Veður

Gul við­vörun á Vest­fjörðum í kvöld og nótt

Lovísa Arnardóttir skrifar
Viðvörunin verður í gildi frá því klukkan 23 og fram til morguns.
Viðvörunin verður í gildi frá því klukkan 23 og fram til morguns. Vísir/Einar

Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Vestfirði frá klukkan 23 í kvöld og til fimm í nótt. Í tilkynningunni kemur fram að búast megi við 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu. Þá segir að skyggni verði takmarkað og akstursskilyrði versnandi, sérstaklega á fjallvegum.

Í veðurspá dagsins kemur annars fram að í dag verði fremur hæg austlæg átt síðdegis á Suður- og Vesturlandi með slyddu, en gangi í sunnan 8 til 15 metra á sekúndu þar í kvöld með talsverðri rigningu auk þess sem það hlýnar.

Það lægir og styttir upp á Norður- og Austurlandi síðdegis, en verður suðaustan 8 til 15 metrar á sekúndu og snjókoma eða slydda á þeim slóðum í nótt.

Svo snýst í suðvestan 10 til 18 metra á sekúndu á morgun með éljum og hita um frostmark, en léttir til norðaustan- og austanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×