Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. mars 2025 14:08 Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokki Íslands, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum, Heiða Björg Hilmisdóttir, Samfylkingunni, Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, og Helga Þórðardóttir, Flokki fólksins, fara fyrir borgarstjórnarmeirihlutanum. Vísir/Vilhelm Nýr meirihluti í borginni hefur sýnt á spilin með aðgerðaráætlun sem lögð var fram á borgarstjórnarfundi í dag. Samstarfsflokkarnir fimm í meirihluta, Samfylking, Píratar, Sósíalistaflokkur Íslands, Flokkur fólksins og Vinstri græn, lögðu fram sína fyrstu aðgerðaáætlun á borgarstjórnarfundi í dag. Samkvæmt tilkynningu frá oddvitum flokkanna fmm byggir áætlunin á samstarfsyfirlýsingu sem kynnt var á dögunum. „Flokkanir ganga samhentir til verks á sterkum félagslegum grunni og verður lífsgæðum borgarbúa forgangsraðað eins og sjá má í þessari fyrstu aðgerðaráætlun. Allar tillögunar í henni miða að því að styrkja grunnþjónustu enn frekar en um leið sýna ráðdeild og útsjónarsemi við rekstur Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningunni. Í áætluninni er að finna 25 tillögur sem allar koma til framkvæmda í lýðræðislega kjörnum ráðum og nefndum borgarinnar, þar sem endanleg útfærsla fær faglega umræðu og afgreiðslu, að því er fram kemur í tilkynningunni. Hér má nálgast beina útsendingu frá fundinum, sem hófst í hádeginu: Húsnæðisuppbygging, fjölgun leikskóla, ráðdeild og skilvirkni eru sögð meðal forgangsmála flokkanna. Í tilkynningunni segir: Við höfum hug á mæta aukinni húsnæðisþörf með fjölbreyttum lausnum bæði á kjörtímabilinu en líka leggja góðan grunn til framtíðar. Samtal við verkalýðshreyfinguna og ríkið um nýjar leiðir til uppbyggingar er hafið sem og leiðir til að hraða uppbyggingu almennt í borginni. Við munum leita allra leiða til að fjölga plássum í leikskólum og bæta starfsaðstæður í leik og grunnskólum í samstarfi við börn og fjölskyldur, starfsfólk og fræðasamfélagið. Við munum endurskoða og samþætta alla vinnu er varða forvarnir, samvinnu um þær og setja af stað sérstaka vinnu sem tengist ofbeldi gegn börnum og ungmennum. Við ætlum að efla beint og milliliðalaust samtal við íbúa um alla borg með nýjum og fjölbreyttum lýðræðislegum leiðum og fjölga borgaraþingum. Verið er að auka skilvirkni í stjórnsýslunni, þar sem tekið er utan um eignaumsýslu, fyrirkomulag innri og ytri upplýsingagjafar, innkaup og forgangsröðun fjárfestinga, þar með talið í stafrænum lausnum. Starfsfólk borgarinnar þekkir sitt starfsumhverfi best og því munum við leita til þeirra um hugmyndir að því hvernig við getum hagrætt fyrir auknum útgjöldum. Við munum einnig leita til borgarbúa og notenda þjónustunnar sem þekkja þjónustuna best. Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Píratar Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Samstarfsflokkarnir fimm í meirihluta, Samfylking, Píratar, Sósíalistaflokkur Íslands, Flokkur fólksins og Vinstri græn, lögðu fram sína fyrstu aðgerðaáætlun á borgarstjórnarfundi í dag. Samkvæmt tilkynningu frá oddvitum flokkanna fmm byggir áætlunin á samstarfsyfirlýsingu sem kynnt var á dögunum. „Flokkanir ganga samhentir til verks á sterkum félagslegum grunni og verður lífsgæðum borgarbúa forgangsraðað eins og sjá má í þessari fyrstu aðgerðaráætlun. Allar tillögunar í henni miða að því að styrkja grunnþjónustu enn frekar en um leið sýna ráðdeild og útsjónarsemi við rekstur Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningunni. Í áætluninni er að finna 25 tillögur sem allar koma til framkvæmda í lýðræðislega kjörnum ráðum og nefndum borgarinnar, þar sem endanleg útfærsla fær faglega umræðu og afgreiðslu, að því er fram kemur í tilkynningunni. Hér má nálgast beina útsendingu frá fundinum, sem hófst í hádeginu: Húsnæðisuppbygging, fjölgun leikskóla, ráðdeild og skilvirkni eru sögð meðal forgangsmála flokkanna. Í tilkynningunni segir: Við höfum hug á mæta aukinni húsnæðisþörf með fjölbreyttum lausnum bæði á kjörtímabilinu en líka leggja góðan grunn til framtíðar. Samtal við verkalýðshreyfinguna og ríkið um nýjar leiðir til uppbyggingar er hafið sem og leiðir til að hraða uppbyggingu almennt í borginni. Við munum leita allra leiða til að fjölga plássum í leikskólum og bæta starfsaðstæður í leik og grunnskólum í samstarfi við börn og fjölskyldur, starfsfólk og fræðasamfélagið. Við munum endurskoða og samþætta alla vinnu er varða forvarnir, samvinnu um þær og setja af stað sérstaka vinnu sem tengist ofbeldi gegn börnum og ungmennum. Við ætlum að efla beint og milliliðalaust samtal við íbúa um alla borg með nýjum og fjölbreyttum lýðræðislegum leiðum og fjölga borgaraþingum. Verið er að auka skilvirkni í stjórnsýslunni, þar sem tekið er utan um eignaumsýslu, fyrirkomulag innri og ytri upplýsingagjafar, innkaup og forgangsröðun fjárfestinga, þar með talið í stafrænum lausnum. Starfsfólk borgarinnar þekkir sitt starfsumhverfi best og því munum við leita til þeirra um hugmyndir að því hvernig við getum hagrætt fyrir auknum útgjöldum. Við munum einnig leita til borgarbúa og notenda þjónustunnar sem þekkja þjónustuna best.
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Píratar Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira