Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Jón Ísak Ragnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 25. febrúar 2025 16:04 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir að atburðarás kjaradeilunnar fyrir helgi hafi verið eins og kjaftshögg eða vatnsgusa í andlitið fyrir kennara. Hann segir kjaftæði að virðismatsvegferð kennara hafi áhrif á samninga á almennum vinnumarkaði, en hann vonar að hægt verði að klára samninga sem fyrst. Fundur samninganefnda í kennaradeilunni hófst klukkan þrjú, en það var Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, sem boðaði til hans. Hann sagðist í samtali við fréttstofu nú á þriðja tímanum vilja átta sig á stöðunni, athuga hvort lægja þyrfti öldur og allir þyrftu í sameiningu að finna út úr því hvort vinnanlegur flötur væri fyrir hendi í núverandi stöðu. Fundurinn nú er sá fyrsti síðan samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hafnaði innanhússtillögu sáttasemjara fyrir helgi, þá sömu tillögu og kennarar samþykktu og samninganefnd ríkisins tók ekki afstöðu til. Atburðarásin fyrir helgi mikil vonbrigði Magnús segir að tíðindin fyrir helgi hafi verið mikil vonbrigði, hann hafi sagt það um leið og tillögunni var hafnað. „Við töldum okkur vera komin með þann grundvöll sem við auðvitað samþykktum. Kennarar hafa verið mjög skýrir í því hvers konar kjaftshögg eða vatnsgusa í andlitið þetta var, þannig vonandi erum vð mætt hér í dag til að leiðrétta það,“ sagði hann. Hann segir að málið tilheyri fortíðinni og hann treysti því að menn séu mættir til viðræðna til að horfa fram veginn. „Við erum mætt hérna í dag til þess að treysta á það að Ástráður hafi eitthvað að segja okkur sem að hjálpar okkur fram veginn.“ Forsenduákvæðið algjört skilyrði Nú liggja fyrir tvær innanhústillögur, ein sem að þið samþykktuð, og önnur sem sveitarfélögin samþykktu, er einhver millivegur þarna sem hægt er að fara? „Við höfum verið alveg skýr með það hvar okkar hugur er, við erum ða koma hér í kjölfar samkomulags sem var sett í gang 2016, við höfum bent á það allan tímann að við séum að horfa fram á við, við ætlum að sjá til þess að kennarastarfið sé metið að virði í samræmi við ábyrgð og gildi starfsins. Það er stóra verkefnið og við höldum í það,“ sagði Magnús. Kennarar telji að tillagan síðasta fimmtudag vera grunninn að samkomulaginu sem þurfi að ná. „Forsenduákvæðið er algjört skilyrði, við gerðum samning 2016 og hann var útfærður 2018, það var gert í góðri trú. Efndir þess samnings til okkar hafa ekki orðið neinar. Þannig það hefur verið alveg verið skýrt frá okkur alveg frá því við komum í hús hér í september, að sá samningur sem yrði gerður yrði á þeim forsendum að við myndum geta haft aðkomu að því hvernig málin eru sett í gang, þannig forsenduákvæðið er algjörlega skýrt skilyrði í öllum samningum sem við gerum hér.“ Augljóslega skiptar skoðanir á hlutunum Magnús segir að það hafi ýmislegt gerst síðan á föstudaginn, og menn hafi skiptar skoðanir á því hvað hafi gerst bak við tjöldin. Hann segir ýmislegt hafa verið sagt sem ekki standist skoðun. „Fólk er einhver veginn að átta sig á því hvað virðismatsvegferðin þýðir. Það eru einhver ummæli um að þetta hafi áhrif á samninga á almennum markaði sem er bara kjaftæði,“ segir Magnús. Hann segir þessa hluti fara í loftið til að „ýta sandi í tannhjólin.“ „Þannig vonandi bara standa menn af sér þá þvælu alla, og bara klára verkefnið.“ Magnús segist hafa fengið fréttir af því í dag að kennarar séu að segja upp störfum, og honum þyki það mjög leitt. „Við erum að berjast fyrir kerfinu okkar, við erum ekki bara að berjast fyrir starfinu okkar heldur líka menntakerfinu, og það er auðvitað orðið mjög erfitt að horfa upp á hluti eins og við sáum hér í síðustu viku, og eitthvað svona brugg á bak við í gangi sem fólk er að greina. Það hefur auðvitað bara verið erfitt fyrir fólk,“ segir hann. