Enginn nakinn á Óskarnum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. mars 2025 10:19 Stjörnurnar skinu skært á Óskarsverðlaununum. Getty Stærstu stjörnur leiklistarheimsins skinu skært á rauða dreglinum í gær þegar Óskarsverðlaunahátíðin fór fram í 97. skipti í Los Angeles. Þær gáfu ekkert eftir í elegansinum og dregillinn minnti að vanda á hátísku hátíð. Það er alltaf galaþema hjá stjörnunum þegar það kemur að þessari virtu hátíð og virðist Óskarinn ekki endilega vera staður og stund þar sem þær þora að taka mikla áhættu. Hér má sjá nokkrar af best klæddu stjörnum gærkvöldsins: Demi Moore vann ekki til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í The Substance og kom það ýmsum spekingum á óvart. Hún var stórglæsileg í Giorgio Armani Privé silfurlituðum steinuðum galakjól með nóg af demöntum við. Mike Coppola/Getty Images Halle Berry glitraði í trylltum Christian Siriano spegluðum silfurkjól. Eitt af langbestu fittum kvöldsins. Mike Coppola/Getty Images Michelle Yeoh ratar beint á lista yfir best klæddu stjörnurnar í þessum djúpbláa Balenciaga glæsikjól. Geggjaður litur á geggjaðri leikkonu. Savion Washington/Getty Images Tónlistarkonan og tískudrottningin Doja Cat ber alltaf af á rauða dreglinum og er alltaf óhrædd við að taka áhættu í æðislegum hlébarðasíðkjól. Klæðnaður hennar er frá Balmain Messika og Amina Muaddi.Mike Coppola/Getty Images Hin bráðfyndna Mindy Kaling glitraði í stórkostlegum listaverkakjól frá tískuhúsinu Oscar de la Renta. Monica Schipper/Getty Images Cynthia Erivo hefur sannað sig sem ein nettasta og glæsilegasta tískudrottning kvikmyndahátíða ársins. Hún er glæsileg í dökkgrænu flaueli frá hátískuhúsinu Louis Vuitton sem hún hefur unnið svo mikið með að undanförnu.Mike Coppola/Getty Images Áhrifavaldurinn og förðunarfræðingurinn Bretman Rock rokkaði tryllt bronsað og gyllt!Arturo Holmes/WireImage Mikey Madison leikkona og nú Óskarsverðlaunahafi fyrir hlutverk sitt í Anora klæddist svörtum og bleikum Christian Dior kjól með skart frá Tiffany & Co. Monica Schipper/Getty Images Colman Domingo einn best klæddi í rauðri skyrtu og rauðum jakka frá Valentinu með fylgihluti frá Boucheron og Omega.Mike Coppola/Getty Images Leikkonan og tónlistarkonan Lisa úr sveitinni Blackpink var einn mesti töffari kvöldsins í þessum skemmtilegu klæðum frá Markgong. Frazer Harrison/WireImage Selena Gomez hefur ratað á best klæddu listana yfir þetta verðlaunahátíðar tímabil og er alltaf stórglæsileg til fara auk þess sem hún lítur alltaf óaðfinnanlega út. Hún er hér í stílhreinum og elegant kjól frá Ralph Lauren með demantshálsmen við. Frazer Harrison/WireImage Miley Cyrus fabjúlöss í svörtum McQueen galakjól með svarta blúnduhanska og skart frá Boucheron.Frazer Harrison/WireImage Timothée Chalamet fékk ekki verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Bob Dylan en var líklega best klæddi karlmaðurinn í gær og tekur áhættu. Hann er hér í ljós-pastel gulu leðursetti frá hátískuhönnuðinum Givenchy í gulri skyrtu við. Vá hvað þetta er skemmtilegt lúkk! Monica Schipper/Getty Images Breska bomban Raye í rauðu frá breska hátískuhúsinu Vivienne Westwood, í skóm frá Jimmy Choo og með skart frá Lorraine Schwartz. Monica Schipper/Getty Images Drottningin Whoopi Goldberg lét ekki lítil fyrir sér fara og skein einstaklega skært í þessum ótrúlega skemmtilega krómaða grábláa kjól frá Christian Siriano.Monica Schipper/Getty Images Ariana Grande eins og alvöru prinsessa í glæsikjól frá tískuhúsinu Schiaparelli.Monica Schipper/Getty Images Brecht Van Elslande og Nicolas Keppens eru mennirnir á bak við stuttmyndina Beautiful Men. Keppens fór út fyrir kassann í klæðaburði en dúkkan vitnar í karakter úr kvikmyndinni sem segir frá þremur mönnum sem skella sér til Istanbúl í hárígræðslu.Allen J. Schaben / Los Angeles Times via Getty Images Óskarsverðlaunin Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Það er alltaf galaþema hjá stjörnunum þegar það kemur að þessari virtu hátíð og virðist Óskarinn ekki endilega vera staður og stund þar sem þær þora að taka mikla áhættu. Hér má sjá nokkrar af best klæddu stjörnum gærkvöldsins: Demi Moore vann ekki til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í The Substance og kom það ýmsum spekingum á óvart. Hún var stórglæsileg í Giorgio Armani Privé silfurlituðum steinuðum galakjól með nóg af demöntum við. Mike Coppola/Getty Images Halle Berry glitraði í trylltum Christian Siriano spegluðum silfurkjól. Eitt af langbestu fittum kvöldsins. Mike Coppola/Getty Images Michelle Yeoh ratar beint á lista yfir best klæddu stjörnurnar í þessum djúpbláa Balenciaga glæsikjól. Geggjaður litur á geggjaðri leikkonu. Savion Washington/Getty Images Tónlistarkonan og tískudrottningin Doja Cat ber alltaf af á rauða dreglinum og er alltaf óhrædd við að taka áhættu í æðislegum hlébarðasíðkjól. Klæðnaður hennar er frá Balmain Messika og Amina Muaddi.Mike Coppola/Getty Images Hin bráðfyndna Mindy Kaling glitraði í stórkostlegum listaverkakjól frá tískuhúsinu Oscar de la Renta. Monica Schipper/Getty Images Cynthia Erivo hefur sannað sig sem ein nettasta og glæsilegasta tískudrottning kvikmyndahátíða ársins. Hún er glæsileg í dökkgrænu flaueli frá hátískuhúsinu Louis Vuitton sem hún hefur unnið svo mikið með að undanförnu.Mike Coppola/Getty Images Áhrifavaldurinn og förðunarfræðingurinn Bretman Rock rokkaði tryllt bronsað og gyllt!Arturo Holmes/WireImage Mikey Madison leikkona og nú Óskarsverðlaunahafi fyrir hlutverk sitt í Anora klæddist svörtum og bleikum Christian Dior kjól með skart frá Tiffany & Co. Monica Schipper/Getty Images Colman Domingo einn best klæddi í rauðri skyrtu og rauðum jakka frá Valentinu með fylgihluti frá Boucheron og Omega.Mike Coppola/Getty Images Leikkonan og tónlistarkonan Lisa úr sveitinni Blackpink var einn mesti töffari kvöldsins í þessum skemmtilegu klæðum frá Markgong. Frazer Harrison/WireImage Selena Gomez hefur ratað á best klæddu listana yfir þetta verðlaunahátíðar tímabil og er alltaf stórglæsileg til fara auk þess sem hún lítur alltaf óaðfinnanlega út. Hún er hér í stílhreinum og elegant kjól frá Ralph Lauren með demantshálsmen við. Frazer Harrison/WireImage Miley Cyrus fabjúlöss í svörtum McQueen galakjól með svarta blúnduhanska og skart frá Boucheron.Frazer Harrison/WireImage Timothée Chalamet fékk ekki verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Bob Dylan en var líklega best klæddi karlmaðurinn í gær og tekur áhættu. Hann er hér í ljós-pastel gulu leðursetti frá hátískuhönnuðinum Givenchy í gulri skyrtu við. Vá hvað þetta er skemmtilegt lúkk! Monica Schipper/Getty Images Breska bomban Raye í rauðu frá breska hátískuhúsinu Vivienne Westwood, í skóm frá Jimmy Choo og með skart frá Lorraine Schwartz. Monica Schipper/Getty Images Drottningin Whoopi Goldberg lét ekki lítil fyrir sér fara og skein einstaklega skært í þessum ótrúlega skemmtilega krómaða grábláa kjól frá Christian Siriano.Monica Schipper/Getty Images Ariana Grande eins og alvöru prinsessa í glæsikjól frá tískuhúsinu Schiaparelli.Monica Schipper/Getty Images Brecht Van Elslande og Nicolas Keppens eru mennirnir á bak við stuttmyndina Beautiful Men. Keppens fór út fyrir kassann í klæðaburði en dúkkan vitnar í karakter úr kvikmyndinni sem segir frá þremur mönnum sem skella sér til Istanbúl í hárígræðslu.Allen J. Schaben / Los Angeles Times via Getty Images
Óskarsverðlaunin Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira