Setja markið á 29. sætið Atli Ísleifsson skrifar 24. febrúar 2025 07:46 VÆB-bræður, Hálfdán Helgi og Matthías Davíð, eru enn að átta sig á sigri laugardagskvöldsins. Ingi Bauer er með þeim á myndinni. Vísir/Hulda Margrét Sigurvegarar Söngvakeppni sjónvarpsins eru alsælir með sigur laugardagskvöldsins, og eru enn að átta sig á því að þeir verði fulltrúar Íslands í Eurovision. Aðalmarkmið þeirra er að gleðja þjóðina og gera hana stolta. Vésteinn Örn Pétursson fréttamaður hitti VÆB-bræður í húsakynnum Ríkisútvarpsins í gær, en þeir undirbúa nú för sína til Basel í Sviss þar sem þeir munu stíga á stóra sviðið á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar, þriðjudaginn 13. maí. Þeir bræður fluttu lagið Róa sem þeir sömdu sjálfir ásamt Inga Þór Garðarssyni (Ingi Bauer) og Gunnari Birni Gunnarssyni. „Þetta er ólýsanlegt tilfinning, þetta er ógeðslega gaman. Við erum ógeðslega þakklátir,“ segir Matthías Davíð Matthíasson. Hálfdán Helgi segist sömuleiðis enn reyna að skilja að þeir hafi borið sigur úr býtum. „Ég er ekki alveg búinn að meðtaka þetta.“ Lagið verður flutt á íslensku þegar til Sviss verður komið. „Einn sem lýgur ekki. Það er gamli góði vinur okkar, tölfræðin, út af því að 100 prósent af lögum sem hafa farið út á íslensku hafa komist í úrslitakeppnina frá árinu 2000.“ Nú taka við stífar æfingar og tónleikahald þar á milli. Samkvæmt veðbönkum eru takmarkaðar líkur á að Ísland standi uppi sem sigurvegari Eurovision í ár, eða um eitt prósent. Strákarnir láta það þó ekki trufla sig. „Ég veit ekki hvar við erum núna. Við erum númer þrjátíu eða eitthvað,“ segir Hálfdán. „Markmið okkar er að vera kannski númer 29,“ segir Matthías. Að hækka sig um eitt sæti væri bara nokkuð gott. Strákarnir eru þó á því að aðalmarkmiðið sé að hafa gaman af verkefninu. „Bara gera alla stolta, kæta fólkið,“ segir Matthías. „Mig langar bara gera alla stolta og að gleðja og hafa ógeðslega gaman,“ segir Hálfdán. Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Ísland þykir næstólíklegast landið til að sigra Eurovision í ár samkvæmt veðbönkum, þar sem við sitjum í 36. sæti af 37. Sigurlíkur eru taldar eitt prósent. 23. febrúar 2025 10:48 Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Íslenska þjóðin tjáði sig um Söngvakeppnina í kvöld og á X (áður Twitter) mátti finna sterka Bjarna Ara-slagsíðu og sannar spár um sigur VÆB. Furðumargir hneyksluðust á því að kosning almennings væri opin á meðan dómnefnd kynnti niðurstöðu sína. 23. febrúar 2025 00:43 Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Úrslitakvöld Söngvakeppninnar í ár var ekki af ódýrari gerðinni. Auk sex frábærra tónlistaratriða sem kepptu um sigur tróðu Herra Hnetusmjör, Hera Björk og hinn finnski Käärijä upp. VÆB-bræður stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar. 22. febrúar 2025 22:40 VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision VÆB eru sigurvegarar Söngvakeppninnar og munu flytja lagið „Róa“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2025. Þeir hlutu flest atkvæði hjá bæði íslensku þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd. 22. febrúar 2025 22:15 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Vésteinn Örn Pétursson fréttamaður hitti VÆB-bræður í húsakynnum Ríkisútvarpsins í gær, en þeir undirbúa nú för sína til Basel í Sviss þar sem þeir munu stíga á stóra sviðið á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar, þriðjudaginn 13. maí. Þeir bræður fluttu lagið Róa sem þeir sömdu sjálfir ásamt Inga Þór Garðarssyni (Ingi Bauer) og Gunnari Birni Gunnarssyni. „Þetta er ólýsanlegt tilfinning, þetta er ógeðslega gaman. Við erum ógeðslega þakklátir,“ segir Matthías Davíð Matthíasson. Hálfdán Helgi segist sömuleiðis enn reyna að skilja að þeir hafi borið sigur úr býtum. „Ég er ekki alveg búinn að meðtaka þetta.“ Lagið verður flutt á íslensku þegar til Sviss verður komið. „Einn sem lýgur ekki. Það er gamli góði vinur okkar, tölfræðin, út af því að 100 prósent af lögum sem hafa farið út á íslensku hafa komist í úrslitakeppnina frá árinu 2000.“ Nú taka við stífar æfingar og tónleikahald þar á milli. Samkvæmt veðbönkum eru takmarkaðar líkur á að Ísland standi uppi sem sigurvegari Eurovision í ár, eða um eitt prósent. Strákarnir láta það þó ekki trufla sig. „Ég veit ekki hvar við erum núna. Við erum númer þrjátíu eða eitthvað,“ segir Hálfdán. „Markmið okkar er að vera kannski númer 29,“ segir Matthías. Að hækka sig um eitt sæti væri bara nokkuð gott. Strákarnir eru þó á því að aðalmarkmiðið sé að hafa gaman af verkefninu. „Bara gera alla stolta, kæta fólkið,“ segir Matthías. „Mig langar bara gera alla stolta og að gleðja og hafa ógeðslega gaman,“ segir Hálfdán.
Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Ísland þykir næstólíklegast landið til að sigra Eurovision í ár samkvæmt veðbönkum, þar sem við sitjum í 36. sæti af 37. Sigurlíkur eru taldar eitt prósent. 23. febrúar 2025 10:48 Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Íslenska þjóðin tjáði sig um Söngvakeppnina í kvöld og á X (áður Twitter) mátti finna sterka Bjarna Ara-slagsíðu og sannar spár um sigur VÆB. Furðumargir hneyksluðust á því að kosning almennings væri opin á meðan dómnefnd kynnti niðurstöðu sína. 23. febrúar 2025 00:43 Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Úrslitakvöld Söngvakeppninnar í ár var ekki af ódýrari gerðinni. Auk sex frábærra tónlistaratriða sem kepptu um sigur tróðu Herra Hnetusmjör, Hera Björk og hinn finnski Käärijä upp. VÆB-bræður stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar. 22. febrúar 2025 22:40 VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision VÆB eru sigurvegarar Söngvakeppninnar og munu flytja lagið „Róa“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2025. Þeir hlutu flest atkvæði hjá bæði íslensku þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd. 22. febrúar 2025 22:15 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Ísland þykir næstólíklegast landið til að sigra Eurovision í ár samkvæmt veðbönkum, þar sem við sitjum í 36. sæti af 37. Sigurlíkur eru taldar eitt prósent. 23. febrúar 2025 10:48
Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Íslenska þjóðin tjáði sig um Söngvakeppnina í kvöld og á X (áður Twitter) mátti finna sterka Bjarna Ara-slagsíðu og sannar spár um sigur VÆB. Furðumargir hneyksluðust á því að kosning almennings væri opin á meðan dómnefnd kynnti niðurstöðu sína. 23. febrúar 2025 00:43
Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Úrslitakvöld Söngvakeppninnar í ár var ekki af ódýrari gerðinni. Auk sex frábærra tónlistaratriða sem kepptu um sigur tróðu Herra Hnetusmjör, Hera Björk og hinn finnski Käärijä upp. VÆB-bræður stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar. 22. febrúar 2025 22:40
VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision VÆB eru sigurvegarar Söngvakeppninnar og munu flytja lagið „Róa“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2025. Þeir hlutu flest atkvæði hjá bæði íslensku þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd. 22. febrúar 2025 22:15