Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2025 21:48 Sólveig Anna Jónsdóttir og Sigurður Kjærnested. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir uppsögn tiltölulega nýs kjarasamnings í dag hafa komið fólki verulega á óvart. Efling sagði í dag upp kjarasamning um 2.300 félagsmanna í hjúkrunarstörfum. Kjarasamningurinn var undirritaður 2. október og samþykktur um miðjan þann mánuð. „Þegar við vorum í kjarasamningsviðræðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu var okkar helsta markmið að bæta mönnun,“ segir Sólveig. „Hún er mjög léleg og hefur hræðileg áhrif á starfsaðstæður Eflingarfólks og leiðir til mikils álags og svo framvegis.“ Hún segir að þegar samningurinn hafi verið undirritaður hafi fylgt honum yfirlýsing frá heilbrigðisráðuneytinu um stofnun vinnuhóps. Þeim hópi væri ætlað að útbúa mönnunarviðmið sem hægt væri að fara eftir. Hópurinn væri búinn að skila niðurstöðu en Sólveig segir hana algerlega ófullnægjandi. Hún segir samninginn vera með forsenduákvæði sem segi til um að hægt sé að segja honum upp, ef Efling væri ekki ánægð með tillögurnar. Það þyrfti að vera gert fyrir 1. apríl. „En við sáum enga ástæðu til þess að bíða. Við vildum einfaldlega koma þessum skilaboðum áleiðis hratt og örugglega til okkar viðsemjenda og ríkissáttasemjara og það gerðum við í dag.“ Sólveig sagði að Efling myndi fylgja þeirra kröfugerð en sá varnagli yrði sleginn um að nú væri til að mynda búið að undirrita kjarasamning við kennara. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. Nú þegar samningarnir verði opnir verði skoðað hvað opinberir launagreiðendur hafi samið um við aðra. Sólveig vildi ekki segja að farið yrði fram á frekari hækkanir en samið var um í samningunum frá október en samningur kennara yrði að sjálfsögðu skoðaður. „Þá langar mig líka að segja að við erum að fjalla um kjarasamning fyrir risastóran hóp ómissandi starfsfólks, mestmegnis kvenna, sem eru í því sem hægt er að kalla sögulega vanmetin kvennastörf. Ef einhver á hér inni einhverskonar leiðréttingu á sínum kjörum, þá er það sannarlega þessi hópur.“ Samningi sagt upp í miðri á Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri SFV, segir uppsögn samningsins í dag hafa komið verulega á óvart. Vinnan sem Sólveig hefði vísað til, sem sneri að því að búa til viðmið um mönnun og ná sátt um hvernig eigi að fjármagna það, væri enn lokið. „Stjórnvöld hafa til 1. apríl til að bregðast við og koma með sínar tillögur og sína áætlun, þannig að þetta kom okkur bara gersamlega í opna skjöldu. Að samningnum sé sagt upp á þessum tímapunkti, þegar við erum í miðri á.“ Aðspurður hvort eitthvað hafi verið ýtt eftir svörum eða einhverjum viðvörubjöllum hringt, segir Sigurjón svo ekki vera. „Þetta kom okkur mjög á óvart vegna þess að það eru allir að vinna að fullum heilindum að þessu sameiginlega markmiði um að ná sáttum um hvernig viljum við manna þessa mikilvægu þjónustu til framtíðar,“ segir Sigurjón. Hann segir SFV, stjórnvöld og Eflingu hafa verið í þessari vinnu og að henni sé ekki lokið. „Eins og ég segi, stjórnvöld hafa frest til 1. apríl til að koma með sín viðbrögð og áætlun.“ Hann segist vona að enn sé hægt að ná sátt um þá vinnu. „Við erum að tala um þjónustu þrjú þúsund af veikustu einstaklingum samfélagsins. Við þurfum að hafa sátt um þetta og stöðugleika í þjónustunni. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Stéttarfélög Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) „harma þá óvissu sem upp er komin“ eftir að Efling sagði upp kjarasamningi sem gerður var í október. Kjarasamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu losna í maí. 27. febrúar 2025 18:17 Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Samninganefnd Eflingarfélaga hjá hjúkrunarheimilum hefur tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Efling segir uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur. Kjararsamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu því losna í maí. 27. febrúar 2025 16:08 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir uppsögn tiltölulega nýs kjarasamnings í dag hafa komið fólki verulega á óvart. Efling sagði í dag upp kjarasamning um 2.300 félagsmanna í hjúkrunarstörfum. Kjarasamningurinn var undirritaður 2. október og samþykktur um miðjan þann mánuð. „Þegar við vorum í kjarasamningsviðræðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu var okkar helsta markmið að bæta mönnun,“ segir Sólveig. „Hún er mjög léleg og hefur hræðileg áhrif á starfsaðstæður Eflingarfólks og leiðir til mikils álags og svo framvegis.“ Hún segir að þegar samningurinn hafi verið undirritaður hafi fylgt honum yfirlýsing frá heilbrigðisráðuneytinu um stofnun vinnuhóps. Þeim hópi væri ætlað að útbúa mönnunarviðmið sem hægt væri að fara eftir. Hópurinn væri búinn að skila niðurstöðu en Sólveig segir hana algerlega ófullnægjandi. Hún segir samninginn vera með forsenduákvæði sem segi til um að hægt sé að segja honum upp, ef Efling væri ekki ánægð með tillögurnar. Það þyrfti að vera gert fyrir 1. apríl. „En við sáum enga ástæðu til þess að bíða. Við vildum einfaldlega koma þessum skilaboðum áleiðis hratt og örugglega til okkar viðsemjenda og ríkissáttasemjara og það gerðum við í dag.“ Sólveig sagði að Efling myndi fylgja þeirra kröfugerð en sá varnagli yrði sleginn um að nú væri til að mynda búið að undirrita kjarasamning við kennara. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. Nú þegar samningarnir verði opnir verði skoðað hvað opinberir launagreiðendur hafi samið um við aðra. Sólveig vildi ekki segja að farið yrði fram á frekari hækkanir en samið var um í samningunum frá október en samningur kennara yrði að sjálfsögðu skoðaður. „Þá langar mig líka að segja að við erum að fjalla um kjarasamning fyrir risastóran hóp ómissandi starfsfólks, mestmegnis kvenna, sem eru í því sem hægt er að kalla sögulega vanmetin kvennastörf. Ef einhver á hér inni einhverskonar leiðréttingu á sínum kjörum, þá er það sannarlega þessi hópur.“ Samningi sagt upp í miðri á Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri SFV, segir uppsögn samningsins í dag hafa komið verulega á óvart. Vinnan sem Sólveig hefði vísað til, sem sneri að því að búa til viðmið um mönnun og ná sátt um hvernig eigi að fjármagna það, væri enn lokið. „Stjórnvöld hafa til 1. apríl til að bregðast við og koma með sínar tillögur og sína áætlun, þannig að þetta kom okkur bara gersamlega í opna skjöldu. Að samningnum sé sagt upp á þessum tímapunkti, þegar við erum í miðri á.“ Aðspurður hvort eitthvað hafi verið ýtt eftir svörum eða einhverjum viðvörubjöllum hringt, segir Sigurjón svo ekki vera. „Þetta kom okkur mjög á óvart vegna þess að það eru allir að vinna að fullum heilindum að þessu sameiginlega markmiði um að ná sáttum um hvernig viljum við manna þessa mikilvægu þjónustu til framtíðar,“ segir Sigurjón. Hann segir SFV, stjórnvöld og Eflingu hafa verið í þessari vinnu og að henni sé ekki lokið. „Eins og ég segi, stjórnvöld hafa frest til 1. apríl til að koma með sín viðbrögð og áætlun.“ Hann segist vona að enn sé hægt að ná sátt um þá vinnu. „Við erum að tala um þjónustu þrjú þúsund af veikustu einstaklingum samfélagsins. Við þurfum að hafa sátt um þetta og stöðugleika í þjónustunni.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Stéttarfélög Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) „harma þá óvissu sem upp er komin“ eftir að Efling sagði upp kjarasamningi sem gerður var í október. Kjarasamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu losna í maí. 27. febrúar 2025 18:17 Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Samninganefnd Eflingarfélaga hjá hjúkrunarheimilum hefur tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Efling segir uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur. Kjararsamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu því losna í maí. 27. febrúar 2025 16:08 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) „harma þá óvissu sem upp er komin“ eftir að Efling sagði upp kjarasamningi sem gerður var í október. Kjarasamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu losna í maí. 27. febrúar 2025 18:17
Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Samninganefnd Eflingarfélaga hjá hjúkrunarheimilum hefur tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Efling segir uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur. Kjararsamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu því losna í maí. 27. febrúar 2025 16:08