Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2025 13:30 Inga Sæland virðist síður njóta trausts en aðrir ráðherrar. Vísir/Vilhelm Þriðjungur þjóðarinnar hefur minnstar væntingar til Ingu Sæland af ráðherrunum ellefu í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Forsætisráðherra ber höfuð og herðar yfir aðra ráðherra hvað væntingar varðar. Þetta eru niðurstöður könnunar Maskínu, sem framkvæmd var dagana 12. til 17. febrúar. Sams konar könnun var framkvæmd við upphaf síðasta kjörtímabils. Þá hafði þjóðin mestar væntingar til Willums Þórs Þórssonar en minnstar til Jóns Gunnarssonar. Mestar væntingar til Samfylkingarinnar 1.511 manns úr þjóðhópi, sem dreginn var með tilviljun úr Þjóðskrá, svöruðu tveimur spurningum, annars vegar til hvaða ráðherra svarandi hefði mestar væntingar til og hins vegar til hvaða ráðherra svarandi hefði minnstar væntingar til. Langflestir sögðust hafa mestar væntingar til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, 36,7 prósent. Næstmestar væntingar hefur þjóðin til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra, 11,7 prósent, og þriðju mestu til Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra, 11,2 prósent. Maskína Samantekið hafa 54,8 prósent mestar væntingar til ráðherra Samfylkingarinnar, 30,2 prósent til ráðherra Viðreisnar og 15,1 prósent til ráðherra Samfylkingarinnar. Skiptar skoðanir á Ingu Athygli vekur að langflestir segjast minnstar væntingar hafa til Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, 33,1 prósent, og næst á eftir henni eru hinir tveir ráðherrar Flokks fólksins. 12,5 prósent segjast hafa minnstar væntingar til Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, og 12,3 prósent til Eyjólfs Ármannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Maskína Þrátt fyrir að Inga sé efst á blaði yfir þá ráðherra sem fólk hefur minnstar væntingar til er hún í fjórða sæti yfir þá ráðherra sem fólk hefur mestar væntingar til. Slétt tíu prósent segjast mestar væntingar hafa til Ingu. Eins og gefur að skilja miðað við efstu þrjú sætin á listanum hér að ofan segjast langsamlega flestir hafa minnstar væntingar til ráðherra Flokks fólksins eða 58 prósent. 29,1 prósent segjast minnstar væntingar hafa til ráðherra Samfylkingar og aðeins 12,9 prósent segjast minnstar væntingar hafa til ráðherra Viðreisnar. Maskína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Skoðanakannanir Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Þetta eru niðurstöður könnunar Maskínu, sem framkvæmd var dagana 12. til 17. febrúar. Sams konar könnun var framkvæmd við upphaf síðasta kjörtímabils. Þá hafði þjóðin mestar væntingar til Willums Þórs Þórssonar en minnstar til Jóns Gunnarssonar. Mestar væntingar til Samfylkingarinnar 1.511 manns úr þjóðhópi, sem dreginn var með tilviljun úr Þjóðskrá, svöruðu tveimur spurningum, annars vegar til hvaða ráðherra svarandi hefði mestar væntingar til og hins vegar til hvaða ráðherra svarandi hefði minnstar væntingar til. Langflestir sögðust hafa mestar væntingar til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, 36,7 prósent. Næstmestar væntingar hefur þjóðin til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra, 11,7 prósent, og þriðju mestu til Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra, 11,2 prósent. Maskína Samantekið hafa 54,8 prósent mestar væntingar til ráðherra Samfylkingarinnar, 30,2 prósent til ráðherra Viðreisnar og 15,1 prósent til ráðherra Samfylkingarinnar. Skiptar skoðanir á Ingu Athygli vekur að langflestir segjast minnstar væntingar hafa til Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, 33,1 prósent, og næst á eftir henni eru hinir tveir ráðherrar Flokks fólksins. 12,5 prósent segjast hafa minnstar væntingar til Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, og 12,3 prósent til Eyjólfs Ármannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Maskína Þrátt fyrir að Inga sé efst á blaði yfir þá ráðherra sem fólk hefur minnstar væntingar til er hún í fjórða sæti yfir þá ráðherra sem fólk hefur mestar væntingar til. Slétt tíu prósent segjast mestar væntingar hafa til Ingu. Eins og gefur að skilja miðað við efstu þrjú sætin á listanum hér að ofan segjast langsamlega flestir hafa minnstar væntingar til ráðherra Flokks fólksins eða 58 prósent. 29,1 prósent segjast minnstar væntingar hafa til ráðherra Samfylkingar og aðeins 12,9 prósent segjast minnstar væntingar hafa til ráðherra Viðreisnar. Maskína
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Skoðanakannanir Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira