Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2025 18:58 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir á ferðinni gegn Sviss á föstudaginn, eftir að hún kom inn á fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur í sínum fyrsta landsleik frá árinu 2021. Getty/Daniela Porcelli Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir er í byrjunarliði Íslands í fyrsta sinn í tæp fjögur ár, þegar liðið mætir Frakklandi í Þjóðadeildinni í fótbolta í Le Mans í kvöld. Þorsteinn Halldórsson gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá markalausa jafnteflinu við Sviss ytra á föstudaginn. Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum: Mark: Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Vörn: Guðný Árnadóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir. Miðja: Sandra María Jessen, Alexandra Jóhannsdóttir, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. Sókn: Sveindís Jane Jónsdóttir. Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er á sínum stað og spilar sinn 134. A-landsleik sem gerir hana að næstleikjahæstu landsliðskonu Íslands frá upphafi. Aðeins Sara Björk Gunnarsdóttir hefur spilað fleiri A-landsleiki, eða 145 talsins, en Katrín Jónsdóttir er nú ein í 3. sæti með 133 leiki. Við hlið Glódísar er Ingibjörg Sigurðardóttir sem spilar sinn 70. A-landsleik. Endurkoma Andreu og Mundu Andrea kemur inn á miðjuna fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur sem fékk höfuðhögg í leiknum gegn Sviss á föstudaginn. Andrea, sem leikur með Tampa Bay Sun í næstbestu deild Bandaríkjanna, kom inn á fyrir Dagnýju gegn Sviss og lék þá sinn fyrsta landsleik síðan sumarið 2021. Þá kemur Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir inn og spilar sinn fyrsta mótsleik fyrir landsliðið frá því að hún fékk ósanngjarnt rautt spjald gegn Portúgal í HM-umspilinu haustið 2022. Sandra María Jessen og Guðný Árnadóttir koma einnig inn í byrunarliðið en út fara þær Dagný, Guðrún Arnardóttir, Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og Hlín Eiríksdóttir. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá markalausa jafnteflinu við Sviss ytra á föstudaginn. Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum: Mark: Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Vörn: Guðný Árnadóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir. Miðja: Sandra María Jessen, Alexandra Jóhannsdóttir, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. Sókn: Sveindís Jane Jónsdóttir. Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er á sínum stað og spilar sinn 134. A-landsleik sem gerir hana að næstleikjahæstu landsliðskonu Íslands frá upphafi. Aðeins Sara Björk Gunnarsdóttir hefur spilað fleiri A-landsleiki, eða 145 talsins, en Katrín Jónsdóttir er nú ein í 3. sæti með 133 leiki. Við hlið Glódísar er Ingibjörg Sigurðardóttir sem spilar sinn 70. A-landsleik. Endurkoma Andreu og Mundu Andrea kemur inn á miðjuna fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur sem fékk höfuðhögg í leiknum gegn Sviss á föstudaginn. Andrea, sem leikur með Tampa Bay Sun í næstbestu deild Bandaríkjanna, kom inn á fyrir Dagnýju gegn Sviss og lék þá sinn fyrsta landsleik síðan sumarið 2021. Þá kemur Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir inn og spilar sinn fyrsta mótsleik fyrir landsliðið frá því að hún fékk ósanngjarnt rautt spjald gegn Portúgal í HM-umspilinu haustið 2022. Sandra María Jessen og Guðný Árnadóttir koma einnig inn í byrunarliðið en út fara þær Dagný, Guðrún Arnardóttir, Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og Hlín Eiríksdóttir.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira