Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2025 16:36 Haukur Þrastarson virðist vera að taka afar spennandi skref á sínum handboltaferli. vísir/Vilhelm Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handbolta, er sagður á leið til Rhein-Neckar Löwen í sumar og mun þá spila með sterku liði í bestu landsdeild heims. Það er félagaskiptafréttasíðan RT Handball sem segir frá því í dag að Haukur sé á leið til Löwen frá rúmenska félaginu Dinamo Búkarest í sumar. Miðillinn fullyrðir að félögin muni opinbera þetta innan skamms. View this post on Instagram A post shared by RThandball official (@rthandball) Með því að fara til Löwen má segja að Haukur uppfylli strax ósk landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar, sem í viðtali við Vísi eftir HM í janúar sagði að Haukur þyrfti að komast í betri deild. Haukur, sem er 23 ára Selfyssingur, gekk í raðir Kielce í Póllandi árið 2020, eftir að hafa verið lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Selfoss árið áður. Erfið meiðsli hafa hamlað honum mikið í atvinnumennskunni en Haukur hefur þó verið á réttri braut síðustu misseri. Hann gekk í raðir Dinamo Búkarest síðasta sumar og lék með Íslandi á HM í janúar en þótti ekki ná sér á strik þar. „Einn okkar allra besti“ „Haukur er frábær handboltamaður. Einn okkar allra besti,“ sagði Snorri Steinn í viðtali við Vísi eftir HM og kvaðst ekki hafa yfir neinu að kvarta varðandi Hauk þó að hann teldi gagnlegt að hann færi í sterkari deild. „Hann er með handboltagreind sem fáir hafa. Hann hefur náttúrulega glímt við gríðarlega mikið af meiðslum og var í erfiðri stöðu í Póllandi. Lendir ítrekað í erfiðum meiðslum, er að reyna koma sér í gegnum það. Ég held að það hafi verið hollt fyrir hann að losa sig úr því umhverfi en á sama tíma held ég að hann þurfi að koma sér í betri deild. Ég held að hann viti það manna best sjálfur að hann þarf að spila í topp þrír deild í heiminum og spila þar reglulega, helst vörn og sókn, ef hann ætlar að taka næsta skref,“ sagði Snorri Steinn og nú innan við mánuði síðar virðist sem svo að það sé frágengið. Í erfiðu hlutverki í landsliðinu Snorri bætti því við að Haukur væri búinn að vera í erfiðu hlutverki í landsliðinu: „Honum til varnar hefur hann kannski verið, hjá mér í landsliðinu, númer tvö og þrjú í sinni stöðu. Bæði í skyttu og á miðju. Það er líka erfitt hlutverk. Erfitt hlutverk fyrir alla, hvort sem um ræðir Hauk eða einhvern annan. Hann hefur þó gert það vel, fagmannlega og ég hef ekki yfir neinu að kvarta þó svo að núna hafi hann kannski ekki náð sér á strik. Það er einföldun að klína því líka bara á það að hann sé í Rúmeníu. Það er mitt að ná því út úr honum og gefa honum kannski stærra hlutverk en menn verða líka að negla það þegar svo ber undir,“ sagði Snorri. Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Það er félagaskiptafréttasíðan RT Handball sem segir frá því í dag að Haukur sé á leið til Löwen frá rúmenska félaginu Dinamo Búkarest í sumar. Miðillinn fullyrðir að félögin muni opinbera þetta innan skamms. View this post on Instagram A post shared by RThandball official (@rthandball) Með því að fara til Löwen má segja að Haukur uppfylli strax ósk landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar, sem í viðtali við Vísi eftir HM í janúar sagði að Haukur þyrfti að komast í betri deild. Haukur, sem er 23 ára Selfyssingur, gekk í raðir Kielce í Póllandi árið 2020, eftir að hafa verið lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Selfoss árið áður. Erfið meiðsli hafa hamlað honum mikið í atvinnumennskunni en Haukur hefur þó verið á réttri braut síðustu misseri. Hann gekk í raðir Dinamo Búkarest síðasta sumar og lék með Íslandi á HM í janúar en þótti ekki ná sér á strik þar. „Einn okkar allra besti“ „Haukur er frábær handboltamaður. Einn okkar allra besti,“ sagði Snorri Steinn í viðtali við Vísi eftir HM og kvaðst ekki hafa yfir neinu að kvarta varðandi Hauk þó að hann teldi gagnlegt að hann færi í sterkari deild. „Hann er með handboltagreind sem fáir hafa. Hann hefur náttúrulega glímt við gríðarlega mikið af meiðslum og var í erfiðri stöðu í Póllandi. Lendir ítrekað í erfiðum meiðslum, er að reyna koma sér í gegnum það. Ég held að það hafi verið hollt fyrir hann að losa sig úr því umhverfi en á sama tíma held ég að hann þurfi að koma sér í betri deild. Ég held að hann viti það manna best sjálfur að hann þarf að spila í topp þrír deild í heiminum og spila þar reglulega, helst vörn og sókn, ef hann ætlar að taka næsta skref,“ sagði Snorri Steinn og nú innan við mánuði síðar virðist sem svo að það sé frágengið. Í erfiðu hlutverki í landsliðinu Snorri bætti því við að Haukur væri búinn að vera í erfiðu hlutverki í landsliðinu: „Honum til varnar hefur hann kannski verið, hjá mér í landsliðinu, númer tvö og þrjú í sinni stöðu. Bæði í skyttu og á miðju. Það er líka erfitt hlutverk. Erfitt hlutverk fyrir alla, hvort sem um ræðir Hauk eða einhvern annan. Hann hefur þó gert það vel, fagmannlega og ég hef ekki yfir neinu að kvarta þó svo að núna hafi hann kannski ekki náð sér á strik. Það er einföldun að klína því líka bara á það að hann sé í Rúmeníu. Það er mitt að ná því út úr honum og gefa honum kannski stærra hlutverk en menn verða líka að negla það þegar svo ber undir,“ sagði Snorri.
Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn