Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Jón Þór Stefánsson skrifar 27. febrúar 2025 16:50 Atvikið átti sér stað á bílastæði í Breiðholti árið 2021. Vísir/Vilhelm Landsréttur þyngdi í dag dóm Candido Alberto Ferral Abreu fyrir tilraun til manndráps. Áður hafði Héraðsdómur dæmt hann í fjögurra ára fangelsi, en Landsréttur þyngir refsinguna í fimm ár. Honum var gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hníf í brjósthol við bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021. Í niðurstöðu Landsréttar var að mestu vísað til dóms héraðsdóms að því leyti að um væri að ræða tilraun til manndráps og að Candido hefði verið sakhæfur á verknaðarstundu. Hins vegar þótti alvarleiki háttseminnar svo mikill að rétt væri að þyngja refsinguna. Í skýrslutöku í héraði sagði Candido að hann hafi séð til ferða mannsins, þess sem var stunginn, og annars einstaklings þar sem þeir væru að aka um. Candido hafi verið akandi og elt þá, en þeir munu hafa numið staðar á bílastæði við hús mannsins. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag.Vísir/Vilhelm Fyrir dómi sagði Candido að honum hafi staðið ógn af manninum. Sjálfur hafi hann stigið úr bílnum sínum með hníf í hendi og snöggreiðst og misst stjórn á skapi sínu þegar hann sá manninn. Hann hafi því sveiflað hendi sinni í átt að manninum. Candido gerði ráð fyrir að maðurinn hefði hlotið sár sín vegna þess. Í framhaldinu hafi Candido elt manninn um nokkra stund, en síðan haldið á brott, ekið í burtu og kastað hnífnum í sjóinn. „Er þetta hann?“ Maðurinn sem varð fyrir árásinni lýsti atvikum þannig að hann hefði stigið úr bílnum sínum, og síðan áttað sig á því að hann hafi gleymt símanum sínum í bílnum og beygt sig inn í hann til að sækja símann. Þegar hann hafi rétt aftur úr sér hafi árásarmaðurinn komið aðvífandi að honum og spurt: „Is this him?“ sem má útleggja sem: „Er þetta hann?“ Árásarmaðurinn hafi svo stungið hann í brjóstið, og síðan hafi hann snúið sér undan, en fengið aðra stungu í bakið. Þá hafi hann reynt að forða sér undan á hlaupum en árásarmaðurinn elt hann fyrst um sinn en síðan hætt því. Þá hafi manninum tekist að leita skjóls í fjölbýlishúsi í grenndinni. Annað stungusárið var sex sentímetra langt og hitt sárið átta sentímetra langt. Bæði voru töluvert djúp. Bætur hækkaðar Líkt og áður segir viðurkenndi Candido að hafa framið árásina. Fyrir dómi vildi hann þó meina að hann hafi ekki ætlað sér að verða manninum að bana, nánast væri um óviljaverk að ræða. Héraðsdómur féllst ekki á þá lýsingu, þar sem að gögn málsins bentu ekki til þess að hann hafi stungið brotaþolann óvart. Líkt og áður segir vísaði Landsréttur að miklu leyti til dóms héraðsdóms, en þyngdi refsinguna. Þá hækkaði dómurinn jafnframt miskabætur sem Candido er gert að greiða brotaþola. Í héraði voru þær 1,5 milljón, en í Landsrétti tvær milljónir. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Honum var gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hníf í brjósthol við bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021. Í niðurstöðu Landsréttar var að mestu vísað til dóms héraðsdóms að því leyti að um væri að ræða tilraun til manndráps og að Candido hefði verið sakhæfur á verknaðarstundu. Hins vegar þótti alvarleiki háttseminnar svo mikill að rétt væri að þyngja refsinguna. Í skýrslutöku í héraði sagði Candido að hann hafi séð til ferða mannsins, þess sem var stunginn, og annars einstaklings þar sem þeir væru að aka um. Candido hafi verið akandi og elt þá, en þeir munu hafa numið staðar á bílastæði við hús mannsins. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag.Vísir/Vilhelm Fyrir dómi sagði Candido að honum hafi staðið ógn af manninum. Sjálfur hafi hann stigið úr bílnum sínum með hníf í hendi og snöggreiðst og misst stjórn á skapi sínu þegar hann sá manninn. Hann hafi því sveiflað hendi sinni í átt að manninum. Candido gerði ráð fyrir að maðurinn hefði hlotið sár sín vegna þess. Í framhaldinu hafi Candido elt manninn um nokkra stund, en síðan haldið á brott, ekið í burtu og kastað hnífnum í sjóinn. „Er þetta hann?“ Maðurinn sem varð fyrir árásinni lýsti atvikum þannig að hann hefði stigið úr bílnum sínum, og síðan áttað sig á því að hann hafi gleymt símanum sínum í bílnum og beygt sig inn í hann til að sækja símann. Þegar hann hafi rétt aftur úr sér hafi árásarmaðurinn komið aðvífandi að honum og spurt: „Is this him?“ sem má útleggja sem: „Er þetta hann?“ Árásarmaðurinn hafi svo stungið hann í brjóstið, og síðan hafi hann snúið sér undan, en fengið aðra stungu í bakið. Þá hafi hann reynt að forða sér undan á hlaupum en árásarmaðurinn elt hann fyrst um sinn en síðan hætt því. Þá hafi manninum tekist að leita skjóls í fjölbýlishúsi í grenndinni. Annað stungusárið var sex sentímetra langt og hitt sárið átta sentímetra langt. Bæði voru töluvert djúp. Bætur hækkaðar Líkt og áður segir viðurkenndi Candido að hafa framið árásina. Fyrir dómi vildi hann þó meina að hann hafi ekki ætlað sér að verða manninum að bana, nánast væri um óviljaverk að ræða. Héraðsdómur féllst ekki á þá lýsingu, þar sem að gögn málsins bentu ekki til þess að hann hafi stungið brotaþolann óvart. Líkt og áður segir vísaði Landsréttur að miklu leyti til dóms héraðsdóms, en þyngdi refsinguna. Þá hækkaði dómurinn jafnframt miskabætur sem Candido er gert að greiða brotaþola. Í héraði voru þær 1,5 milljón, en í Landsrétti tvær milljónir.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira