Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2025 07:01 Áslaug Arna spurði Guðrúnu hvernig hún ætlaði að ná til unga fólksins. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill efla málefnastarf Sjálfstæðisflokksins og setja fram skýra áætlun um hvernig bæta megi hag einyrkja og þeirra sem reka smærri fyrirtæki, verði hún formaður flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir segist vel geta aukið stuðnings ungs fólks við flokkinn, þrátt fyrir að vera sjálf 20 árum eldri en Áslaug. Þetta var meðal þess sem kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær, þar sem þær Áslaug og Guðrún voru leiddar saman. Báðar hafa þær tilkynnt um framboð til formennsku í Sjálfstæðisflokknum, en kjörið fer fram á landsfundi flokksins sem hefst næstkomandi föstudag. Í lok þáttarins bauðst frambjóðendum að beina einni spurningu að mótframbjóðanda sínum. Guðrún reið á vaðið og spurði Áslaugu eftirfarandi spurningar: „Við erum að vinna sameiginlegu markmiði; að breikka flokkinn, að fá fleiri til fylgis við hann. Við höfum báðar talað um það að við viljum til dæmis fá iðnaðarmennina okkar aftur, minni fyrirtæki og svo framvegis. Hvernig viltu gera það? Að laða aftur til fylgislags við Sjálfstæðisflokkinn einyrkjana okkar, litlu fyrirtækin, að þau eigi sér heimili í Sjálfstæðisflokknum?“ Guðrún og Áslaug voru gestir Pallborðsins á Vísi í gær.Vísir/Vilhelm Áslaug svaraði því til að hún sæi fyrir sér að endurnýja málefnastarf flokksins, sem sneri meðal annars að aðgerðum til handa þeim sem Guðrún nefndi, með því að hleypa því fólki að borðinu og veita því tækifæri til að taka þátt í starfinu. „Ég held að það verði að vera miklu virkara og dýnamískara, og er dæmi um hluti sem við þurfum að vera með í gangi í hverjum mánuði og á hverju ári, ekki bara rétt fyrir kosningar. Það að hleypa þeim að starfinu og hlusta betur á þröskuldana sem þeir mæta í kerfinu, á regluverkið sem þeim finnst stundum þyngra hér en meira að segja í Evrópu. Að heyra eftir því hvar við getum einfaldað þeim lífið, og gera skýra áætlun,“ sagði Áslaug Arna. Gervigreindin geti hjálpað Slíka áætlun hafi hún til að mynda lagt til í menntamálum fyrir kosningar. „Að gera skýra áætlun um það hvað við ætlum að gera til þess að gera það að verkum að hjá iðnaðarmönnum og fólki með sjálfstæðan rekstur, að það sé jafn blómlegt að vera í þeim rekstri á Íslandi og er í nýsköpun í dag. Þannig sé ég fyrir mér að við hleypum þeim nær borðinu. Ég ætla að hlusta á þá, hleypa þeim að þessari vinnu og búa til skýra áætlun í þessum málaflokki, um hvernig við ætlum að berjast fyrir þeirra hagsmunum.“ Klippa: Áslaug Arna og Guðrún svara spurningum hvorrar annarrar Tala þurfi skýrar gegn regluverki sem íþyngi fremur litlum fyrirtækjum á sama tíma og stærri einingar ráði auðveldlega við sömu reglur. „Þar held ég að gervigreindarlausnin sem ég innleiddi í ráðuneytinu mínu, sem les alla gullhúðun Evrópusambandsins á íslensku regluverki, með mjög einfaldri lausn, geti komið að góðum notum svo við finnum það hvar við höfum gengið of langt í að innleiða þungt, evrópskt regluverk,“ sagði Áslaug. Hóf ferilinn miðaldra Þá var komið að Áslaugu að bera upp spurningu sína við Guðrúnu, sem var eftirfarandi: „Ég ætla að fá að spyrja Guðrúnu hvernig hún ætlar að laða að nýja kynslóð, unga fólkið okkar, í flokkinn, sem hefur kannski ekki fundið sig með okkur hingað til,“ sagði Áslaug. Guðrún hóf svar sitt á að nefna að hún hafi ekki hafið sinn stjórnmálaferil fyrr en hún var orðin miðaldra. Guðrún er 20 árum eldri en Áslaug, fædd árið 1970 og tók fyrst sæti á þingi árið 2021, þá 51 árs. Guðrún spurði Áslaugu hvernig hún ætlaði sér að vænka hag einyrkja og þeirra sem reka minni fyrirtæki.Vísir/Vilhelm „Mér hefur þótt alveg óskaplega gaman, sérstaklega í mínu kjördæmi, að finna það hvernig starf ungra sjálfstæðismanna hefur eflst á síðustu fjórum árum úti um allt kjördæmi. Í hringferð minni hitti ég á Klaustri unga stúlku, 15 ára, sem er að koma á sinn fyrsta landsfund. Hún er núna að stofna félag ungra sjálfstæðismanna í Skaftafellssýslum,“ sagði Guðrún. Steikir stundum Instagram Hún hafi einnig hitt ungt sjálfstæðisfólk á Selfossi og í Vestmannaeyjum, og hún fyndi ekki annað en að hún ætti góða tengingu við ungt fólk. „Rétt eins og eldra fólk og alla þar á milli. Ég er í miðjunni, ég er eiginlega í miðjunni á æviskeiðinu þannig að ég get tengt mjög vel við eldri kynslóðina. En ég á líka börn.“ Guðrún sagði að tvítugur sonur hennar hefði oft bent henni á að hún væri að „steikja Instagrammið“ með því að deila allt of mörgum myndum, að sið miðaldra fólks. „Hann er líka að kenna mér. Hann hefur reynt að kenna mér á TikTok, og ég er ekki góð í því. En ég er umvafin ungu fólki frá morgni til kvölds. Ég á líka barnabörn og ég á von á tveimur barnabörnum. Ég er í þessari vinnu fyrir þau, fyrir ungu kynslóðina, börnin mín og barnabörnin, og alla hina. Að gera Ísland að framúrskarandi landi til búsetu,“ sagði Guðrún. Þáttinn í heild sinni, sem og stutta klippu þar sem frambjóðendur spurðu sinna spurninga, má finna í spilurum ofar í fréttinni. Pallborðið Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær, þar sem þær Áslaug og Guðrún voru leiddar saman. Báðar hafa þær tilkynnt um framboð til formennsku í Sjálfstæðisflokknum, en kjörið fer fram á landsfundi flokksins sem hefst næstkomandi föstudag. Í lok þáttarins bauðst frambjóðendum að beina einni spurningu að mótframbjóðanda sínum. Guðrún reið á vaðið og spurði Áslaugu eftirfarandi spurningar: „Við erum að vinna sameiginlegu markmiði; að breikka flokkinn, að fá fleiri til fylgis við hann. Við höfum báðar talað um það að við viljum til dæmis fá iðnaðarmennina okkar aftur, minni fyrirtæki og svo framvegis. Hvernig viltu gera það? Að laða aftur til fylgislags við Sjálfstæðisflokkinn einyrkjana okkar, litlu fyrirtækin, að þau eigi sér heimili í Sjálfstæðisflokknum?“ Guðrún og Áslaug voru gestir Pallborðsins á Vísi í gær.Vísir/Vilhelm Áslaug svaraði því til að hún sæi fyrir sér að endurnýja málefnastarf flokksins, sem sneri meðal annars að aðgerðum til handa þeim sem Guðrún nefndi, með því að hleypa því fólki að borðinu og veita því tækifæri til að taka þátt í starfinu. „Ég held að það verði að vera miklu virkara og dýnamískara, og er dæmi um hluti sem við þurfum að vera með í gangi í hverjum mánuði og á hverju ári, ekki bara rétt fyrir kosningar. Það að hleypa þeim að starfinu og hlusta betur á þröskuldana sem þeir mæta í kerfinu, á regluverkið sem þeim finnst stundum þyngra hér en meira að segja í Evrópu. Að heyra eftir því hvar við getum einfaldað þeim lífið, og gera skýra áætlun,“ sagði Áslaug Arna. Gervigreindin geti hjálpað Slíka áætlun hafi hún til að mynda lagt til í menntamálum fyrir kosningar. „Að gera skýra áætlun um það hvað við ætlum að gera til þess að gera það að verkum að hjá iðnaðarmönnum og fólki með sjálfstæðan rekstur, að það sé jafn blómlegt að vera í þeim rekstri á Íslandi og er í nýsköpun í dag. Þannig sé ég fyrir mér að við hleypum þeim nær borðinu. Ég ætla að hlusta á þá, hleypa þeim að þessari vinnu og búa til skýra áætlun í þessum málaflokki, um hvernig við ætlum að berjast fyrir þeirra hagsmunum.“ Klippa: Áslaug Arna og Guðrún svara spurningum hvorrar annarrar Tala þurfi skýrar gegn regluverki sem íþyngi fremur litlum fyrirtækjum á sama tíma og stærri einingar ráði auðveldlega við sömu reglur. „Þar held ég að gervigreindarlausnin sem ég innleiddi í ráðuneytinu mínu, sem les alla gullhúðun Evrópusambandsins á íslensku regluverki, með mjög einfaldri lausn, geti komið að góðum notum svo við finnum það hvar við höfum gengið of langt í að innleiða þungt, evrópskt regluverk,“ sagði Áslaug. Hóf ferilinn miðaldra Þá var komið að Áslaugu að bera upp spurningu sína við Guðrúnu, sem var eftirfarandi: „Ég ætla að fá að spyrja Guðrúnu hvernig hún ætlar að laða að nýja kynslóð, unga fólkið okkar, í flokkinn, sem hefur kannski ekki fundið sig með okkur hingað til,“ sagði Áslaug. Guðrún hóf svar sitt á að nefna að hún hafi ekki hafið sinn stjórnmálaferil fyrr en hún var orðin miðaldra. Guðrún er 20 árum eldri en Áslaug, fædd árið 1970 og tók fyrst sæti á þingi árið 2021, þá 51 árs. Guðrún spurði Áslaugu hvernig hún ætlaði sér að vænka hag einyrkja og þeirra sem reka minni fyrirtæki.Vísir/Vilhelm „Mér hefur þótt alveg óskaplega gaman, sérstaklega í mínu kjördæmi, að finna það hvernig starf ungra sjálfstæðismanna hefur eflst á síðustu fjórum árum úti um allt kjördæmi. Í hringferð minni hitti ég á Klaustri unga stúlku, 15 ára, sem er að koma á sinn fyrsta landsfund. Hún er núna að stofna félag ungra sjálfstæðismanna í Skaftafellssýslum,“ sagði Guðrún. Steikir stundum Instagram Hún hafi einnig hitt ungt sjálfstæðisfólk á Selfossi og í Vestmannaeyjum, og hún fyndi ekki annað en að hún ætti góða tengingu við ungt fólk. „Rétt eins og eldra fólk og alla þar á milli. Ég er í miðjunni, ég er eiginlega í miðjunni á æviskeiðinu þannig að ég get tengt mjög vel við eldri kynslóðina. En ég á líka börn.“ Guðrún sagði að tvítugur sonur hennar hefði oft bent henni á að hún væri að „steikja Instagrammið“ með því að deila allt of mörgum myndum, að sið miðaldra fólks. „Hann er líka að kenna mér. Hann hefur reynt að kenna mér á TikTok, og ég er ekki góð í því. En ég er umvafin ungu fólki frá morgni til kvölds. Ég á líka barnabörn og ég á von á tveimur barnabörnum. Ég er í þessari vinnu fyrir þau, fyrir ungu kynslóðina, börnin mín og barnabörnin, og alla hina. Að gera Ísland að framúrskarandi landi til búsetu,“ sagði Guðrún. Þáttinn í heild sinni, sem og stutta klippu þar sem frambjóðendur spurðu sinna spurninga, má finna í spilurum ofar í fréttinni.
Pallborðið Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira