Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar 3. mars 2025 11:02 Þegar Donald Trump var kosinn forseti í annað skiptið í nóvember síðastliðnum, fór hann mikinn með yfirlýsingagleði eins og oft áður. Þá var gjarnan sagt í fréttum að Trump kæmi á óvart með nýjustu yfirlýsingu sinni. Þær komu líka í löngum röðum. Að koma á óvart er eitt sem hann gerir ekki, búinn að vera í fréttum í næstum hálfa öld og hefur ekkert breyst. Það kemur ekki á óvart að hann skuli sífellt tala niður þau sem standa lakar í samfélaginu, og hefja til valda ríkustu tæknibræðurna. Sífelldar yfirlýsingar um að ganga í skrokk á þessum eða hinum sem standa höllum fæti koma svo sannarlega ekki á óvart. Það kemur ekki á óvart að Trump láti reka það fólk frá herjum Bandaríkjanna sem hefur hafist upp af eigin verðleikum, og það kemur ekki á óvart að hann snúi því einmitt við og ásaki þau um að komist áfram í krafti kyns eða húðlitar. Það vita öll sem vilja vita að hann vill koma hvítum miðaldra körlum að í staðinn. Þar hefur enginn lærdómur verið dreginn og engri hegðan breytt síðan 1950, þegar Roy Cohn, lærifaðir Trumps og Joseph McCarthy hömuðust gegn hernum. Erfitt er að segja hver haldi að þessi framkoma Trumps verði Bandaríkjunum til góðs. Það var þó nógu stór hluti kjósenda til að koma honum að í annað skiptið. Það hefur komið í ljós, og kom engum hagfræðingum á óvart, að tollastefna Trumps á fyrra kjörtímabili skaðaði hag Bandaríkjanna. Það er ekkert sem bendir til annars en að tollastefnan verði harðari á þessu kjörtímabili og skaði Bandaríkin enn meira. Það mun ekki koma á óvart. Þá er komin upp leikur sem verður sífellt ógeðfelldari fyrir önnur efnahagsveldi, sem er að hóta tollum og refsingum, og segja síðan að sérstakir vinir geti fengið að sleppa við refsingarnar. Það vill enginn búa í þannig ofbeldissambandi og þjóðir munu svara Bandaríkjunum með þeirra eigin meðulum. Það kemur ekki á óvart að Trump tekur upp hanskann fyrir Pútín á næsta ófyrirleitinn hátt og vandséð hvernig það styrki stöðu Bandaríkjanna. Ruddaleg framkoma stjórnar hans í garð vinveittra ríkja mun eyðileggja viðskipti við Bandaríkin og grafa undan stöðu þeirra. Trump-liðar segja gjarnan að Evrópa og Japan séu efnahagsleg stórveldi en standi herfræðilega illa. Þetta tvennt hefur þó yfirleitt farið saman, að lönd með mikið svigrúm í efnahag geta orðið öflug herveldi. Það sem hefur haldið aftur af Evrópu og Japan er heimsskipan eftir 1945. Eftir síðustu framgöngu Trumps er fátt sem stendur í vegi fyrir miklum breytingum hjá þeim. Það er ekki lengur bara að þau ætli að leggja meira til varnarmála, þau hreinlega verða að leggja meira til þeirra. Margir telja að hervæðing þessara þjóða muni þýða högg á efnahag þeirra. Það er ekkert samasemmerki þar á milli, heldur fer alfarið eftir hvernig verður haldið á stjórn þessara mála. Stærsta efnahagsveldi heimsins, Bandaríkin, hafa vaxið með miklum útgjöldum til hermála. Smærri ríki eins og Ísrael hafa gert það sömuleiðis. Önnur ríki, eins og Sovétríkin/Rússland hafa farið illa út úr mikilli hervæðingu á friðartímum. Flest stærri Evrópuríki hafa langa reynslu af stríðum, mun lengri og meiri en Bandaríkin. Ríki Evrópusambandsins hafa um 1,3 milljónir hermanna, mun meira en Rússland eða Bandaríkin hafa hvort um sig. Það er ljóst að Bretar munu taka afstöðu í varnarmálum með andstæðingum Rússa og bætast við þessa tölu. Þó að ekki verði um neinn einn Evrópuher að ræða, þá munu bandamenn í Vestur-Evrópu sameinast undir merkjum Joint Expeditionary Force, endurvekja Western European Union eða mynda annað varnarbandalag þegar þörfin krefur. Á næsta ári fagna Bandaríkin 250 ára afmæli sínu og Donald Trump 80 árum, eða um þriðjungi af ævi föðurlands síns, sem hefur fóstrað hann vel. Því miður mun það ekki koma á óvart að hann fagni þessum tímamótum með því að krefjast enn meiri hörku gegn þeim sem hann er ósammála, og að hann hefji hagsmuni stærstu fyrirtækjanna enn hærra. Þá verður viðkvæðið að það sem er gott fyrir stórfyrirtækin sé gott fyrir Bandaríkin. Það verður ekki hugað að eigum smárra fyrirtækja eða fjölskyldna. Það verður ekki hugað að hagsmunum millistórra fyrirtækja. Svo reynir hann að breiða yfir allt sem hann segir með því að skjóta inn nokkrum sinnum: „Sagði ég það? Ég trúi ekki að ég hafi sagt það. Næsta spurning.“ Þá er stærsta efnahags- og herveldi heimsins komið á þann stað að leiðtogi þess gerir í því að ekkert sé að marka orð hans. Ekkert sem kemur þar á óvart. Þjóðir heims hafa slæma reynslu af undanlátssemi við uppivöðslusama þjóðarleiðtoga. Þannig tilraunir til friðþægingar hafa verið merktar sem heigulskapur og þeir sem það stunda í versta falli samverkamenn þeirra sem seilast eftir annarra landi. Höfundur er upplýsinga- og stjórnsýlufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Donald Trump var kosinn forseti í annað skiptið í nóvember síðastliðnum, fór hann mikinn með yfirlýsingagleði eins og oft áður. Þá var gjarnan sagt í fréttum að Trump kæmi á óvart með nýjustu yfirlýsingu sinni. Þær komu líka í löngum röðum. Að koma á óvart er eitt sem hann gerir ekki, búinn að vera í fréttum í næstum hálfa öld og hefur ekkert breyst. Það kemur ekki á óvart að hann skuli sífellt tala niður þau sem standa lakar í samfélaginu, og hefja til valda ríkustu tæknibræðurna. Sífelldar yfirlýsingar um að ganga í skrokk á þessum eða hinum sem standa höllum fæti koma svo sannarlega ekki á óvart. Það kemur ekki á óvart að Trump láti reka það fólk frá herjum Bandaríkjanna sem hefur hafist upp af eigin verðleikum, og það kemur ekki á óvart að hann snúi því einmitt við og ásaki þau um að komist áfram í krafti kyns eða húðlitar. Það vita öll sem vilja vita að hann vill koma hvítum miðaldra körlum að í staðinn. Þar hefur enginn lærdómur verið dreginn og engri hegðan breytt síðan 1950, þegar Roy Cohn, lærifaðir Trumps og Joseph McCarthy hömuðust gegn hernum. Erfitt er að segja hver haldi að þessi framkoma Trumps verði Bandaríkjunum til góðs. Það var þó nógu stór hluti kjósenda til að koma honum að í annað skiptið. Það hefur komið í ljós, og kom engum hagfræðingum á óvart, að tollastefna Trumps á fyrra kjörtímabili skaðaði hag Bandaríkjanna. Það er ekkert sem bendir til annars en að tollastefnan verði harðari á þessu kjörtímabili og skaði Bandaríkin enn meira. Það mun ekki koma á óvart. Þá er komin upp leikur sem verður sífellt ógeðfelldari fyrir önnur efnahagsveldi, sem er að hóta tollum og refsingum, og segja síðan að sérstakir vinir geti fengið að sleppa við refsingarnar. Það vill enginn búa í þannig ofbeldissambandi og þjóðir munu svara Bandaríkjunum með þeirra eigin meðulum. Það kemur ekki á óvart að Trump tekur upp hanskann fyrir Pútín á næsta ófyrirleitinn hátt og vandséð hvernig það styrki stöðu Bandaríkjanna. Ruddaleg framkoma stjórnar hans í garð vinveittra ríkja mun eyðileggja viðskipti við Bandaríkin og grafa undan stöðu þeirra. Trump-liðar segja gjarnan að Evrópa og Japan séu efnahagsleg stórveldi en standi herfræðilega illa. Þetta tvennt hefur þó yfirleitt farið saman, að lönd með mikið svigrúm í efnahag geta orðið öflug herveldi. Það sem hefur haldið aftur af Evrópu og Japan er heimsskipan eftir 1945. Eftir síðustu framgöngu Trumps er fátt sem stendur í vegi fyrir miklum breytingum hjá þeim. Það er ekki lengur bara að þau ætli að leggja meira til varnarmála, þau hreinlega verða að leggja meira til þeirra. Margir telja að hervæðing þessara þjóða muni þýða högg á efnahag þeirra. Það er ekkert samasemmerki þar á milli, heldur fer alfarið eftir hvernig verður haldið á stjórn þessara mála. Stærsta efnahagsveldi heimsins, Bandaríkin, hafa vaxið með miklum útgjöldum til hermála. Smærri ríki eins og Ísrael hafa gert það sömuleiðis. Önnur ríki, eins og Sovétríkin/Rússland hafa farið illa út úr mikilli hervæðingu á friðartímum. Flest stærri Evrópuríki hafa langa reynslu af stríðum, mun lengri og meiri en Bandaríkin. Ríki Evrópusambandsins hafa um 1,3 milljónir hermanna, mun meira en Rússland eða Bandaríkin hafa hvort um sig. Það er ljóst að Bretar munu taka afstöðu í varnarmálum með andstæðingum Rússa og bætast við þessa tölu. Þó að ekki verði um neinn einn Evrópuher að ræða, þá munu bandamenn í Vestur-Evrópu sameinast undir merkjum Joint Expeditionary Force, endurvekja Western European Union eða mynda annað varnarbandalag þegar þörfin krefur. Á næsta ári fagna Bandaríkin 250 ára afmæli sínu og Donald Trump 80 árum, eða um þriðjungi af ævi föðurlands síns, sem hefur fóstrað hann vel. Því miður mun það ekki koma á óvart að hann fagni þessum tímamótum með því að krefjast enn meiri hörku gegn þeim sem hann er ósammála, og að hann hefji hagsmuni stærstu fyrirtækjanna enn hærra. Þá verður viðkvæðið að það sem er gott fyrir stórfyrirtækin sé gott fyrir Bandaríkin. Það verður ekki hugað að eigum smárra fyrirtækja eða fjölskyldna. Það verður ekki hugað að hagsmunum millistórra fyrirtækja. Svo reynir hann að breiða yfir allt sem hann segir með því að skjóta inn nokkrum sinnum: „Sagði ég það? Ég trúi ekki að ég hafi sagt það. Næsta spurning.“ Þá er stærsta efnahags- og herveldi heimsins komið á þann stað að leiðtogi þess gerir í því að ekkert sé að marka orð hans. Ekkert sem kemur þar á óvart. Þjóðir heims hafa slæma reynslu af undanlátssemi við uppivöðslusama þjóðarleiðtoga. Þannig tilraunir til friðþægingar hafa verið merktar sem heigulskapur og þeir sem það stunda í versta falli samverkamenn þeirra sem seilast eftir annarra landi. Höfundur er upplýsinga- og stjórnsýlufræðingur.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun