Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar 25. febrúar 2025 13:17 Fjárhagskerfi eru hjartað í rekstri fyrirtækja og gegna lykilhlutverki í að halda utan um fjármál, sölu og innkaup ásamt því að veita stjórnendum mikilvæga innsýn í reksturinn. Kannanir sýna að í 70% tilfella ná innleiðingar nýrra fjárhagskerfa ekki tilætluðum árangri og allt of oft fer kostnaður og tímarammi fram úr áætlun. Eðlilega gera slíkar niðurstöður stjórnendur tortryggna gagnvart því að ráðast í það umfangsmikla verkefni að innleiða nýtt fjárhagskerfi. En til þess að geta fylgt hröðum tæknibreytingum og leyft rekstrinum að njóta góðs af, eru útskiptin oft ekki bara þarfaþing heldur lífsnauðsynleg framtíðarmöguleikum fyrirtækja til vaxtar. Þegar vel er staðið að innleiðingu getur hún nefnilega skilað fyrirtækjum miklum ávinningi og aukinni skilvirkni til langs tíma litið. Úrelt fjárhagskerfi er áhættuþáttur Nú eru tæknibreytingar hraðari en nokkru sinni fyrr og fyrirtæki sitja uppi með fjárhagskerfi sem hafa ekki verið uppfærð í áratug eða jafnvel meira. Oft gera stjórnendur sér ekki grein fyrir því að kerfi af þessum toga hamla rekstrarlegum vexti. Gamlar sérsmíðaðar lausnir eru viðhaldsfrekar, handvirkir ferlar auka líkur á villum og skortur á samþættingum við önnur kerfi dregur úr skilvirkni. Þetta leiðir til þess að mikilvægar rekstrarupplýsingar liggja jafnvel ekki fyrir í rauntíma og ákvarðanataka verður ekki eins markviss. Fjármálastjórakönnun Deloitte frá 2024 sem lögð var fyrir 1300 fjármálastjóra á Íslandi og í Evrópu sýndi að 66% aðspurðra ætluðu að leggja áherslu á að lækka rekstrarkostnað á næstu 12 mánuðum og helmingur ætlaði að einblína á stafrænar lausnir. Þetta undirstrikar þörf á nútímalegum og sveigjanlegum lausnum sem lækka ekki aðeins kostnað heldur bæta einnig yfirsýn og skilvirkni. Góður undirbúningur er gulls ígíldi Innleiðing nýs fjárhagskerfis er ekki aðeins tæknileg uppfærsla heldur stefnumótandi ákvörðun sem getur haft veruleg áhrif á rekstur og framtíð fyrirtækisins. En hvernig er best að tryggja farsæla innleiðingu? Formúlan er kannski ekki einföld en stutta svarið er nákvæmur undirbúningur, skýr markmið og stefna. Til að lágmarka áhættu þarf að gera almennilega þarfagreiningu áður en farið er af stað í innleiðingu. Stjórnendur geta þá skilgreint vel hvað þau vilja fá út úr uppfærslunni, og einnig gefst þá tækifæri til að draga mikilvægar kröfur notenda og tæknideildar til nýs kerfis fram í dagsljósið. Þegar þetta er gert er hægt að koma í veg fyrir aukakostnað tengdum seinkunum tengdum þriðja aðila, ranglega uppsettum kerfum, gölluðum gögnum, lélegum skýrslum og svona mætti lengi telja. Í upphafi skyldi endinn skoða. Pössum upp á lykilstarfsmenn Eins og áður sagði er uppfærsla á fjárhagskerfi ekki eingöngu tæknilegt verkefni – þvert á móti. Lykilstarfsmenn leika mjög mikilvægt hlutverk í innleiðingaferlinu því þau þurfa að skilgreina þarfir sínar, hreinsa gögn, framkvæma prófanir og hjálpa öðrum minna reyndum notendum þegar kerfið er farið í loftið. Það er því mikilvægt fyrir stjórnendur að gera það sem í þeirra valdi stendur til að létta undir með þessum starfsmönnum, til dæmis með því að ráða til sín tímabundna aðstoð í bókhaldi eða verkefnastjóra sem drífur innleiðinguna áfram. Innleiðing fjárhagskerfis er stórt verkefni, og ekki alltaf hægt að ætlast til að lykilstarfsmenn geti tekið slík verkefni að sér ofan á sín daglegu störf. Augljós ávinningur Þegar fjárhagskerfi er innleitt á skipulagðan hátt með skýrum markmiðum, réttum undirbúningi og ríkulegri aðkomu lykilstarfsmanna hefur það verulega jákvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins. Skilvirkni eykst, handvirkum ferlum fækkar og gæði gagna batna, sem skilar sér í betri ákvarðanatöku og rekstrarlegum stöðugleika. Með réttri beitingu tækni og sjálfvirknivæðingu getur starfsfólk nýtt tíma sinn betur og beint sjónum sínum að stefnumótandi verkefnum frekar en tímafrekri gagnavinnslu. Það er því ljóst að vel skipulögð innleiðing nýs fjárhagskerfis er fjárfesting sem borgar sig. Fyrirtæki sem nálgast þetta verkefni af fagmennsku og stefnumótandi sýn skapa sér betri rekstrarskilyrði og styrkari grunn fyrir framtíðarvöxt. Höfundur er verkefnastjóri í Tækniráðgjöf Deloitte. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Sjá meira
Fjárhagskerfi eru hjartað í rekstri fyrirtækja og gegna lykilhlutverki í að halda utan um fjármál, sölu og innkaup ásamt því að veita stjórnendum mikilvæga innsýn í reksturinn. Kannanir sýna að í 70% tilfella ná innleiðingar nýrra fjárhagskerfa ekki tilætluðum árangri og allt of oft fer kostnaður og tímarammi fram úr áætlun. Eðlilega gera slíkar niðurstöður stjórnendur tortryggna gagnvart því að ráðast í það umfangsmikla verkefni að innleiða nýtt fjárhagskerfi. En til þess að geta fylgt hröðum tæknibreytingum og leyft rekstrinum að njóta góðs af, eru útskiptin oft ekki bara þarfaþing heldur lífsnauðsynleg framtíðarmöguleikum fyrirtækja til vaxtar. Þegar vel er staðið að innleiðingu getur hún nefnilega skilað fyrirtækjum miklum ávinningi og aukinni skilvirkni til langs tíma litið. Úrelt fjárhagskerfi er áhættuþáttur Nú eru tæknibreytingar hraðari en nokkru sinni fyrr og fyrirtæki sitja uppi með fjárhagskerfi sem hafa ekki verið uppfærð í áratug eða jafnvel meira. Oft gera stjórnendur sér ekki grein fyrir því að kerfi af þessum toga hamla rekstrarlegum vexti. Gamlar sérsmíðaðar lausnir eru viðhaldsfrekar, handvirkir ferlar auka líkur á villum og skortur á samþættingum við önnur kerfi dregur úr skilvirkni. Þetta leiðir til þess að mikilvægar rekstrarupplýsingar liggja jafnvel ekki fyrir í rauntíma og ákvarðanataka verður ekki eins markviss. Fjármálastjórakönnun Deloitte frá 2024 sem lögð var fyrir 1300 fjármálastjóra á Íslandi og í Evrópu sýndi að 66% aðspurðra ætluðu að leggja áherslu á að lækka rekstrarkostnað á næstu 12 mánuðum og helmingur ætlaði að einblína á stafrænar lausnir. Þetta undirstrikar þörf á nútímalegum og sveigjanlegum lausnum sem lækka ekki aðeins kostnað heldur bæta einnig yfirsýn og skilvirkni. Góður undirbúningur er gulls ígíldi Innleiðing nýs fjárhagskerfis er ekki aðeins tæknileg uppfærsla heldur stefnumótandi ákvörðun sem getur haft veruleg áhrif á rekstur og framtíð fyrirtækisins. En hvernig er best að tryggja farsæla innleiðingu? Formúlan er kannski ekki einföld en stutta svarið er nákvæmur undirbúningur, skýr markmið og stefna. Til að lágmarka áhættu þarf að gera almennilega þarfagreiningu áður en farið er af stað í innleiðingu. Stjórnendur geta þá skilgreint vel hvað þau vilja fá út úr uppfærslunni, og einnig gefst þá tækifæri til að draga mikilvægar kröfur notenda og tæknideildar til nýs kerfis fram í dagsljósið. Þegar þetta er gert er hægt að koma í veg fyrir aukakostnað tengdum seinkunum tengdum þriðja aðila, ranglega uppsettum kerfum, gölluðum gögnum, lélegum skýrslum og svona mætti lengi telja. Í upphafi skyldi endinn skoða. Pössum upp á lykilstarfsmenn Eins og áður sagði er uppfærsla á fjárhagskerfi ekki eingöngu tæknilegt verkefni – þvert á móti. Lykilstarfsmenn leika mjög mikilvægt hlutverk í innleiðingaferlinu því þau þurfa að skilgreina þarfir sínar, hreinsa gögn, framkvæma prófanir og hjálpa öðrum minna reyndum notendum þegar kerfið er farið í loftið. Það er því mikilvægt fyrir stjórnendur að gera það sem í þeirra valdi stendur til að létta undir með þessum starfsmönnum, til dæmis með því að ráða til sín tímabundna aðstoð í bókhaldi eða verkefnastjóra sem drífur innleiðinguna áfram. Innleiðing fjárhagskerfis er stórt verkefni, og ekki alltaf hægt að ætlast til að lykilstarfsmenn geti tekið slík verkefni að sér ofan á sín daglegu störf. Augljós ávinningur Þegar fjárhagskerfi er innleitt á skipulagðan hátt með skýrum markmiðum, réttum undirbúningi og ríkulegri aðkomu lykilstarfsmanna hefur það verulega jákvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins. Skilvirkni eykst, handvirkum ferlum fækkar og gæði gagna batna, sem skilar sér í betri ákvarðanatöku og rekstrarlegum stöðugleika. Með réttri beitingu tækni og sjálfvirknivæðingu getur starfsfólk nýtt tíma sinn betur og beint sjónum sínum að stefnumótandi verkefnum frekar en tímafrekri gagnavinnslu. Það er því ljóst að vel skipulögð innleiðing nýs fjárhagskerfis er fjárfesting sem borgar sig. Fyrirtæki sem nálgast þetta verkefni af fagmennsku og stefnumótandi sýn skapa sér betri rekstrarskilyrði og styrkari grunn fyrir framtíðarvöxt. Höfundur er verkefnastjóri í Tækniráðgjöf Deloitte.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun