Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. mars 2025 20:04 Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi er mjög ánægður með nýju lögreglustöðina í Vík í Mýrdal og allan aðbúnað þar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ný lögreglustöð hefur verið opnuð í Vík í Mýrdal, sem mikil ánægja er með enda tilgangurinn að efla löggæslu á svæðinu og tryggja öryggi íbúa og ferðamanna. Sex lögreglumenn starfa á stöðinni. Húsnæði nýju lögreglustöðvarinnar er við Ránarbraut 1 á neðri hæðinni þar sem Arion banki og ÁTVR voru áður með starfsemi sína. Fjölmenni mætti í opið hús í nýju lögreglustöðinni í vikunni og voru allir hæstánægðir með nýju húsakynnin. „Það eru sex lögreglumenn á þessu svæði eins og staðan er í dag og við auðvitað vonumst til að getað eflt okkar starfsemi núna enn frekar þegar við erum komin með aðstöðu á svæðinu. Það er ekki sólarhringsvakt hérna en það eru bakvaktir á nóttunni en vakt yfir daginn og fram á kvöld,” segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi. Fjölmenni mætti á opna húsið á lögreglustöðinni í Vík síðasta fimmtudag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Mýrdalshrepps fagnar að sjálfsögðu nýju lögreglustöðinni. „Þessi glæsilega aðstaða hérna er auðvitað algjör bylting fyrir starfsfólk Lögreglunnar á Suðurlandi og ég hef bara væntingar til þess að þetta verði til þess að fjölga lögreglumönnum hér á svæðinu og auka öryggi okkar og allra ferðamanna, sem að koma hérna um,” segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps færði lögreglunni glæsilega mynd frá Vík, sem Grímur tók á móti og verður hengd upp á vegg á nýju lögreglustöðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það eru sex lögreglumenn í Vík, eru þetta bestu lögreglumenn landsins eða hvað? „Já, ég held að það megi örugglega kalla þá bestu lögreglumenn landsins því þeir þurfa oft að standa vaktina hérna undir gríðarlega erfiðum kringumstæðum, glíma við náttúruöflin, óreynda oft erlenda ökumenn, sem eru að koma mikið til okkar og ég er afskaplega þakklátur fyrir þeirra góðu störf,” segir Einar Freyr. Reynir Ragnarsson var lögreglumaður í Vík í 20 ára. Hann er alsæll með nýju lögreglustöðina. „Mér líst bara vel á hana, mjög vel. Það er annað heldur en þegar maður byrjaði hérna í lögreglunni en ég var nú fyrsti fastráðni lögreglumaðurinn hérna í sýslunni og þá var engin aðstaða neins staðar,” segir Reynir. Reynir Ragnarsson starfaði í um 20 ára í lögreglunni í Vík og var fyrsti fastráðni starfsmaðurinn þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja lögreglustöðin er til húsa á neðri hæðinni við Ránarbraut 1 í Vík. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mýrdalshreppur Lögreglan Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Húsnæði nýju lögreglustöðvarinnar er við Ránarbraut 1 á neðri hæðinni þar sem Arion banki og ÁTVR voru áður með starfsemi sína. Fjölmenni mætti í opið hús í nýju lögreglustöðinni í vikunni og voru allir hæstánægðir með nýju húsakynnin. „Það eru sex lögreglumenn á þessu svæði eins og staðan er í dag og við auðvitað vonumst til að getað eflt okkar starfsemi núna enn frekar þegar við erum komin með aðstöðu á svæðinu. Það er ekki sólarhringsvakt hérna en það eru bakvaktir á nóttunni en vakt yfir daginn og fram á kvöld,” segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi. Fjölmenni mætti á opna húsið á lögreglustöðinni í Vík síðasta fimmtudag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Mýrdalshrepps fagnar að sjálfsögðu nýju lögreglustöðinni. „Þessi glæsilega aðstaða hérna er auðvitað algjör bylting fyrir starfsfólk Lögreglunnar á Suðurlandi og ég hef bara væntingar til þess að þetta verði til þess að fjölga lögreglumönnum hér á svæðinu og auka öryggi okkar og allra ferðamanna, sem að koma hérna um,” segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps færði lögreglunni glæsilega mynd frá Vík, sem Grímur tók á móti og verður hengd upp á vegg á nýju lögreglustöðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það eru sex lögreglumenn í Vík, eru þetta bestu lögreglumenn landsins eða hvað? „Já, ég held að það megi örugglega kalla þá bestu lögreglumenn landsins því þeir þurfa oft að standa vaktina hérna undir gríðarlega erfiðum kringumstæðum, glíma við náttúruöflin, óreynda oft erlenda ökumenn, sem eru að koma mikið til okkar og ég er afskaplega þakklátur fyrir þeirra góðu störf,” segir Einar Freyr. Reynir Ragnarsson var lögreglumaður í Vík í 20 ára. Hann er alsæll með nýju lögreglustöðina. „Mér líst bara vel á hana, mjög vel. Það er annað heldur en þegar maður byrjaði hérna í lögreglunni en ég var nú fyrsti fastráðni lögreglumaðurinn hérna í sýslunni og þá var engin aðstaða neins staðar,” segir Reynir. Reynir Ragnarsson starfaði í um 20 ára í lögreglunni í Vík og var fyrsti fastráðni starfsmaðurinn þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja lögreglustöðin er til húsa á neðri hæðinni við Ránarbraut 1 í Vík. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mýrdalshreppur Lögreglan Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira