„Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Aron Guðmundsson skrifar 4. mars 2025 07:32 Ísak Steinsson fær tækifærið til þess að spreita sig með íslenska landsliðinu í komandi verkefni liðsins í undankeppni EM. Björgvin Páll situr eftir heima. Vísir/Samsett mynd Markvörðurinn Ísak Steinsson gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik í komandi verkefni íslenska karlalandsliðsins í handbolta í undankeppni EM. „Mjög efnilegur markvörður sem mér fannst við þurfa að sýna athygli,“ segir landsliðsþjálfarinn sem telur reynsluboltann Björgvin Pál vera hundfúlan að vera ekki í liðinu. Eins og rakið var í grein hér á Vísi á dögunum hefur Ísak verið að standa sig vel með norska úrvalsdeildarfélaginu Drammen. Ísak er nítján ára gamall og hefur þegar farið á stórmót fyrir Íslands hönd, með yngri landsliðum. Síðasta sumar var hann í íslenska liðinu sem endaði í 7. sæti á EM U20-landsliða. Hann hefur búið í Noregi nær alla sína ævi en á íslenska móður sem heitir Jenný Rut Sigurgeirsdóttir. Pabbi hans er norskur, Stein Simonsen, og Ísak á tvíburabróðurinn Viljar. Snorri Steinn vildi gefa honum landsliðsreynslu í komandi verkefni gegn Grikkjum, tveimur leikjum í undankeppni EM í næstu viku. Sjá Ísak í því umhverfi en ítrekaði þó á blaðamannafundinum í gær þegar landsliðshópurinn var opinberaður, að það gerði hann ekki sökum þess að reynsluboltinn Björgvin Páll hafi staðið sig eitthvað illa í síðasta verkefni. „Hann er búinn æfa með okkur í tvö til þrjú skipti, stóð sig vel með U-20 ára liðinu síðasta sumar og stendur sig vel með sínu liði í Noregi. Er bara efnilegur, mjög efnilegur markvörður sem mér fannst við þurfa að sýna athygli. Koma honum hægt og rólega inn í okkar hluti. Mjaka einhverri reynslu á hann. Það er erfitt í landsliðsbolta. Þetta eru ekki það margir gluggar og leikir.“ „Þetta er einn liður í því að auka breiddina, búa til markvörð svo við höfum úr fleiri vopnum að velja þar. En ég ítreka það sem að ég sagði á fundinum að þetta er ekki val af því að ég var eitthvað óánægður með Björgvin í síðasta verkefni. Hann og Viktor Gísli eru enn okkar sterkasta markvarðapar að mínu mati. En ef þú ætlar að hugsa eitthvað lengra fram í tímann þá finnst mér við þurfa að gera svona hluti.“ Björgvin hefur væntanlega sýnt þessu skilning eða hvað? „Ég held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu ef ég þekki hann rétt. Ég þekki hann mjög vel og það eru fáir meiri keppnismenn en hann. Ef hann er ánægður með það þá erum við á villigötum. Ég vona að menn séu ekki sammála mér.“ Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Leik lokið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Eins og rakið var í grein hér á Vísi á dögunum hefur Ísak verið að standa sig vel með norska úrvalsdeildarfélaginu Drammen. Ísak er nítján ára gamall og hefur þegar farið á stórmót fyrir Íslands hönd, með yngri landsliðum. Síðasta sumar var hann í íslenska liðinu sem endaði í 7. sæti á EM U20-landsliða. Hann hefur búið í Noregi nær alla sína ævi en á íslenska móður sem heitir Jenný Rut Sigurgeirsdóttir. Pabbi hans er norskur, Stein Simonsen, og Ísak á tvíburabróðurinn Viljar. Snorri Steinn vildi gefa honum landsliðsreynslu í komandi verkefni gegn Grikkjum, tveimur leikjum í undankeppni EM í næstu viku. Sjá Ísak í því umhverfi en ítrekaði þó á blaðamannafundinum í gær þegar landsliðshópurinn var opinberaður, að það gerði hann ekki sökum þess að reynsluboltinn Björgvin Páll hafi staðið sig eitthvað illa í síðasta verkefni. „Hann er búinn æfa með okkur í tvö til þrjú skipti, stóð sig vel með U-20 ára liðinu síðasta sumar og stendur sig vel með sínu liði í Noregi. Er bara efnilegur, mjög efnilegur markvörður sem mér fannst við þurfa að sýna athygli. Koma honum hægt og rólega inn í okkar hluti. Mjaka einhverri reynslu á hann. Það er erfitt í landsliðsbolta. Þetta eru ekki það margir gluggar og leikir.“ „Þetta er einn liður í því að auka breiddina, búa til markvörð svo við höfum úr fleiri vopnum að velja þar. En ég ítreka það sem að ég sagði á fundinum að þetta er ekki val af því að ég var eitthvað óánægður með Björgvin í síðasta verkefni. Hann og Viktor Gísli eru enn okkar sterkasta markvarðapar að mínu mati. En ef þú ætlar að hugsa eitthvað lengra fram í tímann þá finnst mér við þurfa að gera svona hluti.“ Björgvin hefur væntanlega sýnt þessu skilning eða hvað? „Ég held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu ef ég þekki hann rétt. Ég þekki hann mjög vel og það eru fáir meiri keppnismenn en hann. Ef hann er ánægður með það þá erum við á villigötum. Ég vona að menn séu ekki sammála mér.“
Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Leik lokið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn