Innlent

Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lög­reglu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sex voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum.
Sex voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt þar sem starfsmenn höfðu komið að manni inni á afgirtu svæði í Hafnarfirði.

Samkvæmt yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar lokuðu starfsmennirnir manninn inni á meðan beðið var eftir lögreglu. Í ljós kom að um var að ræða mann sem var eftirlýstur og var hann handtekinn.

Lögregla handtók einnig mann eftir að hann ruddist inn í íbúð og réðist á einn íbúa. Eftir það hafði hann sig á brott en reyndi að brjótast inn í fleiri íbúðir. Sá var einnig handtekinn.

Þá var einn handtekinn grunaður um eignaspjöll í stigagangi í miðbænum og verslun í póstnúmerinu 108.

Sex ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×