Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar 28. febrúar 2025 14:01 Þann 1. mars er hin árlegi háskóladagur í HÍ þar sem fer fram kynning á öllu grunnámi. Sjálf verð ég á háskólatorgi að kynna námsbraut í félagsfræði. Á þeirri námsbraut er hægt að læra afbrotafræði sem er mitt sérsvið og langar mig að deila með ykkur hvers vegna ég tel hana mikilvæga og ekki síður skemmtilega. Í afbrotafræði er fjallað um ýmsar kenningar um orsakir afbrota og hvernig má sannreyna þessar kenningar með gögnum. Farið er yfir mismunandi brotaflokka, fangelsismál og löggæslu. En hluti af kennurum í afbrotafræðinni hafa áratuga reynslu úr réttarvörslukerfinu. Mikilvægasti lærdómurinn sem ég tel að nemendur öðlist í þessu námi er þó líklega gagnrýnin hugsun í tengslum við afbrot og önnur félagsleg vandamál. Gagnrýnin hugsun felst meðal annars í því rýna í þær upplýsingar sem maður fær og skoða þær í stærra samhengi. Hún krefst efahyggju - þess að taka ekki öllu sem gefnu. Ef maður setur fram tilgátu um ákveðið fyrirbæri, nægir ekki að finna gögn sem styðja hana - maður þarf líka að vera opinn fyrir gögnum sem sýna hið gagnstæða. Hluti af gagnrýnni hugsun er að vera meðvitaður um eigin hugmyndir og fordóma, þar sem þeir geta haft áhrif á hvernig við túlkum upplýsingar og hverju við veitum athygli. Mig langar að taka dæmi um mikilvægi gagnrýnnar hugsunar. Undanfarið hafa birst viðtöl í fjölmiðlum við einstaklinga sem halda því fram að eitt helsta einkenni ungra brotamanna sé að þeir séu föðurlausir. Reynsla viðmælanda er að illa sé komið fyrir ungum mönnum sem aldir eru upp af einstæðum mæðrum, sem oft eru meðvirkar og ungu mennirnir þurfi jafnvel að kenna sig við móður í stað föðurs (t.d. Önnuson í stað Jónsson). Sá sem beitir gagnrýnni hugsun myndi byrja á að spyrja hvað gæti skýrt þetta samband. Er það að alast upp hjá einstæðri móður orsök afbrotahegðunar? Gæti skýringin verið sú að skortur á karlfyrirmynd leiði unga menn á glæpabraut? Hver ætli sé þá staðan á móðurlausum drengjum? Við nánari skoðun kemur í ljós að það sem skiptir mestu máli er ekki hvort barnið alist upp hjá móður eða föður heldur hvort það fái stuðning, eftirlit og aga. Foreldrahlutverkið krefst tíma og orku, sérstaklega þegar börnin eru á unglingsaldri. Þetta er auðveldara þegar hægt er að skipta þessari ábyrgð á milli tveggja aðila en þegar ein manneskja ber hana. Það er því ekki það að alast upp hjá einstæðri móður sem eykur líkur á afbrotahegðun ungmenna heldur það að alast upp hjá einstæðu foreldri. Rannsóknir sýna raunar að börn einstæðra feðra eru verr sett en börn einstæðra mæðra. Þar sem einstæðar mæður eru mun fleiri en einstæðir feður getur þetta þó litið út eins og það sé almenna munstrið. Það sem hefur hins vegar verstu áhrifin á börn er að alast upp hjá foreldri sem beitir þau harðræði. Rannsóknir benda til þess að það sé betra að alast upp föðurlaus en hjá föður sem beitir harðræði. Með öðrum orðum eru föðurlausir drengir síður líklegir til að leiðast út í afbrot en þeir sem alast upp við ofbeldi. Hér fyrir neðan fylgir mynd með niðurstöðum nýlegra gagna um íslensk ungmenni. Hún sýnir hlutfall ungmenna sem hafa gerst sek um mismunandi brot eftir því hvort þau búa hjá einstæðri móður, einstæðum föður eða báðum foreldrum. Í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna kemur í ljós að móðurlaus ungmenni eru líklegust til að brjóta af sér. Í þessu stutta dæmi er ég að greina almenn mynstur sem birtast í rannsóknum á afbrotahegðun. Ég vil þó árétta að persónulegar reynslusögur veita dýrmæta innsýn í líf og aðstæður fólks – innsýn sem er oft erfitt að fanga með tölfræðilegum rannsóknum á stórum úrtökum. Slíkar frásagnir geta varpað ljósi á upplifun þeirra sem hafa átt í samskiptum við ungt fólk eða við störf í löggæslu, og afbrotafræðingar kunna að meta og taka slíkar sögur alvarlega. Hins vegar liggur takmörkun slíkra frásagna í því að ekki er hægt að draga almennar ályktanir eða álykta um orsakasambönd út frá einstökum dæmum. Afbrotafræði sem fræðigrein snýst um að skoða bæði stærri samfélagsleg mynstur og einstaklingsbundna reynslu, þar sem hvoru tveggja skiptir máli til að skilja afbrot og afleiðingar þeirra. Þess vegna er mikilvægt að byggja á rannsóknum sem geta greint útbreiðslu og mögulegar orsakir afbrotahegðunar, en um leið hlusta á reynslu fólks til að skilja dýpri merkingu þessara fyrirbæra. Ég vil því hvetja öll sem hafa áhuga á afbrotafræði að kynna sér námið á háskóladeginum! Höfundur er dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. mars er hin árlegi háskóladagur í HÍ þar sem fer fram kynning á öllu grunnámi. Sjálf verð ég á háskólatorgi að kynna námsbraut í félagsfræði. Á þeirri námsbraut er hægt að læra afbrotafræði sem er mitt sérsvið og langar mig að deila með ykkur hvers vegna ég tel hana mikilvæga og ekki síður skemmtilega. Í afbrotafræði er fjallað um ýmsar kenningar um orsakir afbrota og hvernig má sannreyna þessar kenningar með gögnum. Farið er yfir mismunandi brotaflokka, fangelsismál og löggæslu. En hluti af kennurum í afbrotafræðinni hafa áratuga reynslu úr réttarvörslukerfinu. Mikilvægasti lærdómurinn sem ég tel að nemendur öðlist í þessu námi er þó líklega gagnrýnin hugsun í tengslum við afbrot og önnur félagsleg vandamál. Gagnrýnin hugsun felst meðal annars í því rýna í þær upplýsingar sem maður fær og skoða þær í stærra samhengi. Hún krefst efahyggju - þess að taka ekki öllu sem gefnu. Ef maður setur fram tilgátu um ákveðið fyrirbæri, nægir ekki að finna gögn sem styðja hana - maður þarf líka að vera opinn fyrir gögnum sem sýna hið gagnstæða. Hluti af gagnrýnni hugsun er að vera meðvitaður um eigin hugmyndir og fordóma, þar sem þeir geta haft áhrif á hvernig við túlkum upplýsingar og hverju við veitum athygli. Mig langar að taka dæmi um mikilvægi gagnrýnnar hugsunar. Undanfarið hafa birst viðtöl í fjölmiðlum við einstaklinga sem halda því fram að eitt helsta einkenni ungra brotamanna sé að þeir séu föðurlausir. Reynsla viðmælanda er að illa sé komið fyrir ungum mönnum sem aldir eru upp af einstæðum mæðrum, sem oft eru meðvirkar og ungu mennirnir þurfi jafnvel að kenna sig við móður í stað föðurs (t.d. Önnuson í stað Jónsson). Sá sem beitir gagnrýnni hugsun myndi byrja á að spyrja hvað gæti skýrt þetta samband. Er það að alast upp hjá einstæðri móður orsök afbrotahegðunar? Gæti skýringin verið sú að skortur á karlfyrirmynd leiði unga menn á glæpabraut? Hver ætli sé þá staðan á móðurlausum drengjum? Við nánari skoðun kemur í ljós að það sem skiptir mestu máli er ekki hvort barnið alist upp hjá móður eða föður heldur hvort það fái stuðning, eftirlit og aga. Foreldrahlutverkið krefst tíma og orku, sérstaklega þegar börnin eru á unglingsaldri. Þetta er auðveldara þegar hægt er að skipta þessari ábyrgð á milli tveggja aðila en þegar ein manneskja ber hana. Það er því ekki það að alast upp hjá einstæðri móður sem eykur líkur á afbrotahegðun ungmenna heldur það að alast upp hjá einstæðu foreldri. Rannsóknir sýna raunar að börn einstæðra feðra eru verr sett en börn einstæðra mæðra. Þar sem einstæðar mæður eru mun fleiri en einstæðir feður getur þetta þó litið út eins og það sé almenna munstrið. Það sem hefur hins vegar verstu áhrifin á börn er að alast upp hjá foreldri sem beitir þau harðræði. Rannsóknir benda til þess að það sé betra að alast upp föðurlaus en hjá föður sem beitir harðræði. Með öðrum orðum eru föðurlausir drengir síður líklegir til að leiðast út í afbrot en þeir sem alast upp við ofbeldi. Hér fyrir neðan fylgir mynd með niðurstöðum nýlegra gagna um íslensk ungmenni. Hún sýnir hlutfall ungmenna sem hafa gerst sek um mismunandi brot eftir því hvort þau búa hjá einstæðri móður, einstæðum föður eða báðum foreldrum. Í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna kemur í ljós að móðurlaus ungmenni eru líklegust til að brjóta af sér. Í þessu stutta dæmi er ég að greina almenn mynstur sem birtast í rannsóknum á afbrotahegðun. Ég vil þó árétta að persónulegar reynslusögur veita dýrmæta innsýn í líf og aðstæður fólks – innsýn sem er oft erfitt að fanga með tölfræðilegum rannsóknum á stórum úrtökum. Slíkar frásagnir geta varpað ljósi á upplifun þeirra sem hafa átt í samskiptum við ungt fólk eða við störf í löggæslu, og afbrotafræðingar kunna að meta og taka slíkar sögur alvarlega. Hins vegar liggur takmörkun slíkra frásagna í því að ekki er hægt að draga almennar ályktanir eða álykta um orsakasambönd út frá einstökum dæmum. Afbrotafræði sem fræðigrein snýst um að skoða bæði stærri samfélagsleg mynstur og einstaklingsbundna reynslu, þar sem hvoru tveggja skiptir máli til að skilja afbrot og afleiðingar þeirra. Þess vegna er mikilvægt að byggja á rannsóknum sem geta greint útbreiðslu og mögulegar orsakir afbrotahegðunar, en um leið hlusta á reynslu fólks til að skilja dýpri merkingu þessara fyrirbæra. Ég vil því hvetja öll sem hafa áhuga á afbrotafræði að kynna sér námið á háskóladeginum! Höfundur er dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun