Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2025 10:52 Brimbrettafélagið hefur mótmælt harðlega fyrirhugðum framkvæmdum og segja þær munu eyðileggja einstakt íþróttasvæði. Getty Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá máli Brimbrettafélags Íslands, sem kærði ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss að samþykkja umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gerð landfyllingar við Suðurvararbryggju. Fréttastofa hefur fjallað nokkuð um málið en Brimbrettafélagið segir fyrirhugaðar framkvæmdir munu spilla öldusvæði sem sé einstakt á landsvísu. Úrskurðarnefndin fyrirskipaði stöðvun framkvæmda við gerð landfyllingarinnar 12. febrúar síðastliðinn, á meðan málið væri til umfjöllunar hjá nefndinni. Nefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í gær að Brimbrettafélagið hefði, lögum samkvæmt, ekki rétt til að kæra ákvörðun bæjarstjórnar þar sem Skipulagsstofnun mat það svo að framkvæmdin væri ekki háð umhverfisáhrifum. Lögin gerðu aðeins ráð fyrir kæruaðild vegna framkvæmda sem væru háðar umhverfisáhrifum. Skipti þá engu þótt umrædd ákvörðun Skipulagsstofnunar hefði verið kærð til úrskurðarnefndarinnar. Þá hefðu við meðferð málsins ekki komið fram neinar upplýsingar um að Brimbrettafélagið hefði yfir að ráða aðstöðu eða réttindum til brimbrettaiðkunar í grennd við framkvæmdasvæðið. „Verður ekki ráðið að kærandi eigi einstaklega og lögvarða hagsmuni tengda hinni kærðu ákvörðun umfram aðra. Verður ekki heldur séð að félagsmenn í kæranda eða umtalsverður hluti þeirra, eigi slíka beinna, sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta af úrlausn þessa máls, þannig þeim verði játuð kæruaðild,“ segir meðal annars í ákvörðun úrskurðarnefndarinnar. Úrskurðarnefndin hefur einnig kveðið upp bráðabirgðaúrskurð varðandi kröfur Brimbrettafélags Íslands um frestun réttaráhrifa, í tengslum við kæru félagsins vegna ákvörðun Skipulagsstofnunar um að landfyllingin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að í málinu væri eingöngu deilt um lögmæti ákvörðunar Skipulagsstofnunar en ákvörðunin sem slík fæli ekki í sér sjálfstæða heimild til að hefja framkvæmdir. Þannig væru ekki skilyrði fyrir hendi til að fresta réttaráhrifum hennar. Það sé í raun undir framkvæmdaraðila komið hvort hann kjósi að bíða úrskurðar nefndarinnar í umræddu máli. Kröfu Brimbrettafélagsins væri því hafnað. Tengd skjöl 25_2025_Þorlákshafnarhöfn_PDF30KBSækja skjal 26_2025_ÞorlákshafnarhöfnPDF98KBSækja skjal Ölfus Aldan í Þorlákshöfn Skipulag Hafið Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Fréttastofa hefur fjallað nokkuð um málið en Brimbrettafélagið segir fyrirhugaðar framkvæmdir munu spilla öldusvæði sem sé einstakt á landsvísu. Úrskurðarnefndin fyrirskipaði stöðvun framkvæmda við gerð landfyllingarinnar 12. febrúar síðastliðinn, á meðan málið væri til umfjöllunar hjá nefndinni. Nefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í gær að Brimbrettafélagið hefði, lögum samkvæmt, ekki rétt til að kæra ákvörðun bæjarstjórnar þar sem Skipulagsstofnun mat það svo að framkvæmdin væri ekki háð umhverfisáhrifum. Lögin gerðu aðeins ráð fyrir kæruaðild vegna framkvæmda sem væru háðar umhverfisáhrifum. Skipti þá engu þótt umrædd ákvörðun Skipulagsstofnunar hefði verið kærð til úrskurðarnefndarinnar. Þá hefðu við meðferð málsins ekki komið fram neinar upplýsingar um að Brimbrettafélagið hefði yfir að ráða aðstöðu eða réttindum til brimbrettaiðkunar í grennd við framkvæmdasvæðið. „Verður ekki ráðið að kærandi eigi einstaklega og lögvarða hagsmuni tengda hinni kærðu ákvörðun umfram aðra. Verður ekki heldur séð að félagsmenn í kæranda eða umtalsverður hluti þeirra, eigi slíka beinna, sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta af úrlausn þessa máls, þannig þeim verði játuð kæruaðild,“ segir meðal annars í ákvörðun úrskurðarnefndarinnar. Úrskurðarnefndin hefur einnig kveðið upp bráðabirgðaúrskurð varðandi kröfur Brimbrettafélags Íslands um frestun réttaráhrifa, í tengslum við kæru félagsins vegna ákvörðun Skipulagsstofnunar um að landfyllingin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að í málinu væri eingöngu deilt um lögmæti ákvörðunar Skipulagsstofnunar en ákvörðunin sem slík fæli ekki í sér sjálfstæða heimild til að hefja framkvæmdir. Þannig væru ekki skilyrði fyrir hendi til að fresta réttaráhrifum hennar. Það sé í raun undir framkvæmdaraðila komið hvort hann kjósi að bíða úrskurðar nefndarinnar í umræddu máli. Kröfu Brimbrettafélagsins væri því hafnað. Tengd skjöl 25_2025_Þorlákshafnarhöfn_PDF30KBSækja skjal 26_2025_ÞorlákshafnarhöfnPDF98KBSækja skjal
Ölfus Aldan í Þorlákshöfn Skipulag Hafið Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira