Karabatic-ballið alveg búið Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2025 15:31 Karabatic-bræðurnir hættu sem ríkjandi Evrópumeistarar því Frakkland vann Danmörku í úrslitaleik EM fyrir rúmu ári síðan. Getty/Lars Baron Síðustu tuttugu ár hefur Karabatic-nafnið verið áberandi í franska landsliðinu í handbolta en nú er þeim tíma lokið. Nikola Karabatic, sem lagði skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París í fyrra, var vissulega lengst af mun meira áberandi en yngri bróðirinn, Luka, sem þó hefur lengi þjónað franska landsliðinu með prýði. Nú hefur Luka, sem er 36 ára eða fjórum árum yngri en Nikola, sagt skilið við landsliðið en þetta var tilkynnt í dag í aðdraganda leikja Frakka í Evrópubikarnum í mars. Síðasta ár, þegar Nikola bróðir minn tilkynnti að hann myndi hætta í landsliðinu, fékk mig til að íhuga mín mál. Ég hafði aldrei velt þessari spurningu fyrir mér en fór allt í einu að hugsa: „Og hvað með þig, Luka? Hvað ætlar þú að gera?““ sagði línumaðurinn Luka á heimasíðu franska handboltasambandsins. View this post on Instagram A post shared by K A R A B A T I C L U K A (@lukakarabatic) Luka lék sinn fyrsta landsleik árið 2011 og fór í fyrsta sinn á stórmót árið 2014. Síðan þá hefur hann unnið tvo Evrópumeistaratitla, tvo heimsmeistaratitla og Ólympíumeistaratitil, auk fleiri verðlauna. „Eftir Ólympíuleikana urðu kynslóðaskipti þegar nokkrir hættu. Þegar ég mætti til æfinga í nóvember sá ég að mörg kunnugleg andlit vantaði. Það fékk mig til að velta framtíðinni enn meira fyrir mér,“ sagði Luka sem vildi samt ekki láta Ólympíuleikana verða sitt síðasta stórmót. Þar féllu Frakkar úr leik, á heimavelli, í 8-liða úrslitum gegn lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. „Eftir vonbrigðin á Ólympíuleikunum þá vildi ég ekki hætta á slæmum nótum. Ég hafði enn möguleika á því að spila á einu stórmóti til viðbótar og reyna að sjá til þess að ævintýrinu lyki með fallegum hætti,“ sagði Luka. Hann skoraði svo einmitt hádramatískt sigurmark Frakka gegn Egyptum í 8-liða úrslitum á HM. Þó að Frakkland hafi svo mátt þola tap gegn Króötunum hans Dags Sigurðssonar í undanúrslitum þá endaði Luka Karabatic með verðlaun um hálsinn því Frakkland vann Portúgal í leiknum um 3. sæti, 35-34. Nú er ljóst að það var síðasti landsleikur hans á ferlinum. Karabatic-bræðurnir voru á meðal leikmanna Montpellier sem hlutu skilorðsbundinn tveggja mánaða dóm og þurftu að greiða sekt, vegna veðmálahneykslis í tengslum við leik sem liðið tapaði gegn Cesson Rennes í maí 2012. Málið hefur síðan varpað skugga á þá bræður og er til að mynda talið hafa valdið því að Nikola Karabatic kom ekki til greina sem fánaberi fyrir Frakka við setningarathöfn Ólympíuleikanna í fyrra. Franski handboltinn Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Nikola Karabatic, sem lagði skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París í fyrra, var vissulega lengst af mun meira áberandi en yngri bróðirinn, Luka, sem þó hefur lengi þjónað franska landsliðinu með prýði. Nú hefur Luka, sem er 36 ára eða fjórum árum yngri en Nikola, sagt skilið við landsliðið en þetta var tilkynnt í dag í aðdraganda leikja Frakka í Evrópubikarnum í mars. Síðasta ár, þegar Nikola bróðir minn tilkynnti að hann myndi hætta í landsliðinu, fékk mig til að íhuga mín mál. Ég hafði aldrei velt þessari spurningu fyrir mér en fór allt í einu að hugsa: „Og hvað með þig, Luka? Hvað ætlar þú að gera?““ sagði línumaðurinn Luka á heimasíðu franska handboltasambandsins. View this post on Instagram A post shared by K A R A B A T I C L U K A (@lukakarabatic) Luka lék sinn fyrsta landsleik árið 2011 og fór í fyrsta sinn á stórmót árið 2014. Síðan þá hefur hann unnið tvo Evrópumeistaratitla, tvo heimsmeistaratitla og Ólympíumeistaratitil, auk fleiri verðlauna. „Eftir Ólympíuleikana urðu kynslóðaskipti þegar nokkrir hættu. Þegar ég mætti til æfinga í nóvember sá ég að mörg kunnugleg andlit vantaði. Það fékk mig til að velta framtíðinni enn meira fyrir mér,“ sagði Luka sem vildi samt ekki láta Ólympíuleikana verða sitt síðasta stórmót. Þar féllu Frakkar úr leik, á heimavelli, í 8-liða úrslitum gegn lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. „Eftir vonbrigðin á Ólympíuleikunum þá vildi ég ekki hætta á slæmum nótum. Ég hafði enn möguleika á því að spila á einu stórmóti til viðbótar og reyna að sjá til þess að ævintýrinu lyki með fallegum hætti,“ sagði Luka. Hann skoraði svo einmitt hádramatískt sigurmark Frakka gegn Egyptum í 8-liða úrslitum á HM. Þó að Frakkland hafi svo mátt þola tap gegn Króötunum hans Dags Sigurðssonar í undanúrslitum þá endaði Luka Karabatic með verðlaun um hálsinn því Frakkland vann Portúgal í leiknum um 3. sæti, 35-34. Nú er ljóst að það var síðasti landsleikur hans á ferlinum. Karabatic-bræðurnir voru á meðal leikmanna Montpellier sem hlutu skilorðsbundinn tveggja mánaða dóm og þurftu að greiða sekt, vegna veðmálahneykslis í tengslum við leik sem liðið tapaði gegn Cesson Rennes í maí 2012. Málið hefur síðan varpað skugga á þá bræður og er til að mynda talið hafa valdið því að Nikola Karabatic kom ekki til greina sem fánaberi fyrir Frakka við setningarathöfn Ólympíuleikanna í fyrra.
Franski handboltinn Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira