„Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 28. febrúar 2025 07:03 Haukur Guðmundsson er formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Mynd/Víðir B Átak, félag fólks með þroskahömlun, frumsýndi í vikunni myndband með þeirra eigin endurgerð af laginu Hjálpum þeim. Lagið er hluti af vitundarvakningu um stöðu, framlag og réttindi fatlaðs fólks. Vitundarvakningin er hluti af Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem var samþykkt á Alþingi í fyrra og samanstendur af alls sextíu aðgerðum. Vitundarvakningin er sú fyrsta. „Við fengum styrk frá félagsmálaráðuneytinu. Myndbandið er til að vekja athygli á málefnum fatlaðra. Þess vegna völdum við lagið Hjálpum þeim,“ segir Haukur Guðmundsson, formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Betri lausnir í sameiningu Haukur segir lagið neyðaraðstoð Átaks. Í yfirlýsingu sem fylgdi útgáfu lagsins segir að margt fólk á Íslandi hafi áhyggjur af því að fatlað fólk kosti of mikla peninga. „En ekki örvænta! Við í Átaki höfum safnað liði og erum komin til að bjarga málunum,“ segir í tilkynningunni og að í myndbandinu sýni þau hvernig hægt er að spara peninga og vinnu með því að hlusta á fólk með þroskahömlun. Við vitum að þið eruð að reyna! En með raunverulegri hjálp frá okkur finnum við betri lausnir í sameiningu.“ Haukur segir mikilvægt að fjallað sé um málefni fatlaðs fólks. „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum. Það er erfitt með til dæmis húsnæðismál og að fá ekki sambærileg laun. Við eigum oft erfitt með að fá vinnu, kannski af því að við fáum ekki alltaf að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Það eru einhverjir aðrir að taka ákvarðanir fyrir okkur, þau eru ekki endilega að spyrja okkur um hvað við viljum.“ Frá gerð myndbandsins.Mynd/Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir Það þurfi því að tala meira um hindranir fatlaðra svo ófatlaðir skilji það betur. „Það er til dæmis að fatlaðir fá ekkert alltaf tækifæri á almennum vinnumarkaði. Þeir eru meira á vernduðum vinnustöðum þar sem þeir fá lítil laun eða jafnvel ekki neitt. Atvinnurekendur á almennum vinnustöðum eru ekki alveg tilbúnir að gefa fötluðum tækifæri í samráði við þá, að leysa hvaða verkefni þeir geta unnið eða hversu lengi þeir geta unnið.“ Hann segir Átak mikilvægt félag. „Við erum baráttufélag, hagsmunafélag fyrir fatlað fólk,“ segir Haukur og að það sem aðskilji félagið frá öðrum hagsmunafélögum sé að í stjórn séu bara fólk með þroskahömlun „Við montum okkur svolítið af því. Ekkert um okkur án okkar.“ Liður í lögfestingu Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks er liður í innleiðingu og lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en ríkisstjórnin setti það á stefnuskrá sína að lögfesta samninginn. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins fyrr í þessari viku kom fram að annar hluti af aðgerð sem snýr að vitundarvakningunni sé vefurinn Fyrir okkur öll sem fór í loftið fyrir nokkrum dögum. Átak kom ekki beint að þeim vef en samstarfsaðilar þar eru ÖBÍ réttindasamtök, Þroskahjálp, Geðhjálp og Samband íslenskra sveitarfélaga. Myndbandið var frumsýnt í vikunni.Mynd/Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir Á vefnum er hægt að finna ýmsar upplýsingar um fatlað fólk, landsáætlunina og aðgerðirnar sem henni fylgja. Þá er einnig að finna þar reynslusögur sem fjalla um hindranir í daglegu lífi fatlaðs fólks. Erfitt í búningsklefanum „Ég elska að fara í sund en á erfitt með búningsklefann, þar er svo mikið kaos. Af því að ég ber ekki fötlunina mína utan á mér þarf ég oft að hafa mikið fyrir því að fá leyfi til að nota einstaklingsklefann. Mig langar bara að geta farið í pottinn án þess að þurfa að sanna að ég sé fatlaður,“ segir í einni sögunni og í annarri: „Ég get ekki keypt mér bíómiða á sama hátt og annað fólk. Ég er með fötlun sem gerir mér erfitt fyrir að muna tölur og lykilorð og án þeirra get ég ekki auðkennt mig. Það þurfa að vera fleiri leiðir til að sanna hver maður er.“ Þá fjallar ein sagan um vinnu: „Ég var einn frammi í afgreiðslunni um daginn og þá kom maður og spurði hvort það væri enginn að vinna hérna. Samt var ég í peysu með merkinu. Hann hélt bara að af því ég væri fatlaður þá gæti ég ekki verið að vinna hérna. Mér finnst það ekki sanngjarnt.“ „Við verðum að auka sýnileika fatlaðs fólks. Lyfta upp veruleika þess og sömuleiðis ómetanlegu framlagi þess til samfélagsins. Vitundarvakningunni er ætlað að gera einmitt þetta og undirstrika um leið réttindi okkar fatlaðs fólks. Samfélagið verður svo miklu betra fyrir okkur öll ef réttindi allra eru virt,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í vikunni. Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tónlist Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Vitundarvakningin er hluti af Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem var samþykkt á Alþingi í fyrra og samanstendur af alls sextíu aðgerðum. Vitundarvakningin er sú fyrsta. „Við fengum styrk frá félagsmálaráðuneytinu. Myndbandið er til að vekja athygli á málefnum fatlaðra. Þess vegna völdum við lagið Hjálpum þeim,“ segir Haukur Guðmundsson, formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Betri lausnir í sameiningu Haukur segir lagið neyðaraðstoð Átaks. Í yfirlýsingu sem fylgdi útgáfu lagsins segir að margt fólk á Íslandi hafi áhyggjur af því að fatlað fólk kosti of mikla peninga. „En ekki örvænta! Við í Átaki höfum safnað liði og erum komin til að bjarga málunum,“ segir í tilkynningunni og að í myndbandinu sýni þau hvernig hægt er að spara peninga og vinnu með því að hlusta á fólk með þroskahömlun. Við vitum að þið eruð að reyna! En með raunverulegri hjálp frá okkur finnum við betri lausnir í sameiningu.“ Haukur segir mikilvægt að fjallað sé um málefni fatlaðs fólks. „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum. Það er erfitt með til dæmis húsnæðismál og að fá ekki sambærileg laun. Við eigum oft erfitt með að fá vinnu, kannski af því að við fáum ekki alltaf að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Það eru einhverjir aðrir að taka ákvarðanir fyrir okkur, þau eru ekki endilega að spyrja okkur um hvað við viljum.“ Frá gerð myndbandsins.Mynd/Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir Það þurfi því að tala meira um hindranir fatlaðra svo ófatlaðir skilji það betur. „Það er til dæmis að fatlaðir fá ekkert alltaf tækifæri á almennum vinnumarkaði. Þeir eru meira á vernduðum vinnustöðum þar sem þeir fá lítil laun eða jafnvel ekki neitt. Atvinnurekendur á almennum vinnustöðum eru ekki alveg tilbúnir að gefa fötluðum tækifæri í samráði við þá, að leysa hvaða verkefni þeir geta unnið eða hversu lengi þeir geta unnið.“ Hann segir Átak mikilvægt félag. „Við erum baráttufélag, hagsmunafélag fyrir fatlað fólk,“ segir Haukur og að það sem aðskilji félagið frá öðrum hagsmunafélögum sé að í stjórn séu bara fólk með þroskahömlun „Við montum okkur svolítið af því. Ekkert um okkur án okkar.“ Liður í lögfestingu Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks er liður í innleiðingu og lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en ríkisstjórnin setti það á stefnuskrá sína að lögfesta samninginn. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins fyrr í þessari viku kom fram að annar hluti af aðgerð sem snýr að vitundarvakningunni sé vefurinn Fyrir okkur öll sem fór í loftið fyrir nokkrum dögum. Átak kom ekki beint að þeim vef en samstarfsaðilar þar eru ÖBÍ réttindasamtök, Þroskahjálp, Geðhjálp og Samband íslenskra sveitarfélaga. Myndbandið var frumsýnt í vikunni.Mynd/Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir Á vefnum er hægt að finna ýmsar upplýsingar um fatlað fólk, landsáætlunina og aðgerðirnar sem henni fylgja. Þá er einnig að finna þar reynslusögur sem fjalla um hindranir í daglegu lífi fatlaðs fólks. Erfitt í búningsklefanum „Ég elska að fara í sund en á erfitt með búningsklefann, þar er svo mikið kaos. Af því að ég ber ekki fötlunina mína utan á mér þarf ég oft að hafa mikið fyrir því að fá leyfi til að nota einstaklingsklefann. Mig langar bara að geta farið í pottinn án þess að þurfa að sanna að ég sé fatlaður,“ segir í einni sögunni og í annarri: „Ég get ekki keypt mér bíómiða á sama hátt og annað fólk. Ég er með fötlun sem gerir mér erfitt fyrir að muna tölur og lykilorð og án þeirra get ég ekki auðkennt mig. Það þurfa að vera fleiri leiðir til að sanna hver maður er.“ Þá fjallar ein sagan um vinnu: „Ég var einn frammi í afgreiðslunni um daginn og þá kom maður og spurði hvort það væri enginn að vinna hérna. Samt var ég í peysu með merkinu. Hann hélt bara að af því ég væri fatlaður þá gæti ég ekki verið að vinna hérna. Mér finnst það ekki sanngjarnt.“ „Við verðum að auka sýnileika fatlaðs fólks. Lyfta upp veruleika þess og sömuleiðis ómetanlegu framlagi þess til samfélagsins. Vitundarvakningunni er ætlað að gera einmitt þetta og undirstrika um leið réttindi okkar fatlaðs fólks. Samfélagið verður svo miklu betra fyrir okkur öll ef réttindi allra eru virt,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í vikunni.
Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tónlist Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira