Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar 25. febrúar 2025 16:32 Lengi hefur því verið haldið fram að íslenska þjóðin sé að eldast. Þetta hefur svo legið til grundvallar framtíðarspám hjá ríki og sveitarfélögum fyrir ýmsa samfélagslega þætti eins og þörf á heilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu, byggingu hjúkrunarheimila og fleira. Þetta var einnig forsendan fyrir því að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) að meðaltali um 10% árið 2023. Skýringin sem var þá gefin var að endurreikna þyrfti lífslíkur sjóðsfélaga vegna hækkandi lífaldurs þeirra. Skerðingin var svo keyrð í gegn þrátt fyrir aðfinnslur Fjármálaeftirlitsins. Nokkur dómsmál eru í farvatninu þar sem lögmæti þessarar skerðingar verður dregið í efa. Íslenska þjóðin er ein sú yngsta í heiminum sem þýðir að hlutfall þeirra sem eru 65 ára og eldri er talsvert lægra hér en í öðrum löndum. Starfsævin hér á landi er einnig sú lengsta í Evrópu, eða tæplega 46 ár. Þessar tvær staðreyndir ættu að auðvelda lífeyrissjóðum það verkefni að geta skilað sjóðfélögum sínum góðum lífeyri en engu að síður hefur verið gripið til skerðinga. Lífeyrissjóðum er nauðsyn að komast sem næst því hve sjóðsfélagar lifa lengi að meðaltali. Þar liggja til grundvallar útreikningar á lífslíkum sem taka meðal annars mið af aldri og kyni þeirra sem látast á hverju ári. Lífslikur segja svo til um væntan meðallífaldur sjóðsfélaganna og ákvarða þannig hver skuldbinding sjóðsins verður til framtíðar. Tölur frá Hagstofunni sýna að meðalævilengd þjóðarinnar hefur staðið í stað síðan 2012, eins og grafið að neðan sýnir. Rök LSR fyrir skerðingunni 2023 voru þau að lífslíkur sjóðsfélaga væru hærri en gengur og gerist hjá þjóðinni, það er að þeir lifi lengur. Vitað er að meirihluti sjóðsfélaga í LSR eru konur sem lifa lengur en karlar og svo er hlutfall háskólamenntaðra í sjóðnum hærra en þverskurður af þjóðinni segir til um. Ef tekið er tillit til þessara þátta virðist munurinn á tölum Hagstofunnar og útreikninga Félags íslenskra tryggingarstærðfræðinga (FÍT) samt sem áður vera allt of mikill, sjóðsfélögum í óhag. Þessi mismunur vekur spurningar um þá aðferðarfræði sem FÍT notar við þessa útreikninga. FÍT telur að lífaldur og lífslíkur séu að hækka hér á landi en tölur Hagstofunnar sýna að þessar breytur standa í stað síðasta áratuginn. Sú þróun í þá veru að líflslíkur standi í stað og jafnvel lækki, hefur verið að koma fram hjá fleiri Evrópulöndum enÍslandi. Aldurskúrfa ævilengdar er því heilt yfir að fletjast út en ekki að hækka sem þó var forsendan fyrir skerðingunni hjá LSR árið 2023 eins og áður var nefnt. Þetta þýðir að sjóðsfélagar í íslenskum lífeyrissjóðum eru að fá lægri lífeyrisgreiðslur en þeir ættu að fá. Þessi þróun var svo undirstrikuð í niðurstöðum rannsóknar sem nýverið voru birtar í hinu virta heilbrigðistímariti Lancet en þar voru rannsakaðar lífslíkur í Evrópu, að Íslandi meðtöldu, frá tímabilinu 1990-2021. Eina landið sem sýndi hækkandi lífslíkur var Noregur en hin löndin stóðu í stað eða lækkuðu. Þetta undirstrikar niðurstöður Hagstofunnar um það að meðalævilengd íslensku þjóðarinnar hafi staðið í stað undanfarin ár, eða allt frá árinu 2012, og síðasta mæling Hagstofunnar sýnir svo að meðalævilengd þjóðarinnar er að lækka. Það er því ýmislegt sem vekur spurningar um útreikninga FÍT á lífslíkum sjóðsfélaga LSR. Samkvæmt 14. gr. reglugerðar um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 391/1998, er kveðið á um að við mat á dánar- og lífslíkum skuli nota nýjustu dánar- og eftirlifendatöflur, sem útgefnar eru af ráðherra að fengnum tillögum FÍT. Þetta þýðir að málið snertir alla lífeyrissjóði landsins. Enginn þar til bær aðili gæðavottar útreikninga né aðferðir FÍT. Vissulega er Fjármálaeftirlitið eftirlitsaðili með íslenskum lífeyrissjóðum en hér þarf til sérhæfðari fagaðila. Það er því kominn tími til að endurskoða þá aðferðarfræði sem notast er við í útreikningum á lífslíkum sjóðsfélaga hjá íslenskum lífeyrissjóðum og fá hlutlausan fagaðila til að fara yfir hana. Síðast en ekki síst er mikilvægt að gera ráð fyrir því að þjóðin sé hætt að eldast og skila lífeyrisskerðingum til baka til sjóðsfélaga. Höfundur er hagfræðingur, MSc. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lengi hefur því verið haldið fram að íslenska þjóðin sé að eldast. Þetta hefur svo legið til grundvallar framtíðarspám hjá ríki og sveitarfélögum fyrir ýmsa samfélagslega þætti eins og þörf á heilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu, byggingu hjúkrunarheimila og fleira. Þetta var einnig forsendan fyrir því að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) að meðaltali um 10% árið 2023. Skýringin sem var þá gefin var að endurreikna þyrfti lífslíkur sjóðsfélaga vegna hækkandi lífaldurs þeirra. Skerðingin var svo keyrð í gegn þrátt fyrir aðfinnslur Fjármálaeftirlitsins. Nokkur dómsmál eru í farvatninu þar sem lögmæti þessarar skerðingar verður dregið í efa. Íslenska þjóðin er ein sú yngsta í heiminum sem þýðir að hlutfall þeirra sem eru 65 ára og eldri er talsvert lægra hér en í öðrum löndum. Starfsævin hér á landi er einnig sú lengsta í Evrópu, eða tæplega 46 ár. Þessar tvær staðreyndir ættu að auðvelda lífeyrissjóðum það verkefni að geta skilað sjóðfélögum sínum góðum lífeyri en engu að síður hefur verið gripið til skerðinga. Lífeyrissjóðum er nauðsyn að komast sem næst því hve sjóðsfélagar lifa lengi að meðaltali. Þar liggja til grundvallar útreikningar á lífslíkum sem taka meðal annars mið af aldri og kyni þeirra sem látast á hverju ári. Lífslikur segja svo til um væntan meðallífaldur sjóðsfélaganna og ákvarða þannig hver skuldbinding sjóðsins verður til framtíðar. Tölur frá Hagstofunni sýna að meðalævilengd þjóðarinnar hefur staðið í stað síðan 2012, eins og grafið að neðan sýnir. Rök LSR fyrir skerðingunni 2023 voru þau að lífslíkur sjóðsfélaga væru hærri en gengur og gerist hjá þjóðinni, það er að þeir lifi lengur. Vitað er að meirihluti sjóðsfélaga í LSR eru konur sem lifa lengur en karlar og svo er hlutfall háskólamenntaðra í sjóðnum hærra en þverskurður af þjóðinni segir til um. Ef tekið er tillit til þessara þátta virðist munurinn á tölum Hagstofunnar og útreikninga Félags íslenskra tryggingarstærðfræðinga (FÍT) samt sem áður vera allt of mikill, sjóðsfélögum í óhag. Þessi mismunur vekur spurningar um þá aðferðarfræði sem FÍT notar við þessa útreikninga. FÍT telur að lífaldur og lífslíkur séu að hækka hér á landi en tölur Hagstofunnar sýna að þessar breytur standa í stað síðasta áratuginn. Sú þróun í þá veru að líflslíkur standi í stað og jafnvel lækki, hefur verið að koma fram hjá fleiri Evrópulöndum enÍslandi. Aldurskúrfa ævilengdar er því heilt yfir að fletjast út en ekki að hækka sem þó var forsendan fyrir skerðingunni hjá LSR árið 2023 eins og áður var nefnt. Þetta þýðir að sjóðsfélagar í íslenskum lífeyrissjóðum eru að fá lægri lífeyrisgreiðslur en þeir ættu að fá. Þessi þróun var svo undirstrikuð í niðurstöðum rannsóknar sem nýverið voru birtar í hinu virta heilbrigðistímariti Lancet en þar voru rannsakaðar lífslíkur í Evrópu, að Íslandi meðtöldu, frá tímabilinu 1990-2021. Eina landið sem sýndi hækkandi lífslíkur var Noregur en hin löndin stóðu í stað eða lækkuðu. Þetta undirstrikar niðurstöður Hagstofunnar um það að meðalævilengd íslensku þjóðarinnar hafi staðið í stað undanfarin ár, eða allt frá árinu 2012, og síðasta mæling Hagstofunnar sýnir svo að meðalævilengd þjóðarinnar er að lækka. Það er því ýmislegt sem vekur spurningar um útreikninga FÍT á lífslíkum sjóðsfélaga LSR. Samkvæmt 14. gr. reglugerðar um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 391/1998, er kveðið á um að við mat á dánar- og lífslíkum skuli nota nýjustu dánar- og eftirlifendatöflur, sem útgefnar eru af ráðherra að fengnum tillögum FÍT. Þetta þýðir að málið snertir alla lífeyrissjóði landsins. Enginn þar til bær aðili gæðavottar útreikninga né aðferðir FÍT. Vissulega er Fjármálaeftirlitið eftirlitsaðili með íslenskum lífeyrissjóðum en hér þarf til sérhæfðari fagaðila. Það er því kominn tími til að endurskoða þá aðferðarfræði sem notast er við í útreikningum á lífslíkum sjóðsfélaga hjá íslenskum lífeyrissjóðum og fá hlutlausan fagaðila til að fara yfir hana. Síðast en ekki síst er mikilvægt að gera ráð fyrir því að þjóðin sé hætt að eldast og skila lífeyrisskerðingum til baka til sjóðsfélaga. Höfundur er hagfræðingur, MSc.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun