Innlent

Fékk blóð­nasir í pontu

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Alma þurfti að grípa um nefið þegar hún fékk skyndilega blóðnasir.
Alma þurfti að grípa um nefið þegar hún fékk skyndilega blóðnasir. Skjáskot/Alþingi

Alma Möller heilbrigðisráðherra var í miðju orði í pontu á Alþingi þegar hún skyndilega fékk blóðnasir. Hlé var gert á þingfundi.

Alma var að svara spurningu Diljáar Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hvort, og þá hvernig, hún ætli að nýta einkaframtak og nýsköpun til að stytta biðlista.

Alma var við það að útskýra að hún teldi það ekki skipta höfuðmáli hver veitir þjónustuna, mikilvægastur sé að sjúklingar fái þá þjónustu sem að þeir þurfa á að halda. Heilbrigðiskerfið ætti þrátt fyrir það að standa á sterkum opinberri þjónustu.

Alma var í miðju dæmi þegar hún greip skyndilega um nefið. Þórunn Sveinbjarnardóttir brást hratt við og var gerð hlé á fundinum í fimm mínútur fyrir heilbrigðisráðherrann.

Alma gekk upp í pontu að hléi loknu, enn með bréf í hendi, og lauk svari sínu.

Sjón er hins vegar sögu ríkari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×