Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2025 21:00 Um það bil hér, við afleggjarann að Vogum, á vöru- og þjónustukjarninn að rísa. Vísir/Ívar Fannar Stefnt er að því að reisa stærðarinnar hús í Vogum, undir verslun og þjónustu fyrir íbúa Suðurnesja, íbúa höfuðborgarsvæðisins sem og túrista. Ráðgert er að húsið geti orðið allt að 30 þúsund fermetrar. Fasteignaþróunarfélagið Íslenskar fasteignir og landeigendur Heiðarlands Vogajarða hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbygginguna, sem bæjarstjóri Voga segir mikið fagnaðarefni. „Hér hefur verið mikill uppgangur og uppbygging, og það er þörf á aukinni þjónustu og verslun. Svo getur þetta verkefni líka verið mikil lyftistöng fyrir svæðið allt,“ segir Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Voga. Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri sveitarfélagsins Voga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjárfestar hafi talað um að vinna við verkefnið muni taka tvö til þrjú ár. Guðrún segir verkefnið undirstrika hagfellda staðsetningu Voga. „Það er annars vegar nálægðin við Keflavíkurflugvöll, sem er áætlað að á næsta ári fari 2,5 milljónir ferðamanna um, og svo hins vegar nálægðin við höfuðborgarsvæðið.“ Þrátt fyrir að staðsetningin sé hagfelld að mörgu leyti er vert að spyrja hvort nálægð við eldsumbrot á Reykjanesskaga undanfarin ár hafi ekki áhrif, og hvort hugsað hafi verið til þess þegar lagt var af stað í verkefnið. Hér má sjá staðsetningu kjarnans fyrirhugaða.Vísir/Hjalti „Nú er það svo að þetta svæði er utan núgildandi hættumats Veðurstofunnar og það er verið að vinna að langtímahættumati. Við búum auðvitað á eldfjallaeyju og erum orðin vön eldsumbrotum hér á svæðinu, og tökum þeim með jafnaðargeði. Svo er það auðvitað fjárfestanna sjálfra að þróa verkefnið áfram. En við erum bjartsýn á framtíðina og framtíð svæðisins,“ segir Guðrún. Vogar Verslun Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Fasteignaþróunarfélagið Íslenskar fasteignir og landeigendur Heiðarlands Vogajarða hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbygginguna, sem bæjarstjóri Voga segir mikið fagnaðarefni. „Hér hefur verið mikill uppgangur og uppbygging, og það er þörf á aukinni þjónustu og verslun. Svo getur þetta verkefni líka verið mikil lyftistöng fyrir svæðið allt,“ segir Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Voga. Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri sveitarfélagsins Voga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjárfestar hafi talað um að vinna við verkefnið muni taka tvö til þrjú ár. Guðrún segir verkefnið undirstrika hagfellda staðsetningu Voga. „Það er annars vegar nálægðin við Keflavíkurflugvöll, sem er áætlað að á næsta ári fari 2,5 milljónir ferðamanna um, og svo hins vegar nálægðin við höfuðborgarsvæðið.“ Þrátt fyrir að staðsetningin sé hagfelld að mörgu leyti er vert að spyrja hvort nálægð við eldsumbrot á Reykjanesskaga undanfarin ár hafi ekki áhrif, og hvort hugsað hafi verið til þess þegar lagt var af stað í verkefnið. Hér má sjá staðsetningu kjarnans fyrirhugaða.Vísir/Hjalti „Nú er það svo að þetta svæði er utan núgildandi hættumats Veðurstofunnar og það er verið að vinna að langtímahættumati. Við búum auðvitað á eldfjallaeyju og erum orðin vön eldsumbrotum hér á svæðinu, og tökum þeim með jafnaðargeði. Svo er það auðvitað fjárfestanna sjálfra að þróa verkefnið áfram. En við erum bjartsýn á framtíðina og framtíð svæðisins,“ segir Guðrún.
Vogar Verslun Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira