Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2025 16:30 Inga Auðbjörg Straumland hefur verið formaður Siðmenntar síðastliðinn sex ár en hún sækist ekki eftir endurkjöri á aðalfundinum. bylgjan Þau Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Sigurður Rúnarsson og Svanur Sigurbjörnsson sækjast öll eftir formannsstöðunni hjá Siðmennt en kosið verður á laugardaginn 1. mars. Guðrún Þóra Arnardóttir framkvæmdastjóri Siðmenntar segir að það liggi alls ekki fyrr hver verður hlutskarpastur því þó Arndís Anna sé þekktust meðal þeirra sem bjóða sig fram er Sigurður varaformaður og Svanur er þekktur af áralöngu starfi innan Siðmenntar. Sigurður Rúnarsson sækist eftir formennsku. Mikið verður um dýrðir hjá Siðmennt 1. mars en þá verður heill dagur helgaður húmanisma þar sem Siðmenntarþing og aðalfundur fer fram kl. 10:00-17:00 í sal Nauthóls að Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík. Fyrir hádegi verður húmanísk bókmenntahátíð þar sem fram koma Bjarni Snæbjörnsson, Bragi Páll Sigurðarson, Hope Knútsson og Linda Vilhjálmsdóttir. Guðrún segir starf Siðmenntar vaxandi og nú eru skráðir rúmlega sex þúsund og eitt hundrað þar. Hún segir áhuga fyrir því að auka við þjónustuna, meðal annars hvað sálgæslu varðar og segir hún stefna í spennandi umræðu þar um á degi Siðmenntar. Eftir hádegi er fyrirhugað sérstakt málþing um sálgæslu. Meðal þátttakenda eru Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, fulltrúi sálgæsluteymis presta og djákna á Landspítalanum og þá verður birt myndbandserindi frá Lindsay de Wal frá Humanists UK en hún er einnig fyrsti húmanistinn til að leiða sálgæsluteymi á breskum spítala. Í kjölfarið af málþinginu, eða kl. 14:00, verður aðalfundur Siðmenntar. Á aðalfundi fer fram kosning til formanns, aðalstjórnar og varastjórnar. Inga Auðbjörg Straumland hefur verið formaður Siðmenntar síðastliðinn sex ár en hún sækist ekki eftir endurkjöri á aðalfundinum. Borist hafa þrjú framboð til formanns eins og áður sagði, fimm framboð í aðalstjórn og þrjú í varastjórn. Í framboði til aðalstjórnar eru: Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Erla Sigurlaug Sigurðardóttir Elsa Björg Magnúsdóttir Kristrún Ýr Einarsdóttir Sigurður Rúnarsson Í framboði til varastjórnar eru: Árni Grétar Jóhannsson Helga Bára Bragadóttir Mörður Árnason Félagasamtök Vistaskipti Trúmál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Guðrún Þóra Arnardóttir framkvæmdastjóri Siðmenntar segir að það liggi alls ekki fyrr hver verður hlutskarpastur því þó Arndís Anna sé þekktust meðal þeirra sem bjóða sig fram er Sigurður varaformaður og Svanur er þekktur af áralöngu starfi innan Siðmenntar. Sigurður Rúnarsson sækist eftir formennsku. Mikið verður um dýrðir hjá Siðmennt 1. mars en þá verður heill dagur helgaður húmanisma þar sem Siðmenntarþing og aðalfundur fer fram kl. 10:00-17:00 í sal Nauthóls að Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík. Fyrir hádegi verður húmanísk bókmenntahátíð þar sem fram koma Bjarni Snæbjörnsson, Bragi Páll Sigurðarson, Hope Knútsson og Linda Vilhjálmsdóttir. Guðrún segir starf Siðmenntar vaxandi og nú eru skráðir rúmlega sex þúsund og eitt hundrað þar. Hún segir áhuga fyrir því að auka við þjónustuna, meðal annars hvað sálgæslu varðar og segir hún stefna í spennandi umræðu þar um á degi Siðmenntar. Eftir hádegi er fyrirhugað sérstakt málþing um sálgæslu. Meðal þátttakenda eru Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, fulltrúi sálgæsluteymis presta og djákna á Landspítalanum og þá verður birt myndbandserindi frá Lindsay de Wal frá Humanists UK en hún er einnig fyrsti húmanistinn til að leiða sálgæsluteymi á breskum spítala. Í kjölfarið af málþinginu, eða kl. 14:00, verður aðalfundur Siðmenntar. Á aðalfundi fer fram kosning til formanns, aðalstjórnar og varastjórnar. Inga Auðbjörg Straumland hefur verið formaður Siðmenntar síðastliðinn sex ár en hún sækist ekki eftir endurkjöri á aðalfundinum. Borist hafa þrjú framboð til formanns eins og áður sagði, fimm framboð í aðalstjórn og þrjú í varastjórn. Í framboði til aðalstjórnar eru: Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Erla Sigurlaug Sigurðardóttir Elsa Björg Magnúsdóttir Kristrún Ýr Einarsdóttir Sigurður Rúnarsson Í framboði til varastjórnar eru: Árni Grétar Jóhannsson Helga Bára Bragadóttir Mörður Árnason
Félagasamtök Vistaskipti Trúmál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira