Sport

Missti af öllu tíma­bilinu vegna salatsáts

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dustin May í myndatöku Los Angeles Dodgers fyrir síðasta tímabil en myndin er tekin fyrir slysið með salatið.
Dustin May í myndatöku Los Angeles Dodgers fyrir síðasta tímabil en myndin er tekin fyrir slysið með salatið. Getty/Christian Petersen

Saga bandaríska hafnaboltamannsins Dustin May er með þeim furðulegri þegar kemur að því að missa af heilu tímabili með liði sínu vegna meiðsla.

Við höfum oft heyrt það að krossbandsslit eða jafnvel hásinarslit kosti leikmenn tímabil. En að missa af heilu tímabilið vegna vegna salatsáts er með því skrýtnasta sem fyrirfinnst.

Hafnaboltamaðurinn Dustin May missti þó af öllu síðasta ári með liði Los Angeles Dodgers eftir að hafa slasað sig illa við salatát.

May ætlaði að passa upp á mataræðið sitt þegar hann var í endurhæfingu í júlí. Hann fékk sér salat að borða og drakk vatn með.

Einhvern veginn tók salatinu hins vegar að rífa hjá honum vélindað á leiðinni niður.

Hann þurfti í framhaldinu að fara í neyðaraðgerð til að bjarga málunum en um leið þurfti hann líka restina af tímabilinu til að ná sér.

May segist hafa fundið mikinn sársauka í kokinu og í maganum. Ástæðan var að salatið festist og skoraðist þannig í koki hans að það skaðaði vélindað.

Hann hélt að það væri í lagi með sig þegar sársaukinn minnkaði en eiginkona vildi endilega að hann færi upp á gjörgæslu og léti athuga þetta.

Það var eins gott að hann gerði það því þar uppgötvaðist alvarleiki meiðslanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×