6.700 manns hafa dreift færslunni. Rússneski herinn búinn – íslenski herinn er á leiðinni Og ekki eru svörin jákvæð heldur fyrst og síðast háðsk. „Oh, no,“ segir Michael Brasher. „Örlög rússneska hersins eru ráðin. Íslenski herinn er á leið til bjargar.“ Og þannig gengur dælan og er reyndar ótrúlegt að lesa sumar athugasemdirnar. Iceland stands with Ukraine. You are not alone. We wholeheartedly support Ukraine in their quest for just and lasting peace against the unprovoked and unlawful Russian aggression.— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 28, 2025 Fréttamaður fréttastofu spurði Þorgerði Katrínu út í málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, út í þessi neikvæðu viðbrögð. Er þetta til marks um að erfitt geti reynst fyrir Ísland að vera með svona yfirlýsingar? „Nei, síður en svo. Ég held að það skipti miklu máli að Ísland standi við og standi með þeim gildum sem við höfum staðið með í gegnum tíðina.“ Verið að reyna að hræða úr okkur líftóruna Þorgerður Katrín sagði sem dæmi að Ísland hefði ekki gefið út yfirlýsingar á borð við viðurkenningu á sjálfstæði Eistrasaltsríkjanna og Krótatíu, en við vorum fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði þeirra, ef samfélagsmiðlar hefðu ráðið för. „Það er verið að reyna að hræða úr okkur líftóruna. Nei, það sem við höfum, eitt af því er röddin okkar.“ Þorgerður Katrín lýsti því jafnframt yfir að henni hafi þótt vænt um að Ísland væri í þeim hópi ríkja sem Úkraína dró sérstaklega fram þegar nefnt var að yfirlýsingin hefði skipt miklu máli. „Við vitum það að það eru nettröll og ég hef verið vöruð við því á fundum með hinum og þessum á síðustu vikum, að við megum búast við því að fókusinn fari meira á okkur þegar við erum að taka svona eindregna afstöðu með Úkraínu. Líka í öðrum alþjóðlegum málum sem lönd hafa skoðanir á en við erum ekkert að láta nein nettröll hrekja okkur af leið. Fyrst og síðast stöndum við með lýðræðinu, mannréttindum og friði.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfélagsmiðlar Úkraína Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stöðva vopnasendingar til Úkraínu hefur vakið hörð viðbrögð í Evrópu. Ákvörðun var tekin án nokkurs samráðs. 4. mars 2025 10:52 „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. 2. mars 2025 20:07 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stöðva vopnasendingar til Úkraínu hefur vakið hörð viðbrögð í Evrópu. Ákvörðun var tekin án nokkurs samráðs. 4. mars 2025 10:52
„Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. 2. mars 2025 20:07
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels