Højlund þótti ekki eiga góðan leik þegar United gerði 2-2 jafntefli við Everton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Højlund hefur ekki skorað í sextán leikjum í röð og er aðeins kominn með tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Højlund var tekinn af velli í leiknum gegn Everton og í hans stað kom sautján ára landi hans, Chido Obi.
Manchester Evening News greinir frá því að þjálfarateymi United sé við það að missa þolinmæðina á Højlund sem kom til félagsins frá Atalanta fyrir 72 milljónir punda fyrir síðasta tímabil. Hann skoraði sextán mörk í fyrra en í vetur eru mörkin aðeins sjö.
Síðan Ruben Amorim tók við United í nóvember í fyrra hefur Højlund aðeins klárað fimm leiki en tíu sinnum verið skipt af velli.
United fær nýliða Ipswich Town í heimsókn í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar annað kvöld. Rauðu djöflarnir eru í 15. sæti.