Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. febrúar 2025 22:05 Joel Piroe gulltryggði sigurinn með glæsilegu marki í uppbótartíma. Danny Lawson/PA Images via Getty Images Leeds vann enn einn endurkomusigurinn, í þetta sinn í toppslag á útivelli gegn Sheffield United. Lokatölur 1-3 fyrir Leeds eftir að liðið lenti undir snemma. Leeds er nú með fimm stiga forskot í efsta sæti Championship deildarinnar á Englandi. Markmaður Leeds, Illan Meslier, varð fyrir því ólani að slá boltann í eigið net á fjórtándu mínútu eftir skalla í stöngina frá Tyrese Campbell. Atvikið var mjög klaufalegt en boltinn endaði í netinu og Sheffield United komst yfir.George Wood/Getty Images Sheffield hélt forystunni þar til um miðjan seinni hálfleik þegar Junior Firpo stangaði boltann í netið eftir fyrirgjöf Dan James og jafnaði leikinn. Með jafna stöðu opnaðist leikurinn upp á gátt og lokamínúturnar urðu æsispennandi. Leeds var þó líklegri aðilinn og átti stórkostlegt skot á 89. mínútu sem markmaður Sheffield varði á einhvern ótrúlegan hátt. En upp úr því kom hornspyrna sem var skorað úr, Ao Tanaka lúrði á fjærstönginni og kom boltanum í netið þegar hann barst. Gestirnir voru ekki hættir og gulltryggðu sigurinn örskömmu síðar. Joel Piroe negldi boltanum í netið úr skoti rétt fyrir utan teig. Joel Piroe átti snilldarskot í síðasta markinu.George Wood/Getty Images Leeds vann því enn einn endurkomusigurinn eftir að hafa lent undir og situr áfram í efsta sæti deildarinnar, nú með fimm stiga forystu og sextán leiki spilaða í röð án taps. Sheffield United er í öðru sæti með 70 stig og Burnley í þriðja sæti með 68 stig, þegar 34 af 46 leikjum hafa verið spilaðir. Þjálfarinn sat uppi í stúku Leeds söknuðu þjálfara síns, Daniel Farke, af hliðarlínunni í kvöld. Hann fékk tvö gul spjöld í síðasta leik, það seinna fyrir að fagna sigurmarki í uppbótartíma, og var því í banni í kvöld. Þetta var í fyrsta sinn á sautján ára þjálfaraferli sem hann þarf að horfa á leik síns liðs úr stúkunni. "17 years in management and I've never missed a game!"Leeds boss Daniel Farke on watching his side's meeting with Sheffield United from the stands 🟥 pic.twitter.com/7Q6MSS9kcQ— Sky Sports Football (@SkyFootball) February 24, 2025 Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Markmaður Leeds, Illan Meslier, varð fyrir því ólani að slá boltann í eigið net á fjórtándu mínútu eftir skalla í stöngina frá Tyrese Campbell. Atvikið var mjög klaufalegt en boltinn endaði í netinu og Sheffield United komst yfir.George Wood/Getty Images Sheffield hélt forystunni þar til um miðjan seinni hálfleik þegar Junior Firpo stangaði boltann í netið eftir fyrirgjöf Dan James og jafnaði leikinn. Með jafna stöðu opnaðist leikurinn upp á gátt og lokamínúturnar urðu æsispennandi. Leeds var þó líklegri aðilinn og átti stórkostlegt skot á 89. mínútu sem markmaður Sheffield varði á einhvern ótrúlegan hátt. En upp úr því kom hornspyrna sem var skorað úr, Ao Tanaka lúrði á fjærstönginni og kom boltanum í netið þegar hann barst. Gestirnir voru ekki hættir og gulltryggðu sigurinn örskömmu síðar. Joel Piroe negldi boltanum í netið úr skoti rétt fyrir utan teig. Joel Piroe átti snilldarskot í síðasta markinu.George Wood/Getty Images Leeds vann því enn einn endurkomusigurinn eftir að hafa lent undir og situr áfram í efsta sæti deildarinnar, nú með fimm stiga forystu og sextán leiki spilaða í röð án taps. Sheffield United er í öðru sæti með 70 stig og Burnley í þriðja sæti með 68 stig, þegar 34 af 46 leikjum hafa verið spilaðir. Þjálfarinn sat uppi í stúku Leeds söknuðu þjálfara síns, Daniel Farke, af hliðarlínunni í kvöld. Hann fékk tvö gul spjöld í síðasta leik, það seinna fyrir að fagna sigurmarki í uppbótartíma, og var því í banni í kvöld. Þetta var í fyrsta sinn á sautján ára þjálfaraferli sem hann þarf að horfa á leik síns liðs úr stúkunni. "17 years in management and I've never missed a game!"Leeds boss Daniel Farke on watching his side's meeting with Sheffield United from the stands 🟥 pic.twitter.com/7Q6MSS9kcQ— Sky Sports Football (@SkyFootball) February 24, 2025
Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira