Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2025 13:31 Diljá Ögn Lárusdóttir átti frábæran leik í sigri Stjörnukvenna fyrir norðan. Vísir/Diego Stjörnukonan Diljá Ögn Lárusdóttir var allt í öllu þegar Stjörnuliðið endaði tíu leikja sigurgöngu Þórsara í Bónus deild kvenna í körfubolta um helgina og varð um leið fyrsta liðið til að vinna Þórskonur á þeirra eigin heimavelli í vetur. Bónus Körfuboltakvöld ræddi frammistöðu Diljár sem skoraði 26 stig í leiknum og hitti úr 75 prósent skota sinna eða 12 af 16. Hún var einnig með 4 fráköst og 4 stoðsendingar. „Hvað gerir hana af þessu ofboðslega sóknarvopni sem hún er,“ spurði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Snögg á fótunum „Hún er með líkamlega burði. Hún er snögg á fótunum sem mikið af íslensku stelpunum hafa ekki. Svo er það þessi boltatækni því boltinn liggur alltaf í höndunum á henni,“ sagði Helena Sverrisdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Ef hún ætlar líka að fara að geta skotið fyrir utan þá er hún óstöðvandi. Það er svolítið það sem lið hafa treyst á. Allt í lagi, hún er ekki besti skotmaðurinn fyrir utan þriggja stiga línuna. Við ætlum því að fara undir hindranir og reyna að halda henni fyrir framan okkur,“ sagði Helena. „Ef hún er líka að setja niður þau skot fyrir utan þá er rosalega erfitt að stoppa hana,“ sagði Helena. Hörður sýndi tvær körfur þar sem Dilja ræðst á körfuna með stefnubreytingum og sýnir mikið jafnvægi í sínum aðgerðum. Hún festir alla í gólfinu „Það eru ekki margir sem geta þetta, hangið í loftinu lengi,“ sagði Hörður. „Ég er búin að sjá þessa stelpu síðan hún var ung og maður hefur alltaf séð þetta. Það næstum því svona ‚streetball affect' í henni. Hún svæfir algjörlega varnarmanninn þegar hún tekur þetta hik og þá er sama hvort hún sé með hægan eða hraðann varnarmann á sér. Hún festir alla í gólfinu,“ sagði Helena. Það má sjá þessa umfjöllun um Diljá hér fyrir neðan. Klippa: Diljá Ögn Lárusdóttir fékk hrós í Körfuboltakvöldi Bónus-deild kvenna Stjarnan Körfuboltakvöld Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira
Bónus Körfuboltakvöld ræddi frammistöðu Diljár sem skoraði 26 stig í leiknum og hitti úr 75 prósent skota sinna eða 12 af 16. Hún var einnig með 4 fráköst og 4 stoðsendingar. „Hvað gerir hana af þessu ofboðslega sóknarvopni sem hún er,“ spurði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Snögg á fótunum „Hún er með líkamlega burði. Hún er snögg á fótunum sem mikið af íslensku stelpunum hafa ekki. Svo er það þessi boltatækni því boltinn liggur alltaf í höndunum á henni,“ sagði Helena Sverrisdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Ef hún ætlar líka að fara að geta skotið fyrir utan þá er hún óstöðvandi. Það er svolítið það sem lið hafa treyst á. Allt í lagi, hún er ekki besti skotmaðurinn fyrir utan þriggja stiga línuna. Við ætlum því að fara undir hindranir og reyna að halda henni fyrir framan okkur,“ sagði Helena. „Ef hún er líka að setja niður þau skot fyrir utan þá er rosalega erfitt að stoppa hana,“ sagði Helena. Hörður sýndi tvær körfur þar sem Dilja ræðst á körfuna með stefnubreytingum og sýnir mikið jafnvægi í sínum aðgerðum. Hún festir alla í gólfinu „Það eru ekki margir sem geta þetta, hangið í loftinu lengi,“ sagði Hörður. „Ég er búin að sjá þessa stelpu síðan hún var ung og maður hefur alltaf séð þetta. Það næstum því svona ‚streetball affect' í henni. Hún svæfir algjörlega varnarmanninn þegar hún tekur þetta hik og þá er sama hvort hún sé með hægan eða hraðann varnarmann á sér. Hún festir alla í gólfinu,“ sagði Helena. Það má sjá þessa umfjöllun um Diljá hér fyrir neðan. Klippa: Diljá Ögn Lárusdóttir fékk hrós í Körfuboltakvöldi
Bónus-deild kvenna Stjarnan Körfuboltakvöld Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira