Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2025 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir fagnar góðum árangri á CrossFit móti. Hún hefur átt magnaðan feril sem er nú efni í bók sem tók fjögur ár að skrifa. @anniethorisdottir Bandaríski rithöfundurinn Christine Bald fékk það stóra verkefni að skrifa ævisögu íslensku CrossFit drottningarinnar Anníe Mistar Þórisdóttur og nú styttist í það að við sjáum útkomuna. Bald hefur verið að kynda undir áhuganum á verkefninu með því að birta stutt brot á samfélagsmiðlum en í nýjustu færslunni staðfestir hún útgáfudaginn. Fylgjendur þeirra beggja hafa lengi vitað að slík bók væri í burðarliðnum. „Þetta tók mig fjögur ár en núna er ég loksins að ganga frá ævisögu Anníe Þórisdóttur. Hún mun fá nafnið: ‚Iceland Annie: The Evolution of a CrossFit Legend',“ skrifaði Christine Bald en það má færa það upp á íslensku: „Anníe frá Íslandi: Þroskasaga CrossFit goðsagnar“ Útgafudagurinn verður 17. febrúar 2026 en bókin verður skrifuð á ensku. Hvort hún verði síðan þýdd á íslensku fyrir jólin 2026 verður síðan að koma í ljós. „Anníe hefur unnið marga stórkostlega sigra á ferlinum og þeir eru vissulega allir í bókinni. Það sem mun samt virkilega koma ykkur mest á óvart, og það sem skemmtilegast var að skrifa um, voru allir ósigrarnir sem hún kom út úr á lífi,“ skrifaði Bald. Anníe kom CrossFit íþróttinni á kortið á Íslandi en auk þess að vera brautryðjandi hér heima þá hefur hún verið kyndilberi fyrir íþróttina á alþjóðavísu. Anníe varð á sínum fyrsta konan til að vinna tvo heimsmeistaratitla í CrossFit tvö ár í röð. Hún hefur alls komist sex sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum og það liðu ellefu ár frá því hún steig fyrst á verðlaunapallinn (2010) þar til að hún var þar síðast (2021). Anníe hefur á móti komið til baka eftir alls konar mótlæti og áskoranir og ef marka má skrif Bald á samfélagsmiðla þá mun í bókinni koma margt fram í sviðsljósið sem aðdáendur Anníe vita ekki um hversu stórir sumir „litlu sigrarnir“ voru í raun og veru. View this post on Instagram A post shared by Christine Bald (@christinedca) CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Bald hefur verið að kynda undir áhuganum á verkefninu með því að birta stutt brot á samfélagsmiðlum en í nýjustu færslunni staðfestir hún útgáfudaginn. Fylgjendur þeirra beggja hafa lengi vitað að slík bók væri í burðarliðnum. „Þetta tók mig fjögur ár en núna er ég loksins að ganga frá ævisögu Anníe Þórisdóttur. Hún mun fá nafnið: ‚Iceland Annie: The Evolution of a CrossFit Legend',“ skrifaði Christine Bald en það má færa það upp á íslensku: „Anníe frá Íslandi: Þroskasaga CrossFit goðsagnar“ Útgafudagurinn verður 17. febrúar 2026 en bókin verður skrifuð á ensku. Hvort hún verði síðan þýdd á íslensku fyrir jólin 2026 verður síðan að koma í ljós. „Anníe hefur unnið marga stórkostlega sigra á ferlinum og þeir eru vissulega allir í bókinni. Það sem mun samt virkilega koma ykkur mest á óvart, og það sem skemmtilegast var að skrifa um, voru allir ósigrarnir sem hún kom út úr á lífi,“ skrifaði Bald. Anníe kom CrossFit íþróttinni á kortið á Íslandi en auk þess að vera brautryðjandi hér heima þá hefur hún verið kyndilberi fyrir íþróttina á alþjóðavísu. Anníe varð á sínum fyrsta konan til að vinna tvo heimsmeistaratitla í CrossFit tvö ár í röð. Hún hefur alls komist sex sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum og það liðu ellefu ár frá því hún steig fyrst á verðlaunapallinn (2010) þar til að hún var þar síðast (2021). Anníe hefur á móti komið til baka eftir alls konar mótlæti og áskoranir og ef marka má skrif Bald á samfélagsmiðla þá mun í bókinni koma margt fram í sviðsljósið sem aðdáendur Anníe vita ekki um hversu stórir sumir „litlu sigrarnir“ voru í raun og veru. View this post on Instagram A post shared by Christine Bald (@christinedca)
CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira