Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2025 13:33 Stuðningsmenn San Diego slógu ekki beint í gegn í fyrsta heimaleik í sögu félagsins. vísir/getty Nýjasta liðið í MLS-deildinni, San Diego FC, var að spila sinn fyrsta heimaleik í sögunni. Ekki varð úr sú gleðistund sem eigendur félagsins vonuðust eftir. Leikurinn endaði með leiðinlega markalausu jafntefli en það var framganga áhorfenda sem stal fyrirsögnunum eftir leik. Stór hluti áhorfenda notaði nefnilega niðrandi orð ítrekað allan leikinn. Orðið er þekkt í mexíkóska boltanum og hefur kostað mörg félög milljónir í sektir. Orðið þýðir karlhóra. Stuðningsmenn öskruðu orðið í hvert skipti sem markvörður andstæðinganna sparkaði boltanum frá marki sínu. „Það sem gekk á hér í kvöld endurspeglar ekki hvernig félag við erum og gildin sem við stöndum fyrir,“ sagði í yfirlýsingu frá félaginu. „Okkar boðskapur er að bera virðingu fyrir öllum og að fótbolti sé fyrir alla.“ Farið verður í þá erfiðu leit að finna sökudólgana. Þeir koma þó ekki úr herbúðum harðkjarna stuðningsmanna liðsins heldur voru þetta áhorfendur sem sátu í almennum sætum. Dugar ekki að sekta Vandamálið er aftur á móti áratugagamalt í Mexíkó. Endalausar sektir frá FIFA og átök á vegum knattspyrnusambands Mexíkó hafa engu skilað í þessari baráttu. Meðal annars hefur verið burgðist við vandamálinu með því að spila háværa tónlist á völlunum er áhorfendur láta í sér heyra. Knattspyrnuáhugamenn í Mexíkó segja of mikið gert úr þessu. „Fótboltaleikur er partí og fólk segir þetta bara í gríni. Svona hefur þetta verið í áratugi og mun örugglega aldrei breytast,“ sagði 38 ára gamall stuðningsmaður landsliðs Mexíkó eftir að orðið hafði verið notað í landsleik gegn Bandaríkjunum. Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Sjá meira
Leikurinn endaði með leiðinlega markalausu jafntefli en það var framganga áhorfenda sem stal fyrirsögnunum eftir leik. Stór hluti áhorfenda notaði nefnilega niðrandi orð ítrekað allan leikinn. Orðið er þekkt í mexíkóska boltanum og hefur kostað mörg félög milljónir í sektir. Orðið þýðir karlhóra. Stuðningsmenn öskruðu orðið í hvert skipti sem markvörður andstæðinganna sparkaði boltanum frá marki sínu. „Það sem gekk á hér í kvöld endurspeglar ekki hvernig félag við erum og gildin sem við stöndum fyrir,“ sagði í yfirlýsingu frá félaginu. „Okkar boðskapur er að bera virðingu fyrir öllum og að fótbolti sé fyrir alla.“ Farið verður í þá erfiðu leit að finna sökudólgana. Þeir koma þó ekki úr herbúðum harðkjarna stuðningsmanna liðsins heldur voru þetta áhorfendur sem sátu í almennum sætum. Dugar ekki að sekta Vandamálið er aftur á móti áratugagamalt í Mexíkó. Endalausar sektir frá FIFA og átök á vegum knattspyrnusambands Mexíkó hafa engu skilað í þessari baráttu. Meðal annars hefur verið burgðist við vandamálinu með því að spila háværa tónlist á völlunum er áhorfendur láta í sér heyra. Knattspyrnuáhugamenn í Mexíkó segja of mikið gert úr þessu. „Fótboltaleikur er partí og fólk segir þetta bara í gríni. Svona hefur þetta verið í áratugi og mun örugglega aldrei breytast,“ sagði 38 ára gamall stuðningsmaður landsliðs Mexíkó eftir að orðið hafði verið notað í landsleik gegn Bandaríkjunum.
Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Sjá meira