20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. febrúar 2025 14:05 Fangelsinu á Litla Hrauni verður lokað þegar nýja öryggisfangelsið verður tekið í notkun á Stóra Hrauni. Mikið af byggingunum eru orðnar lélgar og verða þær rifnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt öryggisfangelsi á Eyrarbakka mun þurfa jafn mikið af köldu og heitu vatni eins og þorpið á Stokkseyri eða Eyrarbakka eitt og sér. Núverandi fangelsi á Litla Hrauni verður lokað með tilkomu nýja fangelsisins, sem mun kosta um sautján milljarða króna í byggingu. Tuttugu til þrjátíu ný störf verða til í Árborg með nýja fangelsinu. Bæjarstjórn Árborgar samþykkti samhljóða á fundi í vikunni nýtt deiliskipulag fyrir nýtt öryggisfangelsi á Stóra Hrauni á Eyrarbakka skammt frá núverandi fangelsi á Litla Hrauni. Bygging í fyrsta áfanga mun skapa rými fyrir vistun allt að 100 fanga, með stækkunarmöguleikum upp í 128 fanga. Nýja fangelsið verður afmarkað með háum veggjum í kringum byggingar og fangelsið verður rúmlega helmingi stærra en Litla Hraun og gefur því möguleika á fjölgun starfa í Sveitarfélaginu Árborg. Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar fjallaði m.a. um nýja öryggisfangelsið í ræðustól á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn. „Til hamingju með þetta. Þetta er stórt og mikilvægt skipulag fyrir okkar svæði. Það er mikil sátt tel ég allavega í samfélaginu fyrir fangelsi í okkar samfélagi og við höfum góða reynslu af starfseminni á Litla Hrauni,” sagði Sveinn Ægir og bætti við. „Mér finnst kannski aðdragandinn að þessu, sem er náttúrulega búin að vera einhver en aðdragandi okkar kjörnu fulltrúar hefur kannski ekki verið eins mikill og maður hefði viljað. Samskiptin við bæjarfulltrúa hefðu kannski mátt vera meiri frá ríkinu varðandi uppbygginguna. Við erum að tala um að þetta fangelsi er jafnvel að taka jafn mikla orku bæði af köldu og heitu vatni og bara Stokkseyri eitt og sér eða Eyrarbakki eitt og sér. Þetta eru gríðarlegir innviðir, sem sveitarfélagið þarf að ráðast í svo þetta fangelsi geti fengið það sem það þarf.” Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar fjallaði m.a. um nýja öryggisfangelsið á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag vinna um 70 starfsmenn á Litla Hrauni en öll starfsemi þar leggst niður með nýja fangelsinu og mun starfsfólkið færast þangað yfir, auk þess sem það þarf að ráða tuttugu til þrjátíu starfsmenn í viðbót þegar nýja öryggisfangelsið verður tekið í notkun á síðasta ársfjórðungi ársins 2028 ef allt gengur upp. Hér má sjá hvar nýja fangelsið verður byggt eða innan rauðu línanna.Aðsend Árborg Vinnumarkaður Fangelsismál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti samhljóða á fundi í vikunni nýtt deiliskipulag fyrir nýtt öryggisfangelsi á Stóra Hrauni á Eyrarbakka skammt frá núverandi fangelsi á Litla Hrauni. Bygging í fyrsta áfanga mun skapa rými fyrir vistun allt að 100 fanga, með stækkunarmöguleikum upp í 128 fanga. Nýja fangelsið verður afmarkað með háum veggjum í kringum byggingar og fangelsið verður rúmlega helmingi stærra en Litla Hraun og gefur því möguleika á fjölgun starfa í Sveitarfélaginu Árborg. Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar fjallaði m.a. um nýja öryggisfangelsið í ræðustól á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn. „Til hamingju með þetta. Þetta er stórt og mikilvægt skipulag fyrir okkar svæði. Það er mikil sátt tel ég allavega í samfélaginu fyrir fangelsi í okkar samfélagi og við höfum góða reynslu af starfseminni á Litla Hrauni,” sagði Sveinn Ægir og bætti við. „Mér finnst kannski aðdragandinn að þessu, sem er náttúrulega búin að vera einhver en aðdragandi okkar kjörnu fulltrúar hefur kannski ekki verið eins mikill og maður hefði viljað. Samskiptin við bæjarfulltrúa hefðu kannski mátt vera meiri frá ríkinu varðandi uppbygginguna. Við erum að tala um að þetta fangelsi er jafnvel að taka jafn mikla orku bæði af köldu og heitu vatni og bara Stokkseyri eitt og sér eða Eyrarbakki eitt og sér. Þetta eru gríðarlegir innviðir, sem sveitarfélagið þarf að ráðast í svo þetta fangelsi geti fengið það sem það þarf.” Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar fjallaði m.a. um nýja öryggisfangelsið á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag vinna um 70 starfsmenn á Litla Hrauni en öll starfsemi þar leggst niður með nýja fangelsinu og mun starfsfólkið færast þangað yfir, auk þess sem það þarf að ráða tuttugu til þrjátíu starfsmenn í viðbót þegar nýja öryggisfangelsið verður tekið í notkun á síðasta ársfjórðungi ársins 2028 ef allt gengur upp. Hér má sjá hvar nýja fangelsið verður byggt eða innan rauðu línanna.Aðsend
Árborg Vinnumarkaður Fangelsismál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira