Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2025 14:23 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, þáverandi formaður VR, þegar þau stóðu saman í stéttabaráttu. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar á rétt á sex mánaða launagreiðslum við starfslok samkvæmt ráðningasamningi sínum. Sólveig Anna Jónsdóttir segir að hún þægi ekki þau laun næði hún sæti sem kjörinn fulltrúi. Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, þáði 10,2 milljóna króna eingreiðslu í biðlaun og uppsafnað orlof um mánaðamótin vegna starfsloka hans sem formanns VR í desember. Hann segist hafa þegið launin til þess að leggja í „neyðarsjóð“ fjölskyldu sinnar vegna þess að verkalýðsleiðtogar eigi oft erfitt með að fá vinnu eftir að hafa staðið í stéttabaráttu. Sjálfur gagnrýndi Ragnar Þór harðlega starfslokagreiðslur til þáverandi ríkislögreglustjóra árið 2019. Sagði hann óboðlegt að „pólitísk foréttindastétt“ lyti öðrum lögmálum en venjulegt fólk. Þá sagði Ríkisútvarpið frá því í dag að Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, yrði á launum hjá Rafiðnaðarsambandi Íslands fram á sumar þrátt fyrir að hann hafi byrjað að fá greidd laun sem þingmaður í desember. Freyr Rögnvaldsson, upplýsingafulltrúi Eflingar, staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að kveðið sé á um sex mánaða rétt til launagreiðslna við starfslok í ráðningarsamningi Sólveigar Önnu, formanns félagsins. Eftir því sem næst verði komist sé það ákvæði sambærilegt við samninga annarra leiðtoga innan verkalýðshreyfingarinnar. Sjálf segir Sólveig Anna að hún þægi ekki þessi laun ef hún væri kjörin til opinbers embættis og væri byrjuð að þiggja laun fyrir það. „Mér myndi ekki hugnast það. Það myndi bara ekki samræmast minni sýn á þessi störf, hvort sem það er að vera formaður í stéttarfélagi eða lýðræðislega kjörinn fulltrúi á Alþingi,“ segir Sólveig Anna sem vildi ekki tjá sig sérstaklega um ákvörðun Ragnars Þórs um að þiggja launagreiðslurnar. Stéttarfélög Kjaramál Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42 Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi formaður VR, segir biðlaun sem hann fékk greidd frá verkalýðsfélaginu fara í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Framlínufólk verkalýðsbaráttunnar eigi oft erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin. 25. febrúar 2025 11:15 VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Ragnar Þór Ingólfsson fékk greiddar rúmar tíu milljónir króna frá stéttarfélaginu VR í hálfs árs biðlaun og orlof eftir að hann lét af embætti formanns til þess að taka sæti á Alþingi í desember. Hann hefur fengið greidd laun fyrir þingsetu frá því í desember. 25. febrúar 2025 08:36 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, þáði 10,2 milljóna króna eingreiðslu í biðlaun og uppsafnað orlof um mánaðamótin vegna starfsloka hans sem formanns VR í desember. Hann segist hafa þegið launin til þess að leggja í „neyðarsjóð“ fjölskyldu sinnar vegna þess að verkalýðsleiðtogar eigi oft erfitt með að fá vinnu eftir að hafa staðið í stéttabaráttu. Sjálfur gagnrýndi Ragnar Þór harðlega starfslokagreiðslur til þáverandi ríkislögreglustjóra árið 2019. Sagði hann óboðlegt að „pólitísk foréttindastétt“ lyti öðrum lögmálum en venjulegt fólk. Þá sagði Ríkisútvarpið frá því í dag að Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, yrði á launum hjá Rafiðnaðarsambandi Íslands fram á sumar þrátt fyrir að hann hafi byrjað að fá greidd laun sem þingmaður í desember. Freyr Rögnvaldsson, upplýsingafulltrúi Eflingar, staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að kveðið sé á um sex mánaða rétt til launagreiðslna við starfslok í ráðningarsamningi Sólveigar Önnu, formanns félagsins. Eftir því sem næst verði komist sé það ákvæði sambærilegt við samninga annarra leiðtoga innan verkalýðshreyfingarinnar. Sjálf segir Sólveig Anna að hún þægi ekki þessi laun ef hún væri kjörin til opinbers embættis og væri byrjuð að þiggja laun fyrir það. „Mér myndi ekki hugnast það. Það myndi bara ekki samræmast minni sýn á þessi störf, hvort sem það er að vera formaður í stéttarfélagi eða lýðræðislega kjörinn fulltrúi á Alþingi,“ segir Sólveig Anna sem vildi ekki tjá sig sérstaklega um ákvörðun Ragnars Þórs um að þiggja launagreiðslurnar.
Stéttarfélög Kjaramál Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42 Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi formaður VR, segir biðlaun sem hann fékk greidd frá verkalýðsfélaginu fara í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Framlínufólk verkalýðsbaráttunnar eigi oft erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin. 25. febrúar 2025 11:15 VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Ragnar Þór Ingólfsson fékk greiddar rúmar tíu milljónir króna frá stéttarfélaginu VR í hálfs árs biðlaun og orlof eftir að hann lét af embætti formanns til þess að taka sæti á Alþingi í desember. Hann hefur fengið greidd laun fyrir þingsetu frá því í desember. 25. febrúar 2025 08:36 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42
Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi formaður VR, segir biðlaun sem hann fékk greidd frá verkalýðsfélaginu fara í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Framlínufólk verkalýðsbaráttunnar eigi oft erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin. 25. febrúar 2025 11:15
VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Ragnar Þór Ingólfsson fékk greiddar rúmar tíu milljónir króna frá stéttarfélaginu VR í hálfs árs biðlaun og orlof eftir að hann lét af embætti formanns til þess að taka sæti á Alþingi í desember. Hann hefur fengið greidd laun fyrir þingsetu frá því í desember. 25. febrúar 2025 08:36