Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar 28. febrúar 2025 08:31 Laun og kjör hjúkrunarfræðinga eiga að endurspegla ábyrgð, menntun, hæfni og reynslu þeirra. Það þarf að byggja á því jákvæða skrefi sem tekið var við síðustu kjarasamninga þar sem samið var um nýja launatöflu sem er í samræmi við aðra háskólamenntaða sérfræðinga. Nú þarf að byggja ofan á þetta og halda áfram vinnu við að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Nauðsynlegt er að hjúkrunarfræðingar eigi þétt samtal um sitt kjaraumhverfi og hefji samtal um virðismat á störfum sínum. Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga þarf að bæta verulega. Áframhaldandi vinna við þróun mönnunarviðmiða var fest í sessi í síðustu kjarasamningum, sem er mikilvægt skref. Rannsóknir sýna að rétt mönnun hjúkrunarfræðinga stuðlar að öruggri hjúkrun fyrir skjólstæðinga og er jafnframt hagkvæm, þar sem hún dregur úr dánartíðni og fylgikvillum. Það er forgangsmál að lögfesta mönnunarviðmið til að tryggja öryggi skjólstæðinga og auka starfsöryggi og starfsánægju hjúkrunarfræðinga. Víkkað starfssvið hjúkrunarfræðinga þarf að fara á skrið, en lítið hefur þokast í færslu verkefna milli heilbrigðisstétta. Hæfni og þekking hjúkrunarfræðinga er mikil og sýnt hefur verið fram á að víkkað starfssvið hjúkrunarfræðinga er öruggt, hagkvæmt og skilar sér í aukinni ánægju sjúklinga með þjónustu heilbrigðiskerfisins. Hér þurfa bæði að eiga sér stað menningarbundnar breytingar og breytingar á lögum og reglugerðum. Sérfræðingar í hjúkrun eiga að nýta faglega þekkingu sína til fulls, eins og þekkist í öðrum löndum sem Ísland ber sig gjarnan saman við. Það stuðlar að betri nýtingu mannafla og aukinni skilvirkni í heilbrigðiskerfinu. Rannsóknir eru undirstaða vísinda, og hjúkrunarfræði sem vísindagrein byggir á þeim grunni. Áfram þarf að efla og styrkja rannsóknir í hjúkrun á Íslandi og styðja þannig við sívaxandi rannsókna- og vísindastarf í faginu. Hjúkrun þarf að vera raunhæfur kostur fyrir alla, óháð kyni eða uppruna. Mikilvægt er að laða að fjölbreyttan hóp og tryggja að stéttin endurspegli þann breiða hóp skjólstæðinga sem hún sinnir. Hjúkrunarþörf fer vaxandi um allan heim, og því verðum við að leita að hæfum einstaklingum úr öllum hópum samfélagsins, ekki aðeins helmingi þess. Hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni eru mikilvægir í íslensku heilbrigðiskerfi og við eigum að styðja þá sem flytja hingað til starfa á eigin vegum. Ísland á að fylgja tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um siðferðilegar ráðningar milli landa. Heildrænt móttökuferli þarf að vera til staðar með góðri aðlögun þar sem tungumálakunnátta og hæfni er staðfest ásamt inngildingu í samfélagið. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægum störfum í stjórnsýslu, en skortur er á formlegum málsvara og ráðgefandi aðila sem hefur heildarsýn og leiðir faglega þróun hjúkrunar, fjölmennustu stéttarinnar í heilbrigðiskerfinu. Því er brýnt að stofna embætti yfirhjúkrunarfræðings, sem hefur yfirsýn yfir mönnun og þróun hjúkrunarþjónustu, auk þess að móta faglega stefnu yfirvalda hvað varðar hjúkrunarþjónustu í landinu. Undirrituð býður sig fram til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og óskar eftir stuðningi hjúkrunarfræðinga í kosningum félagsins sem fara fram rafrænt frá hádegi 28. febrúar til hádegis 4. mars. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sviðsstjóri fagsviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Laun og kjör hjúkrunarfræðinga eiga að endurspegla ábyrgð, menntun, hæfni og reynslu þeirra. Það þarf að byggja á því jákvæða skrefi sem tekið var við síðustu kjarasamninga þar sem samið var um nýja launatöflu sem er í samræmi við aðra háskólamenntaða sérfræðinga. Nú þarf að byggja ofan á þetta og halda áfram vinnu við að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Nauðsynlegt er að hjúkrunarfræðingar eigi þétt samtal um sitt kjaraumhverfi og hefji samtal um virðismat á störfum sínum. Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga þarf að bæta verulega. Áframhaldandi vinna við þróun mönnunarviðmiða var fest í sessi í síðustu kjarasamningum, sem er mikilvægt skref. Rannsóknir sýna að rétt mönnun hjúkrunarfræðinga stuðlar að öruggri hjúkrun fyrir skjólstæðinga og er jafnframt hagkvæm, þar sem hún dregur úr dánartíðni og fylgikvillum. Það er forgangsmál að lögfesta mönnunarviðmið til að tryggja öryggi skjólstæðinga og auka starfsöryggi og starfsánægju hjúkrunarfræðinga. Víkkað starfssvið hjúkrunarfræðinga þarf að fara á skrið, en lítið hefur þokast í færslu verkefna milli heilbrigðisstétta. Hæfni og þekking hjúkrunarfræðinga er mikil og sýnt hefur verið fram á að víkkað starfssvið hjúkrunarfræðinga er öruggt, hagkvæmt og skilar sér í aukinni ánægju sjúklinga með þjónustu heilbrigðiskerfisins. Hér þurfa bæði að eiga sér stað menningarbundnar breytingar og breytingar á lögum og reglugerðum. Sérfræðingar í hjúkrun eiga að nýta faglega þekkingu sína til fulls, eins og þekkist í öðrum löndum sem Ísland ber sig gjarnan saman við. Það stuðlar að betri nýtingu mannafla og aukinni skilvirkni í heilbrigðiskerfinu. Rannsóknir eru undirstaða vísinda, og hjúkrunarfræði sem vísindagrein byggir á þeim grunni. Áfram þarf að efla og styrkja rannsóknir í hjúkrun á Íslandi og styðja þannig við sívaxandi rannsókna- og vísindastarf í faginu. Hjúkrun þarf að vera raunhæfur kostur fyrir alla, óháð kyni eða uppruna. Mikilvægt er að laða að fjölbreyttan hóp og tryggja að stéttin endurspegli þann breiða hóp skjólstæðinga sem hún sinnir. Hjúkrunarþörf fer vaxandi um allan heim, og því verðum við að leita að hæfum einstaklingum úr öllum hópum samfélagsins, ekki aðeins helmingi þess. Hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni eru mikilvægir í íslensku heilbrigðiskerfi og við eigum að styðja þá sem flytja hingað til starfa á eigin vegum. Ísland á að fylgja tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um siðferðilegar ráðningar milli landa. Heildrænt móttökuferli þarf að vera til staðar með góðri aðlögun þar sem tungumálakunnátta og hæfni er staðfest ásamt inngildingu í samfélagið. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægum störfum í stjórnsýslu, en skortur er á formlegum málsvara og ráðgefandi aðila sem hefur heildarsýn og leiðir faglega þróun hjúkrunar, fjölmennustu stéttarinnar í heilbrigðiskerfinu. Því er brýnt að stofna embætti yfirhjúkrunarfræðings, sem hefur yfirsýn yfir mönnun og þróun hjúkrunarþjónustu, auk þess að móta faglega stefnu yfirvalda hvað varðar hjúkrunarþjónustu í landinu. Undirrituð býður sig fram til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og óskar eftir stuðningi hjúkrunarfræðinga í kosningum félagsins sem fara fram rafrænt frá hádegi 28. febrúar til hádegis 4. mars. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sviðsstjóri fagsviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun