Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. febrúar 2025 15:07 Líkt og kunnugt er gegnir Ragnar Þór Ingólfsson ekki lengur formennsku í einu stærsta verkalýðsfélagi landsins, VR. Nú er hann þingmaður Flokks fólksins og formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir mögulega aðkomu ríkisins að fjármögnun kjarasamninga við kennara þurfa að ræða í stærra samhengi um fjármögnun sveitarfélaga. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar fagnar því að samningar séu í höfn og er ekki sammála því nýgerðir kjarasamningar hleypi af stað höfrungahlaupi. Nýr kjarasamningur við kennara verður kynntur fyrir sveitarstjórnarfólki nú í hádeginu. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, fagnar því að samningar hafi náðst og segist skynja almenna ánægju með það meðal sveitarstjórnarstigsins að samningar séu í höfn. „Þetta er náttúrlega ein af stærstu stéttunum í hverju sveitarfélagi og gríðarlega mikilvæg stétt,“ segir Regína. Leiðist umræða um höfrungahlaup „Ég held að við séum öll fegin að samningar hafi náðst og við vitum auðvitað að kennarar eiga inni, þess vegna er ég ekki alveg sátt við umræðuna um að þeir séu að leiða eitthvað höfrungahlaup. Vegna þess að þetta er leiðrétting, við erum að fara í virðismatsvegferð, aðrar opinberar stéttir hafa farið í gengum það og við erum bara gríðarlega ánægð með að fá kennara inn í það,“ segir Regína. Það verði engu að síður áskorun fyrir sveitarfélögin að fjármagna samningana. Regína Ásvaldsdóttir er bæjarstjóri í Mosfellsbæ og hefur mikla starfsreynslu á vettvangi sveitastjórnarstigsins.Vísir/Vilhelm „Við gerðum ráð fyrir auðvitað, við gerum það á hverju ári í fjárhagsáætlun þegar við vitum að það eru kjarasamningar framundan, þá gerum við ráð fyrir tiltekinni upphæð í það þó við vitum ekki nákvæmlega hvernig það verður. En við sjáum að þessir samningar, þeir munu kosta okkur töluvert meira heldur en við gerðum ráð fyrir í fjárhagsáætlun,“ segir Regína. Það verði verkefni að finna út úr því hvernig hægt verði að hagræða eða forgangsraða í staðinn til að fjármagna nýja samninga. „Ég bara vona að ríkið komi með okkur í það að styrkja umhverfið í kringum skólastarfið. Það er svo margt hægt að gera í samspili ríkis og sveitarfélaga. Það sem hefur íþyngt meðal annars inni í skólakerfinu er skortur á úrræðum fyrir börn sem þurfa aukinn stuðning. Mjög margt af því geta sveitarfélögin gert sjálf með því að styrkja sína skólaþjónustu, en annað eru úrræði sem ríkið á að vera með og ber ábyrgð á og það er bara mjög mikilvægt að þau séu styrkt líka,“ nefnir Regína sem dæmi. Kalli á stærra samtal um fjármögnun sveitastjórnarstigsins Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir mögulega aðkomu ríkisins þurfa að ræða í stærra samhengi hvað snýr að sveitarfélögunum. Samningar ríkisins hvað snýr að framhaldsskólum eigi að rúmast innan ramma varasjóðs um ógerða kjarasamninga. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst mál sem að þá snýr að ríkisstjórninni og samtali ríkisstjórnarinnar við sveitarfélögin í stærra samhengi varðandi fjárhagsstöðu sveitarfélaga almennt. Það samtal þarf auðvitað að fara þar á milli og síðan væntanlega yrði það þá fjárlaganefndar að vinna úr því síðan í samstarfi við fjármálaráðuneytið og þingið,“ segir Ragnar. Þrátt fyrir raddir, meðal annars innan úr verkalýðshreyfingunni, um möguleg áhrif af meiri hækkunum til kennara en annarra stétta á vinnumarkaði, telur Ragnar að kennarasamningarnir ættu ekki að ýta undir launaskrið eða óróleika á vinnumarkaði almennt. „Ég lít ekki svo á. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að stéttarfélög almennt hafa sinn frjálsa samningsrétt. Og sem fyrrverandi formaður stærsta stéttarfélags landsins, þá hef ég aldrei litið þannig á að ef ég geri kjarasamning fyrir mitt félag að einhverjir aðrir séu bundnir af honum,“ segir Ragnar. Utan hringiðunar en skilur sjónarmiðin „Síðan er þetta ekki alveg svo einfalt vegna þess að vegferðin sem verkalýðsfélögin á almennum vinnumarkaði fóru í var að ná einhverjum sáttmála um ákveðinn stöðugleika til að ná niður verðbólgu og vöxtum, og auðvitað er þeim mjög umhugað um að það haldi og að sú vegferð skili árangri. Þannig maður skilur svo sem alveg sjónarmiðin, en í grunninn þá hef ég alltaf verið þeirrar skoðunar að þau stéttarfélög, hvort sem það er innan opinbera geirans eða á hinum almenna markaði, hafa alltaf síðasta orðið um þau kaup og kjör sem þau semja um,“ segir Ragnar. Að vissu leyti sé erfitt að bera saman stöðu kennara við aðra, enda hafi þeir verið að kalla eftir efndum á eldri samningum í sinni baráttu. „Þetta er ekki einfalt en það er áhugavert að vera ekki lengur í þessari hringiðu lengur. Hringiðu verkalýðsmála og kjarasamninga,“ segir Ragnar. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Leikskólar Alþingi Skóla- og menntamál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Nýr kjarasamningur við kennara verður kynntur fyrir sveitarstjórnarfólki nú í hádeginu. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, fagnar því að samningar hafi náðst og segist skynja almenna ánægju með það meðal sveitarstjórnarstigsins að samningar séu í höfn. „Þetta er náttúrlega ein af stærstu stéttunum í hverju sveitarfélagi og gríðarlega mikilvæg stétt,“ segir Regína. Leiðist umræða um höfrungahlaup „Ég held að við séum öll fegin að samningar hafi náðst og við vitum auðvitað að kennarar eiga inni, þess vegna er ég ekki alveg sátt við umræðuna um að þeir séu að leiða eitthvað höfrungahlaup. Vegna þess að þetta er leiðrétting, við erum að fara í virðismatsvegferð, aðrar opinberar stéttir hafa farið í gengum það og við erum bara gríðarlega ánægð með að fá kennara inn í það,“ segir Regína. Það verði engu að síður áskorun fyrir sveitarfélögin að fjármagna samningana. Regína Ásvaldsdóttir er bæjarstjóri í Mosfellsbæ og hefur mikla starfsreynslu á vettvangi sveitastjórnarstigsins.Vísir/Vilhelm „Við gerðum ráð fyrir auðvitað, við gerum það á hverju ári í fjárhagsáætlun þegar við vitum að það eru kjarasamningar framundan, þá gerum við ráð fyrir tiltekinni upphæð í það þó við vitum ekki nákvæmlega hvernig það verður. En við sjáum að þessir samningar, þeir munu kosta okkur töluvert meira heldur en við gerðum ráð fyrir í fjárhagsáætlun,“ segir Regína. Það verði verkefni að finna út úr því hvernig hægt verði að hagræða eða forgangsraða í staðinn til að fjármagna nýja samninga. „Ég bara vona að ríkið komi með okkur í það að styrkja umhverfið í kringum skólastarfið. Það er svo margt hægt að gera í samspili ríkis og sveitarfélaga. Það sem hefur íþyngt meðal annars inni í skólakerfinu er skortur á úrræðum fyrir börn sem þurfa aukinn stuðning. Mjög margt af því geta sveitarfélögin gert sjálf með því að styrkja sína skólaþjónustu, en annað eru úrræði sem ríkið á að vera með og ber ábyrgð á og það er bara mjög mikilvægt að þau séu styrkt líka,“ nefnir Regína sem dæmi. Kalli á stærra samtal um fjármögnun sveitastjórnarstigsins Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir mögulega aðkomu ríkisins þurfa að ræða í stærra samhengi hvað snýr að sveitarfélögunum. Samningar ríkisins hvað snýr að framhaldsskólum eigi að rúmast innan ramma varasjóðs um ógerða kjarasamninga. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst mál sem að þá snýr að ríkisstjórninni og samtali ríkisstjórnarinnar við sveitarfélögin í stærra samhengi varðandi fjárhagsstöðu sveitarfélaga almennt. Það samtal þarf auðvitað að fara þar á milli og síðan væntanlega yrði það þá fjárlaganefndar að vinna úr því síðan í samstarfi við fjármálaráðuneytið og þingið,“ segir Ragnar. Þrátt fyrir raddir, meðal annars innan úr verkalýðshreyfingunni, um möguleg áhrif af meiri hækkunum til kennara en annarra stétta á vinnumarkaði, telur Ragnar að kennarasamningarnir ættu ekki að ýta undir launaskrið eða óróleika á vinnumarkaði almennt. „Ég lít ekki svo á. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að stéttarfélög almennt hafa sinn frjálsa samningsrétt. Og sem fyrrverandi formaður stærsta stéttarfélags landsins, þá hef ég aldrei litið þannig á að ef ég geri kjarasamning fyrir mitt félag að einhverjir aðrir séu bundnir af honum,“ segir Ragnar. Utan hringiðunar en skilur sjónarmiðin „Síðan er þetta ekki alveg svo einfalt vegna þess að vegferðin sem verkalýðsfélögin á almennum vinnumarkaði fóru í var að ná einhverjum sáttmála um ákveðinn stöðugleika til að ná niður verðbólgu og vöxtum, og auðvitað er þeim mjög umhugað um að það haldi og að sú vegferð skili árangri. Þannig maður skilur svo sem alveg sjónarmiðin, en í grunninn þá hef ég alltaf verið þeirrar skoðunar að þau stéttarfélög, hvort sem það er innan opinbera geirans eða á hinum almenna markaði, hafa alltaf síðasta orðið um þau kaup og kjör sem þau semja um,“ segir Ragnar. Að vissu leyti sé erfitt að bera saman stöðu kennara við aðra, enda hafi þeir verið að kalla eftir efndum á eldri samningum í sinni baráttu. „Þetta er ekki einfalt en það er áhugavert að vera ekki lengur í þessari hringiðu lengur. Hringiðu verkalýðsmála og kjarasamninga,“ segir Ragnar.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Leikskólar Alþingi Skóla- og menntamál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira