Enski boltinn

Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah er með fimm marka forystu í baráttunni um markakóngstitilinn í ensku úrvalsdeildinni og er einnig með fimm fleiri stoðsendingar en næsti maður.
Mohamed Salah er með fimm marka forystu í baráttunni um markakóngstitilinn í ensku úrvalsdeildinni og er einnig með fimm fleiri stoðsendingar en næsti maður. Getty/Liverpool FC

Liverpool er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með átta stiga forskot á Arsenal sem gæti orðið að ellefu stiga forskoti seinna í dag.

Liverpool heimsækir Manchester City í dag og þökk sé tapi Arsenal á móti Fulham í gær gæti lærisveinar Arne Slot hreinlega stungið af með sigri.

Það er enginn vafi á því að besti leikmaður Liverpool á leiktíðinni hefur verið Mohamed Salah.

Salah hefur alls komið að 39 mörkum með beinum hætti og er bæði markahæstur og stoðsendingahæstur í deildinni. Salah er alls kominn með 24 mörk og 15 stoðsendingar í 26 deildarleikjum.

Salah hefur náð því í 10 af 26 leikjum sínum að vera bæði með mark og stoðsendingu. Hann hefur líka komið að minnsta kosti einu marki í 22 af 26 leikjum eða 85 prósent leikjanna.

Það fékk menn til að reikna út hver væri staða Liverpool liðsins án allra markanna hans Salah.

Liverpool er með 61 stig í dag en væri aðeins með 30 stig án marka Salah.

Án allra þessa stiga væri Liverpool á Manchester United slóðum í töflunni eða bara í þrettánda sæti.

Manchester United er nú í fimmtánda sæti með 30 stig eða jafnmörg stig og Liverpool væri án Egyptans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×