Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2025 11:32 Kristinn Pálsson er væntanlega á leið á sitt fyrsta stórmót. Tryggvi Hlinason þekkir tilfinninguna en er núna kominn í mikið stærra hlutverk en 2017. vísir/Anton Þrír leikmenn í íslenska landsliðinu í körfubolta gætu verið á leiðinni á sitt þriðja stórmót í ágúst þegar Ísland mætir til leiks á EuroBasket, eða EM, eftir að hafa tryggt sig inn á mótið með sigri gegn Tyrkjum í gærkvöld. Ljóst er að hið minnsta sex Íslendingar fara á sitt fyrsta stórmót. Martin Hermannsson, Ægir Þór Steinarsson og Haukur Helgi Pálsson voru allir í tólf manna hópnum sem fór á fyrsta stórmót Íslands, EM í Þýskalandi árið 2015. Úr þessum hópi frumkvöðla eru sex leikmenn hættir, þeir Axel Kárason, Jakob Örn Sigurðarson, Jón Arnór Stefánsson, Helgi Már Magnússon, Logi Gunnarsson og Pavel Ermolinskij. Hörður Axel Vilhjálmsson, Hlynur Bæringsson og Ragnar Ágúst Nathanaelsson voru í hópnum og eru enn að spila en hafa ekki verið í landsliðinu að undanförnu. Síðast þegar Ísland fór á EM, árið 2017, voru þeir Martin, Ægir og Haukur áfram í hópnum. Elvar Már Friðriksson, Tryggvi Snær Hlinason og Kristófer Acox voru þá einnig með. Kristófer er sá eini þeirra sem var ekki með í að tryggja EM-sætið í gær, eftir að hafa komist á ferðina í síðasta mánuði eftir langvinn meiðsli. Hlynur Bærings, Hörður Axel, Jón Arnór, Logi, Pavel og Brynjar Þór Björnsson voru einnig í hópnum árið 2017. Það verður svo að koma í ljós hvaða tólf leikmenn Craig Pedersen tekur með á sitt þriðja stórmót í ágúst og hvar Ísland mun spila. Tólf manna hópur Íslands gegn Tyrkjum í gær: Bjarni Guðmann Jónsson Elvar Már Friðriksson Haukur Helgi Pálsson Hilmar Smári Henningsson Kári Jónsson Kristinn Pálsson Martin Hermannsson Orri Gunnarsson Sigtryggur Arnar Björnsson Styrmir Snær Þrastarson Tryggvi Snær Hlinason Ægir Þór Steinarsson Jón Axel Guðmundsson gat ekki spilað í gær vegna meiðsla og kom Kári Jónsson inn í hans stað. Jón Axel og Kári voru báðir í hópnum sem vann Ítalíu í nóvember en Martin var þá meiddur. Kristófer Acox gerir einnig tilkall til sætis í hópnum nú þegar hann er heill heilsu. Þá voru Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Sigurður Pétursson og Hjálmar Stefánsson allir í hóp í að minnsta kosti einum leik í undankeppni EM. Yngri leikmenn á borð við Tómas Val Þrastarson og Almar Orra Atlason, sem spila í bandaríska háskólakörfuboltanum, horfa eflaust einnig til mótsins í ágúst, ásamt fleirum. EM fer fram í fjórum borgum víðs vegar um Evrópu. Einn riðill verður spilaður í Tampere í Finnlandi, annar í Riga í Lettlandi, þriðji í Katowice í Póllandi og fjórði í Limassol á Kýpur. Dregið verður í riðla 27. mars. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Martin Hermannsson, Ægir Þór Steinarsson og Haukur Helgi Pálsson voru allir í tólf manna hópnum sem fór á fyrsta stórmót Íslands, EM í Þýskalandi árið 2015. Úr þessum hópi frumkvöðla eru sex leikmenn hættir, þeir Axel Kárason, Jakob Örn Sigurðarson, Jón Arnór Stefánsson, Helgi Már Magnússon, Logi Gunnarsson og Pavel Ermolinskij. Hörður Axel Vilhjálmsson, Hlynur Bæringsson og Ragnar Ágúst Nathanaelsson voru í hópnum og eru enn að spila en hafa ekki verið í landsliðinu að undanförnu. Síðast þegar Ísland fór á EM, árið 2017, voru þeir Martin, Ægir og Haukur áfram í hópnum. Elvar Már Friðriksson, Tryggvi Snær Hlinason og Kristófer Acox voru þá einnig með. Kristófer er sá eini þeirra sem var ekki með í að tryggja EM-sætið í gær, eftir að hafa komist á ferðina í síðasta mánuði eftir langvinn meiðsli. Hlynur Bærings, Hörður Axel, Jón Arnór, Logi, Pavel og Brynjar Þór Björnsson voru einnig í hópnum árið 2017. Það verður svo að koma í ljós hvaða tólf leikmenn Craig Pedersen tekur með á sitt þriðja stórmót í ágúst og hvar Ísland mun spila. Tólf manna hópur Íslands gegn Tyrkjum í gær: Bjarni Guðmann Jónsson Elvar Már Friðriksson Haukur Helgi Pálsson Hilmar Smári Henningsson Kári Jónsson Kristinn Pálsson Martin Hermannsson Orri Gunnarsson Sigtryggur Arnar Björnsson Styrmir Snær Þrastarson Tryggvi Snær Hlinason Ægir Þór Steinarsson Jón Axel Guðmundsson gat ekki spilað í gær vegna meiðsla og kom Kári Jónsson inn í hans stað. Jón Axel og Kári voru báðir í hópnum sem vann Ítalíu í nóvember en Martin var þá meiddur. Kristófer Acox gerir einnig tilkall til sætis í hópnum nú þegar hann er heill heilsu. Þá voru Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Sigurður Pétursson og Hjálmar Stefánsson allir í hóp í að minnsta kosti einum leik í undankeppni EM. Yngri leikmenn á borð við Tómas Val Þrastarson og Almar Orra Atlason, sem spila í bandaríska háskólakörfuboltanum, horfa eflaust einnig til mótsins í ágúst, ásamt fleirum. EM fer fram í fjórum borgum víðs vegar um Evrópu. Einn riðill verður spilaður í Tampere í Finnlandi, annar í Riga í Lettlandi, þriðji í Katowice í Póllandi og fjórði í Limassol á Kýpur. Dregið verður í riðla 27. mars.
Tólf manna hópur Íslands gegn Tyrkjum í gær: Bjarni Guðmann Jónsson Elvar Már Friðriksson Haukur Helgi Pálsson Hilmar Smári Henningsson Kári Jónsson Kristinn Pálsson Martin Hermannsson Orri Gunnarsson Sigtryggur Arnar Björnsson Styrmir Snær Þrastarson Tryggvi Snær Hlinason Ægir Þór Steinarsson
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira