Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2025 14:23 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, þáverandi formaður VR, þegar þau stóðu saman í stéttabaráttu. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar á rétt á sex mánaða launagreiðslum við starfslok samkvæmt ráðningasamningi sínum. Sólveig Anna Jónsdóttir segir að hún þægi ekki þau laun næði hún sæti sem kjörinn fulltrúi. Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, þáði 10,2 milljóna króna eingreiðslu í biðlaun og uppsafnað orlof um mánaðamótin vegna starfsloka hans sem formanns VR í desember. Hann segist hafa þegið launin til þess að leggja í „neyðarsjóð“ fjölskyldu sinnar vegna þess að verkalýðsleiðtogar eigi oft erfitt með að fá vinnu eftir að hafa staðið í stéttabaráttu. Sjálfur gagnrýndi Ragnar Þór harðlega starfslokagreiðslur til þáverandi ríkislögreglustjóra árið 2019. Sagði hann óboðlegt að „pólitísk foréttindastétt“ lyti öðrum lögmálum en venjulegt fólk. Þá sagði Ríkisútvarpið frá því í dag að Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, yrði á launum hjá Rafiðnaðarsambandi Íslands fram á sumar þrátt fyrir að hann hafi byrjað að fá greidd laun sem þingmaður í desember. Freyr Rögnvaldsson, upplýsingafulltrúi Eflingar, staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að kveðið sé á um sex mánaða rétt til launagreiðslna við starfslok í ráðningarsamningi Sólveigar Önnu, formanns félagsins. Eftir því sem næst verði komist sé það ákvæði sambærilegt við samninga annarra leiðtoga innan verkalýðshreyfingarinnar. Sjálf segir Sólveig Anna að hún þægi ekki þessi laun ef hún væri kjörin til opinbers embættis og væri byrjuð að þiggja laun fyrir það. „Mér myndi ekki hugnast það. Það myndi bara ekki samræmast minni sýn á þessi störf, hvort sem það er að vera formaður í stéttarfélagi eða lýðræðislega kjörinn fulltrúi á Alþingi,“ segir Sólveig Anna sem vildi ekki tjá sig sérstaklega um ákvörðun Ragnars Þórs um að þiggja launagreiðslurnar. Stéttarfélög Kjaramál Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42 Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi formaður VR, segir biðlaun sem hann fékk greidd frá verkalýðsfélaginu fara í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Framlínufólk verkalýðsbaráttunnar eigi oft erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin. 25. febrúar 2025 11:15 VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Ragnar Þór Ingólfsson fékk greiddar rúmar tíu milljónir króna frá stéttarfélaginu VR í hálfs árs biðlaun og orlof eftir að hann lét af embætti formanns til þess að taka sæti á Alþingi í desember. Hann hefur fengið greidd laun fyrir þingsetu frá því í desember. 25. febrúar 2025 08:36 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, þáði 10,2 milljóna króna eingreiðslu í biðlaun og uppsafnað orlof um mánaðamótin vegna starfsloka hans sem formanns VR í desember. Hann segist hafa þegið launin til þess að leggja í „neyðarsjóð“ fjölskyldu sinnar vegna þess að verkalýðsleiðtogar eigi oft erfitt með að fá vinnu eftir að hafa staðið í stéttabaráttu. Sjálfur gagnrýndi Ragnar Þór harðlega starfslokagreiðslur til þáverandi ríkislögreglustjóra árið 2019. Sagði hann óboðlegt að „pólitísk foréttindastétt“ lyti öðrum lögmálum en venjulegt fólk. Þá sagði Ríkisútvarpið frá því í dag að Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, yrði á launum hjá Rafiðnaðarsambandi Íslands fram á sumar þrátt fyrir að hann hafi byrjað að fá greidd laun sem þingmaður í desember. Freyr Rögnvaldsson, upplýsingafulltrúi Eflingar, staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að kveðið sé á um sex mánaða rétt til launagreiðslna við starfslok í ráðningarsamningi Sólveigar Önnu, formanns félagsins. Eftir því sem næst verði komist sé það ákvæði sambærilegt við samninga annarra leiðtoga innan verkalýðshreyfingarinnar. Sjálf segir Sólveig Anna að hún þægi ekki þessi laun ef hún væri kjörin til opinbers embættis og væri byrjuð að þiggja laun fyrir það. „Mér myndi ekki hugnast það. Það myndi bara ekki samræmast minni sýn á þessi störf, hvort sem það er að vera formaður í stéttarfélagi eða lýðræðislega kjörinn fulltrúi á Alþingi,“ segir Sólveig Anna sem vildi ekki tjá sig sérstaklega um ákvörðun Ragnars Þórs um að þiggja launagreiðslurnar.
Stéttarfélög Kjaramál Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42 Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi formaður VR, segir biðlaun sem hann fékk greidd frá verkalýðsfélaginu fara í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Framlínufólk verkalýðsbaráttunnar eigi oft erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin. 25. febrúar 2025 11:15 VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Ragnar Þór Ingólfsson fékk greiddar rúmar tíu milljónir króna frá stéttarfélaginu VR í hálfs árs biðlaun og orlof eftir að hann lét af embætti formanns til þess að taka sæti á Alþingi í desember. Hann hefur fengið greidd laun fyrir þingsetu frá því í desember. 25. febrúar 2025 08:36 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42
Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi formaður VR, segir biðlaun sem hann fékk greidd frá verkalýðsfélaginu fara í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Framlínufólk verkalýðsbaráttunnar eigi oft erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin. 25. febrúar 2025 11:15
VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Ragnar Þór Ingólfsson fékk greiddar rúmar tíu milljónir króna frá stéttarfélaginu VR í hálfs árs biðlaun og orlof eftir að hann lét af embætti formanns til þess að taka sæti á Alþingi í desember. Hann hefur fengið greidd laun fyrir þingsetu frá því í desember. 25. febrúar 2025 08:36