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Fundur samninganefnda í kennaradeilunni hófst klukkan þrjú, en það var Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, sem boðaði til hans. Hann sagðist í samtali við fréttstofu nú á þriðja tímanum vilja átta sig á stöðunni, athuga hvort lægja þyrfti öldur og allir þyrftu í sameiningu að finna út úr því hvort vinnanlegur flötur væri fyrir hendi í núverandi stöðu. Fundurinn nú er sá fyrsti síðan samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hafnaði innanhússtillögu sáttasemjara fyrir helgi, þá sömu tillögu og kennarar samþykktu og samninganefnd ríkisins tók ekki afstöðu til. Atburðarásin fyrir helgi mikil vonbrigði Magnús segir að tíðindin fyrir helgi hafi verið mikil vonbrigði, hann hafi sagt það um leið og tillögunni var hafnað. „Við töldum okkur vera komin með þann grundvöll sem við auðvitað samþykktum. Kennarar hafa verið mjög skýrir í því hvers konar kjaftshögg eða vatnsgusa í andlitið þetta var, þannig vonandi erum vð mætt hér í dag til að leiðrétta það,“ sagði hann. Hann segir að málið tilheyri fortíðinni og hann treysti því að menn séu mættir til viðræðna til að horfa fram veginn. „Við erum mætt hérna í dag til þess að treysta á það að Ástráður hafi eitthvað að segja okkur sem að hjálpar okkur fram veginn.“ Forsenduákvæðið algjört skilyrði Nú liggja fyrir tvær innanhústillögur, ein sem að þið samþykktuð, og önnur sem sveitarfélögin samþykktu, er einhver millivegur þarna sem hægt er að fara? „Við höfum verið alveg skýr með það hvar okkar hugur er, við erum ða koma hér í kjölfar samkomulags sem var sett í gang 2016, við höfum bent á það allan tímann að við séum að horfa fram á við, við ætlum að sjá til þess að kennarastarfið sé metið að virði í samræmi við ábyrgð og gildi starfsins. Það er stóra verkefnið og við höldum í það,“ sagði Magnús. Kennarar telji að tillagan síðasta fimmtudag vera grunninn að samkomulaginu sem þurfi að ná. „Forsenduákvæðið er algjört skilyrði, við gerðum samning 2016 og hann var útfærður 2018, það var gert í góðri trú. Efndir þess samnings til okkar hafa ekki orðið neinar. Þannig það hefur verið alveg verið skýrt frá okkur alveg frá því við komum í hús hér í september, að sá samningur sem yrði gerður yrði á þeim forsendum að við myndum geta haft aðkomu að því hvernig málin eru sett í gang, þannig forsenduákvæðið er algjörlega skýrt skilyrði í öllum samningum sem við gerum hér.“ Augljóslega skiptar skoðanir á hlutunum Magnús segir að það hafi ýmislegt gerst síðan á föstudaginn, og menn hafi skiptar skoðanir á því hvað hafi gerst bak við tjöldin. Hann segir ýmislegt hafa verið sagt sem ekki standist skoðun. „Fólk er einhver veginn að átta sig á því hvað virðismatsvegferðin þýðir. Það eru einhver ummæli um að þetta hafi áhrif á samninga á almennum markaði sem er bara kjaftæði,“ segir Magnús. Hann segir þessa hluti fara í loftið til að „ýta sandi í tannhjólin.“ „Þannig vonandi bara standa menn af sér þá þvælu alla, og bara klára verkefnið.“ Magnús segist hafa fengið fréttir af því í dag að kennarar séu að segja upp störfum, og honum þyki það mjög leitt. „Við erum að berjast fyrir kerfinu okkar, við erum ekki bara að berjast fyrir starfinu okkar heldur líka menntakerfinu, og það er auðvitað orðið mjög erfitt að horfa upp á hluti eins og við sáum hér í síðustu viku, og eitthvað svona brugg á bak við í gangi sem fólk er að greina. Það hefur auðvitað bara verið erfitt fyrir fólk,“ segir hann.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira