„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Stefán Marteinn skrifar 28. febrúar 2025 21:42 Rúnar Ingi einbeittur á hliðarlínunni. vísir / diego Njarðvík tók á móti Haukum í IceMar-höllinni í kvöld þegar nítjánda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Njarðvíkingar gátu með sigri styrkt stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar og um leið formlega fellt Hauka. Í leik sem aldrei varð spennandi voru það Njarðvíkingar sem kjöldrógu Hauka 103-81. „Virkilega ánægður með fyrri hálfleikinn sérstaklega hjá mínu liði og bara fagmennskuna sem við sýndum þessum verkefni. Það getur verið svona „tricky“ fyrir bæði lið að koma inn í svona leik þar sem liðin eru á öfugum stað í töflunni, mismunandi pólum,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum alveg ákveðnir í því að gefa þeim enga von og búa til eitthvað sjálfstraust. Mér fannst fyrri hálfleikurinn bara virkilega fagmannlega spilaður af okkur og við svolítið krömdum þá strax á þessum fyrstu tuttugu mínútum,“ hélt Rúnar Ingi áfram. Njarðvíkingar náðu snemma mikilli forystu sem þeir létu ekki af hendi. Njarðvíkingar voru með 29 stiga forskot í hálfleik en hvað var hægt að segja til að fá menn til að slaka ekki á? „Það er mjög erfitt en ég sjálfur hef spilað marga svona leiki þar sem þú ert einhvernveginn búin að klára leikinn í fyrri hálfleik og þú ert inni í klefa að reyna peppa þig upp í seinni hálfleikinn og það ætla allir að gefa í en svo byrjar seinni hálfleikurinn og þá fer ákvörðunartakan niður. Mikilvægi varnarstoppsins er ekki alltaf jafn mikið og þú ert kannski aðeins viljugri til þess að fara í einstaklingsframtök í sókninni. Þetta snýst um þetta hugarfar að halda áfram með það sem við vorum að gera,“ Njarðvíkingar fóru að gefa ungum leikmönnum séns í kvöld og einn þeirra var Patrik Birmingham sem setti fyrsta skotið sitt í leiknum úr opnum þrist í horninu. „Þetta gefur aðeins meira oft. Það er gríðarlega efnilegur leikmaður og ég er heppinn þjálfari með fullt af góðum leikmönnum sem að fá kannski oft lítið að spila. Það er bara styrkleiki deildarinnar og styrkleiki liðsins. Það er virkileg samkeppni um mínútur hjá okkur og núna þegar allir eru heilir þá er ekkert gefið að fá að vera á gólfinu. Þeir sem að standa sig og leggja sig fram þeir setja tilkall á það að fá fleiri mínútur og það sem það sem við þurfum á að halda núna í næstu leikjum inn í erfiðan mars mánuð,“ sagði Rúnar Ingi. Njarðvíkingar styrku með sigrinum stöðu sína í þriðja sætið og fóru langt með að tryggja sér heimavallarréttinn fyrir fyrstu umferð í úrslitakeppninni. „Það er svo stutt á milli í þessu. Við erum búnir að vinna hérna tæpa spennuleiki eftir áramót og ef að eitt eða tvö skot hefðu farið hinseginn þá værum við núna í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Það er svakalega stutt á milli en með hverjum sigrinum þá höldum við allavega í þriðja sætið. Það er spurning hvernig hinir leikirnir fóru, við eigum Stjörnuna og Tindastól eftir, hvort við getum farið að horfa upp fyrir okkur en að vera með heimavöll í fyrstu umferð það var okkar markmið fyrir tímabilið og við ætlum að gera allt til þess að sjá til þess að það gangi eftir,“ sagði Rúnar Ingi að lokum. Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
„Virkilega ánægður með fyrri hálfleikinn sérstaklega hjá mínu liði og bara fagmennskuna sem við sýndum þessum verkefni. Það getur verið svona „tricky“ fyrir bæði lið að koma inn í svona leik þar sem liðin eru á öfugum stað í töflunni, mismunandi pólum,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum alveg ákveðnir í því að gefa þeim enga von og búa til eitthvað sjálfstraust. Mér fannst fyrri hálfleikurinn bara virkilega fagmannlega spilaður af okkur og við svolítið krömdum þá strax á þessum fyrstu tuttugu mínútum,“ hélt Rúnar Ingi áfram. Njarðvíkingar náðu snemma mikilli forystu sem þeir létu ekki af hendi. Njarðvíkingar voru með 29 stiga forskot í hálfleik en hvað var hægt að segja til að fá menn til að slaka ekki á? „Það er mjög erfitt en ég sjálfur hef spilað marga svona leiki þar sem þú ert einhvernveginn búin að klára leikinn í fyrri hálfleik og þú ert inni í klefa að reyna peppa þig upp í seinni hálfleikinn og það ætla allir að gefa í en svo byrjar seinni hálfleikurinn og þá fer ákvörðunartakan niður. Mikilvægi varnarstoppsins er ekki alltaf jafn mikið og þú ert kannski aðeins viljugri til þess að fara í einstaklingsframtök í sókninni. Þetta snýst um þetta hugarfar að halda áfram með það sem við vorum að gera,“ Njarðvíkingar fóru að gefa ungum leikmönnum séns í kvöld og einn þeirra var Patrik Birmingham sem setti fyrsta skotið sitt í leiknum úr opnum þrist í horninu. „Þetta gefur aðeins meira oft. Það er gríðarlega efnilegur leikmaður og ég er heppinn þjálfari með fullt af góðum leikmönnum sem að fá kannski oft lítið að spila. Það er bara styrkleiki deildarinnar og styrkleiki liðsins. Það er virkileg samkeppni um mínútur hjá okkur og núna þegar allir eru heilir þá er ekkert gefið að fá að vera á gólfinu. Þeir sem að standa sig og leggja sig fram þeir setja tilkall á það að fá fleiri mínútur og það sem það sem við þurfum á að halda núna í næstu leikjum inn í erfiðan mars mánuð,“ sagði Rúnar Ingi. Njarðvíkingar styrku með sigrinum stöðu sína í þriðja sætið og fóru langt með að tryggja sér heimavallarréttinn fyrir fyrstu umferð í úrslitakeppninni. „Það er svo stutt á milli í þessu. Við erum búnir að vinna hérna tæpa spennuleiki eftir áramót og ef að eitt eða tvö skot hefðu farið hinseginn þá værum við núna í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Það er svakalega stutt á milli en með hverjum sigrinum þá höldum við allavega í þriðja sætið. Það er spurning hvernig hinir leikirnir fóru, við eigum Stjörnuna og Tindastól eftir, hvort við getum farið að horfa upp fyrir okkur en að vera með heimavöll í fyrstu umferð það var okkar markmið fyrir tímabilið og við ætlum að gera allt til þess að sjá til þess að það gangi eftir,“ sagði Rúnar Ingi að lokum.
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira