Lífið

Addison Rae á Ís­landi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Elva Lind og Addison pósuðu saman í Wasteland í gær.
Elva Lind og Addison pósuðu saman í Wasteland í gær.

Tónlistarkonan og samfélagsmiðlastjarnan Addison Rae er stödd á Íslandi. 

Hin íslenska Elva Lind birti mynd á TikTok af sér með stjörnunni í nytjamarkaðnum Wasteland í Ingólfsstræti. 

Rae var þar klædd í drapplitaða kápu með hvítum feldi í kraganum og ermunum og hélt á handtösku með mynd af Marilyn Monroe. Virtist Rae kampakát að hitta fyrir íslenskan aðdáanda.

Samfélagsmiðlastjarna, söngkona og leikkona

Hin 24 ára Addison, sem heitir fullu nafni Addison Rae Easterling, kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2019 á TikTok þar sem hún dansaði hin ýmsu „viral“ dansspor. 

Hún var fljót að sanka að sér gríðarlegum fjölda fylgjenda og er í dag með 88,5 milljónir fylgjenda á forritinu og er sú fimmta vinsælasta á TikTok.

Síðan þá hefur Rae reynt fyrir sér sem bæði leikkona og söngkona. Hennar fyrsta rulla var í Netflix-myndinni He's All That sem kom út 2021 og var endurgerð á hinni vinsælu She's All That frá 1999. 

Eftir það lék hún í hryllingsmyndinni Thanksgiving (2023) og svo fer hún með hlutverk í teiknimyndinni Animal Friends sem kemur út síðar á þessu ári.

Tónlistarferill hennar hefur gengið betur en leiklistarferillinn þrátt fyrir að fyrsti singúll hennar „Obsessed“ hafi fengið hryllilega dóma. 

Hún gaf út stuttskífuna AR árið 2023 og skrifað undir samning hjá Columbia Records árið 2024. Sama ár söng hún með Charli XCX á laginu „Von Dutch remix“ og gaf út singúlinn „Diet Pepsi“ sem naut töluverðra vinsælda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.